Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Júní

16.06.2008 02:10

100 ára afmæli Hafnarfjarðar, seinni hluti

Loksins kemur meira frá 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.  Margt var að gerast og tók ég myndir bæði 31. maí  og 01. júní sem jafnframt var sjómannadagurinn.  Margt var til skemmtunar.  Þar sem myndir frá fyrri deginum eru þegar hér inni geri ég nú seinni deginum aðeins skil.  Ég og Elín Hanna fórum á sjóinn með bátnum Fagrakletti.  Um borð í  bátnum voru sjóræningjar og gátu þeir engan vegin komið sér saman um hver væri skipstjóri á þessu bát.  Þeir drukku ótæpilega af rommi, dönsuðu og sungu.  Þá fylgdumst við með dansi frá krökkum úr DÍH (Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar).  Þá sungu Lúdó og Stefán nokkur lög.  Elín Hanna þurfti svo að mæta í Haukahúsið en þar mættu flestallir kórar Hafnarfjarðar og sungu.   Þetta var glæsileg afmælisveisla hjá Hafnarfjarðarbæ.  Talsvert af nýjum myndum komið inn í albúmið.


Afmælistertan, hér aðeins orðin 75 metra löng en varð 100 metrar. 
Myndin tekin 01. júní 2008.

16.06.2008 02:05

Mannlíf á Húsavík

Rakst á gamla íbúa Húsavíkur og smellti af þeim myndum án þeirra vitundar.  Hér má sjá Daða Halldórs að meta gítarleikinn hjá Veðurguðunum á 100 ára afmæli Hafnarfjarðar. 


Daði Halldórsson.  Myndin er tekin á Víðistaðatúni þann 31. maí 2008.

16.06.2008 01:58

Ýmis farartæki

Ákvað að setja  inn nýtt albúm sem ég kalla ýmis farartæki.  Þar set ég inn myndir af hinum ýmsu farartækjum sem ég tek myndir af en þó helst ekki bátum, þeim eru gerð skil annarsstaðar.  Setti nokkrar myndir þar inn. Hér má sjá eina mynd af lítilli flugvél TF-PZL, ég hef ekkert vit á þessu og veit ekkert hvaða tegun þetta er.  Kanski kemur það með tímanum að ég get frætt ykkur um þetta en tíminn einn leiðir það í ljós.


TF-PZL myndin tekin 09. júní 2008. 


Fékk þessar upplýsingar sendar frá Sigurði Ásgeirssyni, eiganda vélarinnar:
Vélin heitir PZL-101A Gawron og er pólsk smíðuð 1967.  Gömul sjúkraflugvél og notar mjög stuttar og lélegar flugbrautir. 
Kveðja,  Siggi (á gripinn)

16.06.2008 01:52

Bátar

Sjómannadagurinn féll inn í 100 ára áfmæli Hafnarfjarðarbæjar.  Þegar við feðginin skruppum á sjóinn þá tók ég nokkrar myndir af bátum sem ég sá m.a. björgunarsveitarbátunum.  Fleiri myndir má sjá í bátaalbúminu.


Myndin er tekin 01. júní 2008, á sjómannadaginn sem jafnframt var á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar.  Hér má sjá Einar Sigurjónsson á fullu stími.

16.06.2008 01:40

Loksins nýjar myndir, blómamyndir

Skrapp í Fossvogskirkjugarð og tók þar nokkrar myndir af blómum.  Þar sem ég var frekar seint  að kvöldi eru myndirnar ekki mjög margar en vonandi njótiði þeirra samt.  Fleiri myndinr inn í blómaalbúminu mínu.


Blóm í Fossvogskirkjugarði, myndin er tekin þann 09. júní 2008.

13.06.2008 08:34

Lítið að gerast

Nú fer eitthvað að gerast hjá mér.  Hef haft lítinn tíma til að setja inn myndir en það stendur til bóta.  Það sem er væntanlegt er m.a. seinni hluti 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar sem tengdist sjómannadeginum, þá eru myndir sem eiga eftir að bætast inní Húsvíkingar fyrr og nú albúmið, eitthvað inní blómaalbúmið, einhverjir bátar og fleira og fleira.  Hér eru myndir frá 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.  Þessi strákur lék sér á Víðistaðatúni á meðan tónleikarnir stóðu yfir.




Myndirnar teknar á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar á Víðistaðatúni, 31. maí 2008.

01.06.2008 08:58

100 ára afmæli Hafnarfjarðar

Nú er hátíð í bæ.  Hafnarfjarðarbær er 100 ára og mikið um að vera í bænum.  Ég og Elín Hanna skruppum í bæinn í gær 31. maí og tókum nokkrar myndir.  Myndirnar sem Elín Hanna tók eru svona inn á milli.  Margt var til skemmtunar.  Enduðum á tónleikum en þegar við höfðum hlustað á þrjár hljómsveitir þar á meðal einhverja stúlknahljómsveir svo Bermúda og að lokum Veðurguðina en þá gáfumst við upp eftir langan dag.  Tónleikarnir stóðu til kl. 23:00 um kvöldið og áttu víst margir eftir að koma fram. Kíkiði á myndirnar.


Veðurguðirnir tóku að sjálfsögðu Bahama ------- eyja.  Myndin tekin 31.05.2008 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 324022
Samtals gestir: 30978
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 16:41:58