Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.08.2010 21:14

Skriðuklaustur

Kíktum að Skriðuklaustri.  Fengum leiðsögn um fornminjauppgraftarsvæðið.  Mikill fróðleikur og gaman að hlusta á strákinn segja frá, fróður um þetta svæði.  Á ferðinni fengum við að ganga inn á meðal þeirra sem voru að grafa og sjá hvernig þeir unnu.  Auðvitað var þetta fest á filmu, meina kubb.  Þegar við vorum þarna var verið að skrásetja beinagrind nr. 194.  Ég velti því fyrir mér hvort það sé einhver vinnufriður fyrir ferðamönnum á þessu svæðir og hvort ferðamennirnir skemmi ekki eitthvað á rölti sínum um svæðið?


Skriðuklaustur, 12. ágúst 2010


Fornminjauppgröfturinn á Skriðuklaustri, 12. ágúst 2010


Það þarf að vanda sig við uppgröftinn.  12. ágúst 2010


Beinagrind nr. 194 12. ágúst 2010

24.08.2010 18:11

Sólbrekka

Áttum heimboð að Sólbrekku til Ernu og Úlfars.  Þau eru höfðingjar heim að sækja.  Bakaðar bollur með morgunkaffinu af meistara Úlfari.  Erna eldaði frábæra rétti ofan í gikkin mig svo mér varð ekki meint af.  Þá var farið í göngutúr og ökuferð um sveitina.  Við þökkum þeim Ernu og Úlfari kærlega fyrir okkur enn og aftur.


Blómlegt klósett.  Sólbrekka 12. ágúst 2010


Úlfar lýsir einhverju fyrir Elfu Dögg.  Sólbrekka 12. ágúst 2010.


Erna kíkti eftir sveppum.  Sólbrekka 12. ágúst 2010.


Úlfar bakaði þessar líka góðu bollur.  Sólbrekka 12. ágúst 2010.


12. ágúst 2010

24.08.2010 18:03

Möðrudalskirkja, Fjallakaffi

Á leið austur á Hérað kíktum við í Fjallakaffi.  Þarna kom maður í öllum ferðum hér áður fyrr en nú bara einstaka sinnum.  Þarna stoppuðum við og fengum okkur flatkökur með hangikjöti og vöfflur með rjóma.  Eftir stutt stopp þar sem ég var aðallega á ferðinni með myndavélina héldum við förinni áfram.  Mæli með að allir kíki við þarna, aðeins 8 km. frá þjóðvegi 1.


Fjallakaffi.  Þarna var alltaf stoppað hér áður fyrr.  Herðubreið í baksýn.


Möðrudalskirkja og bensínstöðin, 11. ágúst 2010.


Bensín og dísel.  Flottasta bensínafgreiðsla á landinu fullyrði ég.  11. ágúst 2010.

24.08.2010 17:52

Þeistareykir

Þegar við vorum stödd á Húsavík tókum við einn smá Þeistareykjarúnt.  Fórum upp Reykjaheiðina og upp á Þeistareyki.  Veðrið var frábært, sól og mikill hiti.  Vegurinn hins vegar var ekki til að hrópa húrra fyrir, stórgrýttur og þurr.  Það sem bjargaði þessu var að lítil umferð var á þessari leið svo rykið var í lágmarki, eða bara fyrir aftan okkur.


Á leiðinni á Þeistareyki.  Sjá má lítillega í veginn þarna sem er mjög þurr og bara mold. 


Þeistareykir 08. ágúst 2010


Elín Hanna pósar með heita hverasvæðið að baki.  08. ágúst 2010


Og svo ein af Þeistareykjaskálanum svona í lokin.  08. ágúst 2010

24.08.2010 10:22

Allskonar lestur

Hvað gerir fólk í Flatey?  Það les.
Lestur er eitt af aðaláhugamálum okkar Íslendinga.  Alla vegna erum við sögð vera bókaþjóð um hver jól.  Eins og sjá má hér að neðan þá er eitthvað um það að lestur sé stundaður í Flatey.  Á tveimur neðstu myndunum er Einar Steinþórsson að lesa í lífríkið fyrir barnabörnin og barnabarnarbörnin sín og má segj að það sé fræðilestur eða hvað?


