Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.01.2008 14:11

Sólin hækkar á himni

Nú er sól farin að hækka á lofti og þá hugsar maður sér gott til..............ljósmyndunar.  Nú sjást falleg sólsetur af og til og langar mig því aðeins að rifja upp og setja inn nokkrar sólarmyndir hér á forsíðuna.  Þetta eru allt myndir sem eru í albúmunum mínum en nú sett á einn stað.



Hér er sólsetur séð úr Flatey á Breiðafirði.



Sólin hnígur bak við Hornatær.



Sólin er sest bak við Hornatær.



Hér er svo sólsetur við Skjálfanda.



Og að lokum annað sólsetur frá Skjálfanda.

07.01.2008 22:16

Aðventa, jól, áramót og þrettándinn

Jæja gott fólk, loksins koma myndir sem ég tók yfir hátíðarnar.  Þetta eru nú ekki mjög margar myndir en þó eitthvað.  Sumar eru betri en aðrar og hinar nokkuð verri svo þið takið viljan fyrir verkið.  Við hér á Breiðvangi höfðum það gott yfir hátíðarnar og fórum m.a. í Stykkishólm.   Hér kom nokkrar myndir sem teknar voru í tilefni hátíðanna.  Fleiri myndir í albúmunum sem heita jól og aðventa, gamlárs og þrettándinn.  Njótið vel.



Þessi mynd var á jólakortinu í ár og það vill svo til að það var konan mín, Elfa Dögg, sem tók myndina á litla myndavél sem Elín Hanna á.  Myndin er tekin uppá Dyrhólaey.



Hér er vel skreyttur gluggi að Silfurgötu í Stykkishólmi.



Á aðventunni skruppum við m.a. í Árbæjarsafn og þar rákumst við á "Gluggagægi".



Hér er ein sem tekin var á Árbæjarsafninu þegar við vorum að fara.



Elín Hanna með grænt blys á gamlárskvköld við Breiðvang.



Og að lokum er hér ein af flugeldum í Hafnarfirði.

03.01.2008 12:57

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir og vandamenn.  Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir öll gömlu árin og þakka ykkur sem hafið verið dugleg að líta hér inn.  Tók eitthvað af myndum yfir hátíðarnar og mun eitthvað af þeim koma hér inn fljótlega.  Hér er mynd sem ég hef gaman af sjálfur því þetta er mótíf sem ég teiknaði alltaf hér á árum áður.  Veit að myndin er svolítið blá en það gerir hana svolítið kalda.  Þessi mynd er tekin á leið frá Urriðakotsvatni og að Setbergshverfinu í Hafnarfirði.  Eins og fyrr sagði þá koma áramótamyndirnar inn síðar.





Þá er hér ein tekin á Hlíðsnesi, yfir Skógtjörn í átt að Bessastöðum og Esjunni.  Þegar þessi mynd var tekin var mikið frost og allt gras hrímað.  Sjá næstu mynd.

25.12.2007 11:56

Gleðilega hátíð

Kæru vinir og vandamenn.  Set hér inn mynd sem ég tók fyrir jólin af litlu frænku minni, Elínu Pálsdóttur, en ég vildi ekki setja inn fyrr en foreldrarnir væru búnir að opna pakkana sína. 

24.12.2007 08:30

Jólakveðja

Kæru ættingjar og vinir.  Við fjölskyldan á Breiðvangi 3 sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Megi þið og fjölskyldur ykkar hafa það sem allra best um hátíðarnar.
Set hér inn nokkrar myndir til að lífga upp á forsíðuna ennþá meira.  Hér er mynd tekin í Fossvoginum og ég er ekki frá því að þarna sé hinn eini sanni jólasnjór.



  
Meiri jólasnjór í Fossvoginu og svo Snæfinnur sjálfur, en hann var í Stykkishólmi.


Vinkonurnar Elsa og Elín Hanna.  Þær eru nú svolitlar jólastelpur í sér.


Elín Hanna horfir á jólakertið.


Svo loksins fer maður að sofa, frekar seint því spennan er svo mikil.  Jólin að koma.

Gleðileg jól kæru ættingjar og vinir.

21.12.2007 08:34

Á aðventunni

Núna er aðventan og stutt til jóla.  Því datt mér í hug að setja nokkrar myndir á forsíðuna.  Hér er mynd sem ég tók 1998.  Þessi mynd var á jólakortinu okkar 1998 og er myndin af Elínu Hönnu.



