Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.09.2010 00:27

Svali

Svali er smíðaður 1936. Er með Breiðfirðingalaginu.  Núverandi eigendur eru Sigvaldi Þórðarson Djúpavogi og Jón Halldór Gunnarsson Hafnarfirði.
 
Báturinn hét áður Kópur.  Hann var notaður sem póstbátur milli Neskaupsstaðar og Mjóafjarðar.  Eftir að hafa verið póstbátur var hann í Jökulsárhlíðinni og var notaður við selveiðar.

Þegar Jón og Sigvaldi eignuðust bátinn hét hann Kópur, eins og áður hefur komið fram.  Þegar þeir komu með bátinn þá var annar bátur á staðnum sem hét Kópur.  Þeir skiptu um nafn.  Af hverju Svali?  Upphaflega átti að gera við bátinn en að endingu var hann allur gerður upp, fjöl fyrir fjöl.  Svali lítur þó eins út og í upphafi, ef einhver breyting þá væri það helst vélarhúsið sem væri aðeins stærra.  Við uppbyggingu bátsins var yfirsmiðurinn kallaður Stebbi svali, þaðan kom nýja nafnið á bátinn.  Eftir viðgerðir var Svali sjósettur um 1994, það væru alla vegna um 14-15 ár síðan.
Ný vél er í bátnum.  Upphaflega var bensínvél í bátnum (?) en sett var ný vél í hann, Deutz vél, 16 hestafla og Rank gír. 

Ef fleiri upplýsingar koma verður þeim bætt inní strax.


Svali á Djúpavogi,

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 351
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311756
Samtals gestir: 29922
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:53:53