Lestur við Vorsali.  Flatey 2010.


Lesið við Þýskuvör.  Flatey 2010.


Lestur og spjall.  Flatey 2010.


Nótnalestur.


Kortalestur.


Lesið úr þaranum fyrir barnabörnin sín, Elínu Hönnu og Róbert Max.  Sér í hendina á Elínu Hönnu.


Lesið í magainnihaldið.  Áhugasamir nemendur, Ólöf Hildur, Róbert Max og Elín Hanna.

24.08.2010 09:35

Spil og söngur í Flatey

Hvað gera menn í Flatey?  Spila og syngja. 

Flatey á Breiðafirði hefur löngum verið þekkt fyrir það listafólk sem hefur dvalið í eyjunni fögru og flötu.  Ekki er hægt að segja að lát sé á þó kanski ekki séu allir þessir listamenn "heimsþekktir á Íslandi" en listamenn eru þeir engu að síður að mínu mati.  Fyrir utan allar hljómsveitir og kóra sem koma til Flateyjar finnst mér ástæða til að minnast á þá sem eru í húsunum í Flatey. 


Eyvör er ekki sú eina sem flytur tónlistina berfætt.  Held að þessi komu úr Ásgarði. Flatey 2010.


Harmonikkan hljómaði við Gunnlaugshús. Flatey 2010.


Máni og Simmi taka lagið utan við Bræðraminni 2010.


Bjössi þenur stengina inni í Bræðraminni, 2006.


Elín Hanna spilar fyrir ættingja við Bræðraminni 2006.


Daði plokkar strengina, í Bræðraminni.  Flatey 2009.


Að lokum, söngur.  Mæðgur taka lagið í Bræðraminni.  Myndin af Daða er tekin á sama tíma.  Flatey 2009.


Máni og Elín Hanna spila á ættarmóti 2006 í Flateyjarkirkju.

24.08.2010 09:12

Hannyrðir í Flatey

Eitt af því sem fólk gerir í Flatey er að stunda hannyrðir.  Að vísu eru það aðallega konurnar sem stunda þær en vel má vera að einhverjir karlar geri það líka.  Hér að neðan eru þrjár harðduglegar prjónakonur þó þær komist ekki með tærnar þar sem tengdamamma hefur hælana.  Elín Hanna er þarna með eitthvað á prjónunum en Tóta og Gunnsa á nálum.  Takið samt eftir einbeitingunni, hún skín úr svip þeirra. :-)


Elín Hanna prjónar.


Tóta hekklar, mjög einbeitt á svip.


Gunnsa systir hekklar.

18.08.2010 23:27

Hvað gerir fólk í Flatey?

Bjó til nýtt albúm þar sem eru myndir af fólki í Flatey á Breiðafirði.  Hvað gerir fólk í Flatey?  Ég hef í hyggju að setja inn myndir af fólkinu í eitt albúm og af öllu öðru í aðra möppu, þar á ég við hús, báta og allt annað en fólkið.  Þetta er allt í vinnslu hjá mér en fyrir ykkur sem hafið áhuga þá er fólkið í Flatey komið af stað.  Já, hvað gerir fólk í Flatey.  Það fer á sjó sér til skemmtunar, veiðir, fer í göngutúra, syndir í sjónum, leikur sér, hvílir sig, grillar, borðar, hallar undir flatt, situr og horfir á aðra eða í stuttu máli gerir allt sem það langar til að gera, t.d. ekki neitt.  Myndaalbúmið Hvað gerir fólk í Flatey? setti þar inn fullt af myndum, eldri myndir og nýjar myndir.


