Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Júlí

17.07.2009 13:48

Ég fer í fríið, ég fer í .........

Hvað er ljúfara en sitja/liggja úti í náttúrunni, hlusta á söng fuglanna, suðið í flugunum, finna ilm blómanna og taka myndir.   Ahhhh....stuna.  Ekkert.  Nú ætla ég að fara einmitt að gera þetta og njóta þess.  Set næst inn myndir eftir um tvær vikur, fyrr ef ég kemst í tölvu.  Hér má sjá tvær myndir einmitt teknar við svona aðstæður eins og ég lýsti áðan, að viðbættu nesti.



14.07.2009 18:54

Seltún og Gaudi

Þegar við vorum að skoða Seltún við Krísuvík þá hafði ég á orði að þetta væri mjög líkt og í Gaudi garðinum í Barcelona.  Mósaík og meira mósaík.  Mér sýnist alveg að Gaudi hafi komið til Íslands og fengið hugmynd af garðinum sínum í Seltúni.


Í Gaudi-garðinum í Barcelona, 2005.


Seltún, Krísuvík.  2009

14.07.2009 18:40

Smá túrar um landið

Undanfarið höfum við fjölskyldan, eða hluti úr henni, verið á ferðinni og ég hef að sjálfsögðu lyft myndavél annað slagið.  Hér má sjá nokkrar myndir úr þessum ferðum en eins og sjá má var víða komið við.  Talsvert fleiri myndir eru í séralbúmum fyrir hverja ferð.


Við Höfðabrekku, 09. júlí 2009


Skógarfoss, 09. júlí 2009


Gljúfrafoss, 09. júlí 2009


Seltún, Krísuvík, 11. júlí 2009


Herdísarvík 11. júlí 2009


Borg á Mýrum, 12. júlí 2009


Seljahlíð 12. júlí 2009

05.07.2009 02:54

Ekki má gleyma bátunum

Og ekki má gleyma bátunum.  Ég kíkti í Hafnarfjarðarhöfnina og tók nokkrar myndir.  Nokkrar skútur voru á ferðinni og greinilega um kennslu að ræða.
Það er ekki meiningin að móðga neinn en þetta "vaskafat" (mín hugsun) með mótor var á ferðinni í höfninni.  Ekki fannst mér hann traustvekjandi en hann komst áfram, mjög sprækur.
Þá er það Ásdís GK 218 og að síðustu skútan Dís sem er þarna á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn.


Lítill en sprækur.  Hafnarfjarðarhöfn 03. júlí 2009


2395. Ásdís GK218.  03. júlí 2009


2698. Dís.  03. júlí 2009

05.07.2009 02:43

Kría var það heillin

03. júlí skrapp ég út á Álftanes, n.t.t. Hlíðsnes til að skoða kríurnar þar og hvernig gengi með útungun.  Skemmst er frá að segja að ég sá nokkra unga.  Vona að þeir komist allir á legg og að æti verði nóg fyrir ungana en fréttir eru þegar farnar að berast af ungadauða í kríuvörpum vegna ætisskorts.  Hér má sjá tvær kríumyndir sem ég tók.  Fyrri myndina tók ég af því að ég sá að krían var með svarta rönd neðan við hettuna og fram á hálsinn.  Hef aldrei séð þetta áður.
Hin myndin er hér þar sem ég tók hana aðeins öðruvísi en ég er vanur.  Ég vildi að krían sjálf væri úr fókus en unginn sem er í felum í baldursbránni væri í fókus.  Finnst myndin skemmtilegri svona heldur en ef allt væri í fókus.  Fleiri myndir inni í fuglaalbúminu. 


Hlíðsnes, 03. júlí 2009

Hlíðsnes, 03. júlí 2009

05.07.2009 02:28

Einn á ferð um nótt

Ein saga af mér sjálfur.  Aðfaranótt 04. júlí s.l. þá var eitthvað droll á mér og þegar kom að því að fara að sofa um kl. 02:00 þá var mér litið út um gluggann og sá að það var fallegt sólsetur.  Í stað þess að fara að sofa sem hefði verið gáfulegra þá fór ég út með myndavélina.  Veðrið var frábært, logn og blíða.  Sólsetrið flott og ekki undan neinu að kvarta.  Fyrstu myndina tók ég kl. 02:19.  Ég hélt svo áfram framundir morgun.  Síðustu myndina tók ég kl. 04:37 og komst lokst heim kl. 05:00.  Svona hef ég ekki gert áður, þ.e. að vera á ferðinni bara til að taka myndir en ég á örugglega eftir að gera þetta aftur.  Bjó til nýtt albúm sem ég kalla sólsetur og dagrenning.  Þar eru nokkrar myndir.  Hér má svo sjá tvær myndir.


Bessastaðir í næturkyrrðinni, 04. júlí 2009


Elliðavatnsbærinn, 04. júlí 2009

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332600
Samtals gestir: 31563
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 19:15:03