Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

06.09.2010 23:57

Færeyingur á Bíldudal

Fékk þessar myndir sendar frá Gunnari Th. í sumar með fyrirspurn um hvort þetta gæti verið Óli Sofus FD 151.  Gunnar var reyndar búinn að átta sig á að svo var ekki, en hann kvaðst hafa tekið myndirnar á Bíldudal.  Ég hins vegar hafði uppá eiganda bátsins.

Samkvæmt upplýsingum frá núverandi eiganda, Jóni Þórðarsyni sem búsettur er á Bíldudal var báturinn smíðaður í Hafnarfirði árið 2000 af færeyskum manni.  Þessi bátur væri eins og sjá mætti með færeysku lagi.  Jón vildi meina að þessi bátur hafi verið hjá Víkingahótelinu í Hafnarfirði, hann hafi verið notaðir við einhverja kvikmyndatöku eða eitthvað svoleiðis. 

Næsti eigandi var maður að nafni Haraldur á Eyri við Kollafjörð.  Jón kvaðst svo hafa keypt bátinn af Haraldi.

Báturinn ber ekkert nafn ennþá.  Jón sagði bátinn hafa staðið stutt á landi í sumar, einmitt þegar Gunnar var þar á ferð.  Fór fljótt á flot og hefur verið það í allt sumar.  Jón kvað hægt að fá bátinn lánaðan til að róa honum um svæðið.

Að endingu bætti Jón því við að hann kvaðst vita af einum Færeying ennþá á Patreksfirði fannst mér hann segja.  Þið sem eruð á ferðinni kíkið endilega eftir honum.


Færeyingur á Bíldudal, 2010.  Mynd Gunnar Th.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154320
Samtals gestir: 237152
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 02:26:11