Sigmar snyrtir flök.  Flatey 31. júlí 2010


Horfa saman til lands.  Flatey 31. júlí 2010


Synda í sjónum.  Flatey 01. ágúst 2010

17.08.2010 16:17

Margt býr í þokunni

Þegar við komum á Djúpavog var mjög fallegt veður en daginn eftir var mikil þoka.  Hér má sjá tvær myndir teknar af sama bátnum frá svipuðu sjónarhorni.  Báturinn heitir Svali.  Fleiri myndir sem teknar voru á Djúpavogi komnar inn í albúmið Skip og bátar 2010 nr. 2


Svali.  Djúpivogur 13. ágúst 2010


Svali.  Djúpivogur 14. ágúst 2010

17.08.2010 15:32

Nýtt bátaalbúm og fullt af bátamyndum

Setti inn nýtt albúm með bátamyndum, skip og bátar 2010 nr.2.  Var að lenda í smá vandræðum en með þessu þá er ég laus við þau.  Setti myndir úr þessu sumarfríi af bátum sem ég tók og eitthvað mun bætast í þetta á næstu dögum.  Set hér inn þrjár myndir plús stækkun, frá þremur af þeim stöðum sem ég heimsótti, Flatey á Breiðafirði, Stykkishólmur og Húsavík.


Austri SH 220 og Rita mætast í Hafnarsundinu í Flatey.  01. ágúst 2010


6859 Elín SH 170.  Stykkishólmur 04. ágúst 2010


Hildur á leið í hvalaskoðun.  Húsavík 07. ágúst 2010


Smá stækkun úr myndinni að ofan.  Ekki alltaf sem ég fæ þessar kveðjur við myndatöku.

16.08.2010 20:07

Óli Sofus FD 151 frá Götu

Loksins kominn heim eftir ferðalag um landið.  Til að byrja með langar mig að setja inn myndir af Óla Sofus FD 151 frá Götu í Færeyjum.  Þessi bátur var í Stykkishólmi 04. ágúst s.l.  Margt af því sem ég sá við þennan bát er öðruvísi en hjá okkur Íslendingunum.  Læt ég ykkur um að meta það en ég setti slatta af myndum í albúm.  Reyndi að mynda allt í bátnum svo þið fáið vonandi smá innsýn í þennan bát.  Smellið á myndina af Óla Sofus þá koma fleiri myndir af honum.

Viðbætur
Eftir að hafa fengið fyrirspurn um tilurð Óla Sofusar fékk ég upplýsingar um að eigandi bátsins héti Jón Jóel Einarsson.  Ég hafði því næst samband við Jón Jóel og spurðist fyrir um bátinn.  Hann kvaðst bátinn hafa verið smíðaðan í Fuglafirði í Færeyjum og hann væri um 10 ára gamall.  Jón Jóel kvaðst hafa keypt bátinn af þeim sem hafi komið með bátinn til Íslands. Sá hafi búið í Vesmannnaeyjum og væri hálfur Færeyingur.  Ekki man ég hvort sá hafi verið upphaflegi eigandinn en alla vegna sá sem kom með hann til landsins.

Jón Jóel kvaðst hafa verið búinn að hafa augastað á svona færeyskum báti lengi. Þessir sexæringar væru mjög útbreiddir í Færeyjum. Hann kvað marga hafa komið til sín og sýnt bátnum áhuga.  Báturinn væri rennilegri en íslensku bátarnir t.d. breiðfirska bátalagið.  Hann vildi meina að það sem vekti áhuga manna á bátnum fyrir utan hversu rennilegur hann væri, væri að hann væri glærlakkaður en ekki málaður.  Fyrir vikið tækju menn frekar eftir honum.  Ég spurði þar sem Óli Sofus er hærri en íslensku bátarnir hvort hann væri valtur en Jón Jóel kvað svo ekki vera.  Ég get reyndar staðfest það að hluta því ég steig um borð í Óla Sofus í Stykkishólmi.  Báturinn seig rólega undan þunga mínum (fyrir þá sem þekkja mig vita að það er talsverður þungi) en valt ekki á hliðina eins og ég hélt að myndi gerast.  Jón Jóel kvaðst eiga eftir að læra á seglbúnaðinn sem honum fylgdi, hann kvaðst notast við utanborðs-innanborðs...... eða alla vegna mótorinn. Þetta síðasta er smá innskot frá mér, þar sem þetta er réttilega utanborðsmótor, hann er innanborðs en ekki utanborðs og ???????.


