Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.08.2010 09:35

Spil og söngur í Flatey

Hvað gera menn í Flatey?  Spila og syngja. 

Flatey á Breiðafirði hefur löngum verið þekkt fyrir það listafólk sem hefur dvalið í eyjunni fögru og flötu.  Ekki er hægt að segja að lát sé á þó kanski ekki séu allir þessir listamenn "heimsþekktir á Íslandi" en listamenn eru þeir engu að síður að mínu mati.  Fyrir utan allar hljómsveitir og kóra sem koma til Flateyjar finnst mér ástæða til að minnast á þá sem eru í húsunum í Flatey. 


Eyvör er ekki sú eina sem flytur tónlistina berfætt.  Held að þessi komu úr Ásgarði. Flatey 2010.


Harmonikkan hljómaði við Gunnlaugshús. Flatey 2010.


Máni og Simmi taka lagið utan við Bræðraminni 2010.


Bjössi þenur stengina inni í Bræðraminni, 2006.


Elín Hanna spilar fyrir ættingja við Bræðraminni 2006.


Daði plokkar strengina, í Bræðraminni.  Flatey 2009.


Að lokum, söngur.  Mæðgur taka lagið í Bræðraminni.  Myndin af Daða er tekin á sama tíma.  Flatey 2009.


Máni og Elín Hanna spila á ættarmóti 2006 í Flateyjarkirkju.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 780
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 360059
Samtals gestir: 34647
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 23:30:50