Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.08.2013 13:45

Jaki, Blönduósi

Á ferð minni um landi rak ég augun í Jaka á Blönduósi.  Smelldi nokkrum myndum af honum.  Skrokkurinn er tréskrokkur en yfirbyggingin er úr trefjum.

6435 Jaki ex Sæver HF 105
Smíðaður á Hofsósi 1979.  Eik og fura.  2.62 brl. 18 ha. SABB vél.  Eigandi Barði Steindórsson, Hafnarfirði frá 19. febrúar 1983.  Barði seldi bátinn 20. febrúar 1985 Sveini Árnasyni, Neskaupstað, hét Sæver NK 65.  Seldur 23. desember 1986 Gunnari Guðmundssyni, Þórshöfn, hét Kristín ÞH 183.  Báturinn hér Kristín ÞH 183 er hann var afskráður hjá Siglingastofnun 31. ágúst 1995 með þeirri athugasemd að honum verði fargað.  
Förgun bátsins hefur dregist á langinn.  Hann komst í eigu Agnars Óskarssonar vélstjóra á Akureyri og hlaut nafnið Jaki.  Upp úr aldamótunum síðustu fór báturinn til Jóhannesar Þórðarsonar á Blönduósi, sem smíðaði á hann nýtt stýrishús og borðstokka úr krossviði og trefjaplastaði yfir viðinn.  Árið 2012 ber báturinn enn nafnið Jaki og á heimahöfn á Blönduósi.

Upplýsingar:  
Íslensk skip, bátar.  Bók 2, bls. 57, Sæver HF 105
aba.is


Jaki, Blönduósi 07. ágúst 2013


Jaki 07. ágúst 2013

Þó báturinn hafi verið talinn ónýtur 1995 er hann það ekki alveg að því mér virtist.  Þreyttur kanski en ekki ónýtur. 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 496
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311901
Samtals gestir: 29929
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:26:21