Óli Sofus FD 151 í Stykkishólmi 04. ágúst 2010


Óli Sofus er frá Götu.  Stykkishólmur 04. ágúst 2010

06.08.2010 00:22

Meiri Flatey

Var í Flatey núna frá 31.júlí - 03. ágúst.  Tók að sjálfsögðu mikið af myndum og mun ég vinna þær þegar heim kemur en ég á eftir að fara norður og austur áður en heim kemur.  Þá verður að viðurkennast að ég á einnig eftir að vinna einhverjar myndir úr síðustu Flateyjarferð ásamt nokkrum minni ferðum sem farið var um helgar um landið.  Þetta kemur til með að skila sér allt saman.
Þar sem ég hef ekkert nýtt að sýna ykkur núna þá set ég inn myndir frá síðustu Flateyjarferð.  Mér finnst ég aðeins hafa breytt áherslum hjá mér því nú mun ég tengja örnefni við það sem er á myndum ef þau eru til staðar.  Þá skiptir líka máli að ég þekki þau til að geta sett þau inn, er ekki svo.  Vona að þið hafið gaman af og ef þið vitið betur um örnefni þá væri það vel þegið.


Stóri garður í forgrunni og Hafnarey.


Silfurgarður í forgrunni, sólin hnígur við Hornatær.

30.07.2010 10:02

Flatey er staðurinn

Þegar ég geng um Flatey á Breiðafirði, nánast alltaf með myndavélina um hálsinn, hef ég tekið þá ákvörðun að mynda allt.  Þetta hefur komið fram hjá mér áður.  Hér má sjá smá sýnishorn, húsmerki, stóll úti á túni, gluggi í hjallinum við Bræðraminni og nokkur vestir á snúru.  Allar segja þessar myndir sína sögu eða sögur og nú er bara undir þér sjálfum komið sem ert að skoða þessar myndir af finna þína sögu við myndirnar.


Bentshús 139 ára


Þessi endaði á haugunum en margur hefur setið í honum.


Olíulampar.


Björgunarvesti hanga til þerris.

30.07.2010 09:33

Frystihúsið í Flatey

Framkvæmdir eru hafnar við frystihúsið í Flatey.  Byrjað var á að styrkja útveggi en eins og sjá má þá voru þeir orðnir ansi þreyttir ef nota má það orð.  Margir tala um að það sé ekki falleg aðkoma að Flatey og sjá frystihúsið í þessu slæma ástandi.  Nú eru nýjir tímar og vonandi tekst að laga húsið svo það verði til sóma fyrir Flatey eins og flest önnur hús eru.

30.07.2010 08:45

Réttu græjurnar

Fólk er alltaf að lenda í hinum ýmsu aðstæðum þar sem réttu tækin og tólin eru ekki til staðar.  Sumir eru þó forsjálir og hafa þetta meðferðist en aðrir þurfa að láta hugmyndaflugið ráða.  Hér eru dæmi um þetta.  Konan á fyrstu myndinni er með höfuðfat sem er regnhlíf.  Ég sé reyndar að þetta gæti nýst sem sólhlíf og kríuvörn líka, frábær hönnun.  Einar Steinþórsson nældi sér í STÓR sólgleraugu. Það má segja að hann sitji þarna í algerri forsælu.  Þá eru það krakkarnir sem ætluðu að draugaskipinu, þau tóku fjalir við kirkjuna og héldu yfir höfðum sér.  Það dugði ekki til og öll lögðu þau á flótta.  Að lokum er þarna ferðamaður sem tók sér njóla og veifaði fyrir ofan höfði sér.  Já, það skiptir máli að hafa réttu græjurnar.


Gott við rigningu, sól og/eða kríuárásum.


Þegar það er sól setur maður upp SÓLGLERAUGU.


Til varnar kríuárásum, en dugir ekki til, betra að hlaupa.


Það má einnig notast við njólann.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24