Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.02.2021 22:03

Sigurður Jónsson, Skagaströnd

Sigurður Jónsson HU-18.    (5256)

Báturinn var smíðaður á Skagaströnd 1966.  Stærð: 3,07 brl. Smíðaár 1966. Fura og eik.  Afturbyggður opinn súðbyrðingur. Vél 8 ha. SABB.

Bátinn teiknaði og smíðaði Björn Sigurðsson Jaðri, Skagaströnd, fyrir syni sína Hallbjörn og Sigurð Björnssyni.  Þessi bátur var fyrsti báturinn sem Björn Sigurðsson hannaði og smíðaði.

Báturinn var ekki skráður hjá Siglingastofnun fyrr en árið 03.maí 1974 og þá á Björn Sigurðsson, Skagaströnd.

Í upphafi var báturinn aðeins nefndur Sigurður en við skráningu hans bættist Jónsson við þar sem einkaleyfi var á Sigurðar nafninu.

Báturinn var gerður út á færi og grásleppuveiðar frá 1965 til ársins 1980 en þá lagður til hliðar og settur í geymslu.

Báturinn hét Sigurður Jónsson HU-18, með heimahöfn á Skagaströnd, er hann var felldur af skipaskrá 24. nóvember 1986 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.

Heimildir:  Siglingastofnun. "Sjósókn frá Skagaströnd."


Sigurður Jónsson í höfn á Skagaströnd 11.júlí 2020.  Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson


Þann 11.júlí 2020 tók ég myndir af bátnum í höfninni á Skagaströnd og greinilegt að vel er hugsað um bátinn.

Heimild: aba.is og viðtal við einn eiganda bátsins.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434210
Samtals gestir: 272015
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 18:54:35