Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.10.2015 19:00

Rúna SH 33

5027 Rúna SH 33
Smíðaður í Hvallátrum 1956.  Eik og fura.  3,22 brl. 8 ha. Solo vél.
Eigandi Höskuldur Pálsson, Stykkishólmi frá 12. mars 1969, þegar báturinn var fyrst skráður.  Seldur 15. júlí 1984 Svavari Magnússyni, Grundarfirði.  Seldur 10. janúar 1986 Guðna Guðnasyni, Grundarfirði.  Guðni seldi bátinn 21. apríl 1986 Valentínusi Guðnasyni og Ólafi Sigurðssyni, Stykkishólmi.  Um 15. október 1993 eru skráðir eigendur bátsins Ágúst K. Bjartmars og Árni Helgason, Stykkishólmi, sama nafn og númer.  Báturinn skráður í Stykkishólmi 1997.


2027 Rúna SH 33.  Stykkishólmur 21. apríl 2012

Þann 21. apríl veitti ég því athygli að Ágúst Bjartmars var að mála botninn á Rúnu.  Ég fór og ræddi við hann.  Ágúst kvaðst vera eigandi bátsins ásamt ættingum Árna Helgasonar heitins.  Hann kvaðst nú eiginlega sjá um bátinn orðið einn. 
Rúna var í upphafi byggð sem skip og það hafi verið rétt eftir aldamótin 1900, 1905 hélt Ágúst.  Báturinn var notaður sem flutningaskip.  Þegar Höskuldur Pálsson eignaðist bátinn þá hækkaði hann bátinn um tvö borð, setti á hann afturstefni og setti í hann vél og hús.  Báturinn var afturbyggður. 
Ágúst kvaðst hafa smíðað nýtt hús á bátinn þegar þeir hafi eignast bátinn, um 1993, og þá sett húsið að framan.  Báturinn hafi ekki verið notaður til að róa til fiskjar heldur meira að flytja fólk út í eyjar.  Það geta 5-6 manns setið inni í húsinu í einu.  Ágúst sagði bátinn frábæran sjóbát.


Ágúst K. Bjartmars með pensil í hönd.  Stykkishólmur 21. apríl 2012

Nú velti ég því fyrir mér hvað sé rétt um upphaf bátsins.  Ágúst segir bátinn smíðaðan um 1905 sem skip.  Þegar svo Höskuldur eignast bátinn er hann borðhækkaður en ekki skráður fyrr en 1969.  Hvort er rétt ætla ég ekki að dæma um en læt þessa frásögn Ágústar njóta sín eins og hann sagði hana.  Góð saga má ekki gjalda sannleikans:-)


05.10.2015

Í dag sá ég að það var verið að taka Rúnu upp hér í Hafnarfirði.  Ég smellti nokkrum myndum af því og svo af núverandi eiganda, Viðari Ægis.  Ég spurði hann hvort það yrðu nafnaskipti en hann neitaði því og sagðist ekki breyta neinu, hann hefði sama nafn, númer og allt.  Hann er að taka bátinn upp því það þarf eitthvað smávegis að gera við heyrðist mér.

Nýr eigandi af Rúnu SH 33, Viðar Ægis.  Hafnarfjörður 05. október 2015Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar - bók 4, bls. 171.
Munnlegar upplýsingar, Ágúst K. Bjartmars.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153121
Samtals gestir: 236999
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 02:40:59