Hef verið að safna saman myndum sem ég hef tekið í Stykkishólmi. Setti inn albúm með þeim myndum. Það er mikið meira til en við sjáum til hvað fer þarna inn. Nú setti ég inn myndir af húsum, bátunum við höfnina en svo á eftir að setja inn allt fólkið sem fest hefur verið á filmu. Hvort það verður þá ekki bara nýtt albúm sem mun heita "Mannlíf í Stykkishómi". En þetta kemur allt í ljós.