Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.10.2015 10:30

Rannsý RE 18

5216 Rannsý RE 18

Smíðaður árið 1973 af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði.  Fura og eik.  Vélin er Volvo Penta 35 ha. árg. 1988.  Hét Sæfinnur KE 145.  Eigendur Sverrir Einarsson, Leifur Einarsson, Sverrir Elentínusson og Kristján Júlíusson, Keflavík, frá 24. apríl 1973. 

Þeir selja bátinn 23. febrúar 1979 Friðriki Guðmundssyni, Hafnarfirði, hét Jón Erling HF 26.  Báturinn var tekin af skrá 17. nóvember 1986 en endurskráður 24. júní 1987. 

Seldur 23. september 1992 Eyjólfi Einarssyni, Hafnarfirði, hét Bylgjan HF 26.  Seldur 6. maí 1994 Halldóri Páli Halldórssyni, Keflavík.  Báturinn heitir Bylgjan KE 17.  Báturinn var skráður sem skemmtiskip 2005.

Held að það sé rétt hjá mér að nýverandi eigandi heiti Sigurður Helgason.  Heitir Rannsý RE 18 í dag.

Önnur nöfn
Sæfinnur KE 145, Jón Erling HF 26, Bylgjan HF 26 og Rannsý RE 18.

Heimildir
www.sax.is
Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 161 - Sæfinnur KE 145


Rannsý RE 18, Reykjavíkurhöfn 13. september 2011


Rannsý RE 18 komin í nýjan lit.  Hafnarfjörður 03. október 2015

Rakst á þennan við Hafnarfjarðarhöfn 03. október 2015 og eftir smá stund vildi ég meina að þetta væri Rannsý RE 18.  Ég átti myndir af bátnum þegar hann var gulur og bar þessar myndir saman og get ekki séð annað en að þetta sé Rannsý. Ég veit ekki um hvort það hefur verið einhver breyting á eignarhaldi en þær upplýsingar munu þá koma síðar.  Ef þú hefur einhverjar meiri upplýsingar um þennan bát endilega sendu mér línu.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311962
Samtals gestir: 29934
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:41:38