Ég hef fallið fyrir álftinni, það kemst nánast ekkert að nema að mynda álftina núna. Fór aftur að Bakkatjörn þann 19. mars og náði nokkrum myndum. Þarna var mikill fjöldi álfta og því gaman að taka myndir af þeim eins og þið getið séð. Til að þetta verði ekki einum og einhæft þá tek ég nokkrar myndir af stokköndum í leiðinni. Einn stokkandarkarlinn var nú frekar undarlegur á að líta, greinilegt að eitthvað vantaði í litinn á honum, á að vera með brúna bringu og hvítan hring um hálsinn.


