Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

28.02.2008 23:58

Ferð í Stykkishólm 24.02.2008

Þann 24. febrúar skruppum við í Stykkishólm.  Það var frábært veður, sól og snjór yfir öllu.  Setti myndir inn í vetraralbúmið, fuglaalbúmið og dýraalbúmið.  Hér má sjá tvær myndir sem teknar voru á leið í Hólminn. 



18.02.2008 23:10

Andrea Odda Steinþórsdóttir

Þetta er Andrea Odda.  Hún var skírð í Garðarkirkju 17. febrúar 2008.  Foreldrarnir eru Steinþór og Þórunn Inga.  Stóri bróðir Andreu Oddu heitir Róbert Max.  Setti inn nokkrar myndir frá skírninni og veislunni.  Myndirnar má finna í myndaalbúmi sem heitir einfaldlega Andrea Odda Steinþórsdóttir.  Frumlegt hjá mér, finnst ykkur ekki!

17.02.2008 09:13

Svarthvítar myndir

Setti inn albúm sem ég kalla svarthvítar myndir.  Ég hef lítið vit á svarthvítri vinnslu en ætla að gera heiðarlega tilraun.  Ég valdi nokkrar myndir til að byrja með og breytti þeim í svarthvítar til að sjá hvernig þetta kæmi út.  Hér fyrir neðan er mynd af kerru sem ég tók við Lækinn í Hafnarfirði.

16.02.2008 16:45

Dagurinn í dag, 16.02.2008

Fór og tók nokkrar myndir í dag hér í nágrenninu.   Myndin hér að neðan er tekin á sama stað og myndin sem ég tók þann 7. febrúar en þá var allt í snjó.  Nú er búið að rigna, mikil hláka og allur  snjór farinn.  Þá sá ég sjö seli á Skógtjörn í dag og tók ég andlitsmynd af einum.  Bessastaðakirkja var tekin í nærmynd og gamli Ford einnig.  Þá sá ég að það átti að sjósetja bát í Hafnarfjarðarhöfn, Ragnar SF 550 og smellti nokkrum myndum af því.  Þessum myndum er dreift í hin ýmsu albúm.









11.02.2008 00:41

Enn er vetur

Tók myndir þann 07. febrúar en þá féll talsverður snjór.   Þegar ég leit út um dyrnar fyrir kl. sjö um morguninn þá var nýfallinn snjór á trjánum, eins og sjá má.  Þetta er sama tréið og myndin sem ég var með hér fyrir nokkrum dögum síðan en nú leiðréttiég litinn til að hafa snjóinn hvítan, ekki gulan.  Þá er hin myndin sem er hér fyrir neðan af húsi niður við sjó hér í Hafnarfirði, man ekki hvað það heitir.  Setti nokkrar myndir inní vetrarmöppuna og eitthvað inní Hafnarfjarðarmöppuna.



03.02.2008 21:59

Kópavogslækurinn

Set hér inn sömu myndina, annars vegar þar sem ég setti hana í svart/hvítt og hins vegar eins og hún kom beint úr vélinni.  Það var svona mikið uppgufun úr læknum en með smá vinnslu þá sést hann ekki eins mikið.  Tók þessa mynd við Kópavogslækinn í gær 02.02.2008.  Hvor myndin kemur betur út að ykkar mati? 



02.02.2008 13:00

Follow that car..............

Eltist við þennan gráhegra í dag, 02.02.2008, frá tjörn sem ég hef gefið nafnið "Rikkatjörn" en þaðan fór hann niður að Kópavogslæk og ég elti hann niður mest allan lækinn, alveg niður að Digranesvegi þar sem hann elti þennan bíl á myndinni hér að neðan.  Svo fór hann til baka að Rikkatjörn.  Fleiri myndir af hegranum í fuglamyndunum.

02.02.2008 12:32

Kleifarvatn, Kópavogslækur

Nokkrar myndir komnar inní vetrarmöppuna.  Myndir teknar við Kleifarvatn 31.01.2008 og myndir teknar núna í dag, 02.02.2008 við Kópavogslækinn.  Það var kalt í veðri, mikið frost en þrátt fyrir loppna fingur þá voru nokkrar myndir teknar. 





31.01.2008 08:26

Hlaupa, ganga, hjóla, skokka

Nokkrar myndir af Íslendingum að hreyfa sig.  Nú er bara allir út að ýta, nei ég meina allir út að hreyfa sig.  Er ekkert rosalega duglegur við það sjálfur en er þó að reyna að sýna smá lit. 







21.01.2008 11:32

Beðið eftir strætó

Beðið eftur strætó.  Myndin er tekin í Hafnarfirði 18. janúar 2008.  Þetta er ein af vetrarmyndunum sem ég hef verið að taka upp á síðkastið.

20.01.2008 23:16

Fleiri vetrarmyndir

Skrapp og tók myndir að kvöldi 18. janúar 2008 og framyfir miðnættið.  Það var gott og fallegt veður, kyrrt og heiðskírt.  Þó nokkuð kalt en það var í lagi, vélin þoldi það betur en ég sjálfur.  Skrapp m.a. í Kópavoginn.  Hér má sjá eina af þessum myndum.  Fannst þetta allt í einu minna mig á einhverja stórborg með skýjakljúfum og fleira.  Hefði þó átt að vera ofar þá hefði þetta skilað sér betur.  En þetta er sem sagt glerturninn við Smáratorg en myndin er tekin við Digraneskirkju.

18.01.2008 15:01

Meiri vetur


Þegar ég var á göngu í morgun í Mjóddinni rakst ég á einn snjótittling.  Datt þess vegna í hug að setja inn þessa mynd svona honum til heiðurs.  En talsvert fuglalíf hefur verið í Mjóddinni undanfarna daga en þetta er fyrsti snjótittlingurinn sem ég sé hér.  Þessi mynd er ekki tekin í Mjóddinni heldur er hún tekin í skógræktinni í Hafnarfirði veturinn 2005, held ég.  Þá er önnur mynd af stokkandarpari sem ég tók á Elliðaá 13.01. 2008, svolítið kuldalegt hjá þeim ræflunum.



17.01.2008 10:55

Hafnarfjarðarhöfn

Hér er ein vetrarmyndin sem ég tók í gær, 16.01. 2008, við Hafnarfjarðarhöfn.  Þarna hafði stytt upp og það var spegilsléttur sjór eins og sjá má.  Skömmu síðar byrjaði aftur að snjóa.

16.01.2008 23:57

Meiri vetur í bæ

Skrapp í dag, 16. janúar og tók nokkrar myndir.  Það var talsverð snjókoma og menn að lenda í vandræðum vegna þess.  Nokkrir þurftu að hreinsa bílana sína.  Setti inn nokkrar myndir í Vetraralbúmið.  Hér er ein mynd sem ég tók út um svaladyrnar heima hjá mér.

15.01.2008 21:39

Vetrarmyndir 2008

Ætla að safna myndum af íslenskum vetri í albúm sem ég kalla Vetrarmyndir 2008.  Mun reyna að fanga allt sem sýnir íslenskan vetur.  Þessar fyrstu myndir sem ég setti inn eru teknar við Elliðaá þann 13.01. 2008.  Þetta verða ekki bara myndir af landslagi, ís og snjó heldur mun þarna vera myndir af fólki, dýrum og nánast öllu sem mér dettur í hug til að fanga íslenskan vetur.  Ætla þó ekki að setja inn myndir sem ég tók á þrettándanum, þær eru í sér möppu.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2750
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 343620
Samtals gestir: 31882
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 07:08:13