Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.04.2011 02:08

Farsæll frá Eyjum

Þessi bátur var fyrir utan hjá Gunnlaugi Valdimarssyni í Stykkishólmi.  Ég ræddi við Gunnlaug 25.04.2011.

Gunnlaugur kvað núverandi eigendur væru hann sjálfur og Erlendur (föðurnafn vantar).  Þeir hafi sótt bátinn s.l. haust norður að Eyjum í Strandasýslu en þar hafi báturinn legið nánast ónýtur.  Það hafi m.a. vantað efsta umfarið og borðstokkinn ásamt því að götu hafi verið víða á skrokknum.  Gunnlaugur sagði svona í gríni að báturinn hafi hangið saman af gömlum vana.
Gunnlaugur sagði mér að það væru skiptar skoðanir um hvar þessi bátur væri smíðaður, sumir vilja meina að hann sé smíðaður í Bátalóni en aðrir vilja meina annað miðað við bátalagið.
Í bátnum er 8-10 ha. Yanmar vél.

Gunnlaugur kvaðst ekkert vita meira um þennan bát en benti mér á að ræða við Eðvarð Jóhannsson.  Eðvað sagði að fyrri eigandi hafi verið Benjamín Sigurðsson Eyjum.  Benjamín mun alltaf hafa átt báta sem heiti Farsæll, en hann hafi verið með grásleppuútgerð. 

Hákon Örn Halldórsson skrifaði:  Farsæll kom að Eyjum um 1970 frá Hafnarfirði.  Mun vera smíðaður af bátasmið þar, Jóhanni Gíslasyni að hann minni.  Farsæll hafi ekki verið smíðaður í Bátalóni.

Þann 5. júní 2012 rak ég augun í Farsæl í Hafnarfirði.  Ég áttaði mig ekki í fyrsu á að þetta væri Farsæll en ég hitti á eigandann eftir að hafa smellt nokkrum myndum af bátnum.  Núverandi eigendur eru Sigtryggur Jónsson og barnabarn hans Sigtryggur Bjarnason.  Þeir keyptu bátinn af pari, einhverjum listamönnum sagði Sigtryggur sem bjuggu á Seltjarnarnesi.  Sigtryggur kvað þá vera búna að taka vélina í gegn, rifu hana stykki fyrir stykki og máluðu hana.  Vélin er klár til að fara í bátinn.  Sigtryggur sagði jafnframt að Sigtryggur yngri myndi koma á morgun, 6. júní, og brenna utanaf bátnum og skafa.  Sá yngri vill skipta um lit og hafa borðstokkana græna og skrokkinn hvítan.  Sigtryggur eldri sagði að nafni sinn fengi að ráða nafni bátsins, hvort það verður áfram Farsæll eða skipt um nafn á eftir að koma í ljós.

   
Farsæll frá Eyjum, Stykkishólmur 22. apríl 2011

04. júlí 2012.  Fór og skoðaði Farsæl til að sjá hvernig skveringunni miðar.  báturinn er nánast fullmálaður.  Vélin er klár, var gangsett í gær og fór strax í gang en á eftir að setja hana í bátinn. Plittina þarf að smíða upp.  Vagninn sem báturinn hefur verið á hefur verið málaður í stíl við bátinn.  Sigtryggur yngri sagði mér að það yrði ekki skipt um nafn á bátnum.  Hann hafi heitið Farsæll og Sigtryggur kvaðst vilja láta hann heita það áfram.


Farsæll er orðinn grænn.  Hafnarfjörður 04. júlí 2012


Yanmarinn klár.  Hafnarfjörður 04. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 581
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311986
Samtals gestir: 29935
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:11:42