Hér er önnur af Elínu Hönnu og var á jólkorti 2004.



Hér er ein tekin við Hafnarfjarðarhöfn.



Hér er mynd af Garðakirkju á aðventunni.



Jólin í Stykkishólmi.



Og að lokum enn ein af Elínu Hönnu, mynd af jólakortinu 2006.

17.12.2007 10:25

Fleiri málshættir

Þar sem ég hef lítið komist að mynda síðustu vikurnar hef ég verið að skoða og leita eftir málsháttum.  Nú setti ég inn málshætti í stafrófsröð, þeir eru nokkrir og vona ég að þið gefið ykkur góðan tíma til að lesa þá yfir.  Þá er eitthvað af villum í þeim og þætti mér vænt um að þið leiðréttuð það sem betur mætti fara og létuð mig vita.  Sjálfur er ég að yfirfara þetta í rólegheitum. Hér ér einn.

Penni og blek eru áreiðanlegustu vitnin.

22.11.2007 19:22

Kormákur

Fékk lánaða eina mynd af vini mínum honum Kormáki þar sem ég á ekki mynd af honum.  Vinkona okkar, Fjóla Þorvaldsdóttir, sendi okkur þessa mynd.  Vona að mér verði fyrirgefið þó ég hafi ekki beðið um leyfi til að setja  hana á síðuna mína.  Hann er flottur, virðulegur og spekingslegur.  Minnir hann ykkur á einhvern?

19.11.2007 21:31

Nokkrar fuglamyndir

Hef ekki verið duglegur við að taka myndir upp á síðkastið en skrapp þó 11. nóvember í Fossvogskirkjugarð að eltast við nokkra fugla.  Aðallega auðnutittlinga og svartþresti.  Sá eltingaleikur var strembinn á köflum en gekk þó að lokum þannig að ég var nokkuð sáttur.  Afraksturinn má sjá í fuglamöppunni.  Hér má sjá einn auðnutittling.

09.11.2007 11:37

Málshættir

Ákvað að setja inn nýjan lið á síðuna mína.  Þetta eru málshættir að hætti Sverris Stormsker og fleiri.  Vona að þið hafið gaman af, en ég mun svo breyta um málshátt nokkuð reglulega......kannski ekki daglega en nálægt því.  Sá fyrsti var settur inn einmitt núna rétt fyrir hádegi og ég orðinn svangur..........hann passar því vel við.

03.11.2007 14:47

Dýraalbúm

Hef verið að safna saman myndum af hinum ýmsu dýrum sem ég fann í fórum mínum.  Myndirnar teknar bæði af viltum dýrum og dýrum í görðum.  Ætla ekki að hafa myndir af viltum fuglum í þessu albúmi en þó gætu dottið inn myndir af einhverjum fuglum t.d. hænsnfuglum.  Hér má sjá mynd af hinum "heimsfræga" Guttormi (alla vegna á Íslandi) sem var í Húsdýragarðinum.   Þessi mynd var tekin ekki löngu áður en hann dó.  Blessuð sé minning hans.  Albúmið kalla ég einfaldlega Dýr.

19.10.2007 16:02

Þingvellir, haust

Þann 10. oktober skruppum við á Þingvöll til að skoða haustlitina.  Veðrið var frábært og haustlitirnir voru æði.  Setti myndirnar inn í Íslands-albúmið.  Hér má líta eina af myndunum.

18.10.2007 20:46

Skógarþröstur frá því í gær.

Ákvað að setja inn eina mynd af skógarþröstunum frá því í gær en ég gekk um Laugardalinn n.t.t. Grasagarðinn.  Svo náði ég þessum skógarþröstum á bifreiðastæðinu framan við Húsdýragarðinn.

17.10.2007 18:35

Ber, fuglar o.fl.

Skrapp í Grasagarðinn í Laugardal í dag.  Þar eru ýmsar plöntur með einhverjum berjum á og tók ég myndir af þeim og setti inná síðuna.  Þá gerði ég tilraunir til að ná myndum af skógarþröstum að borða reyniber og þær myndir eru á leiðinni hér inn líka.  Hér má sjá mynd af appelsínugulum berjum á Hafþyrni.

12.10.2007 22:18

Vík í Mýrdal

Skrapp í dag, 12.10., í Vík í Mýrdal.  Þessi ferð var farin til að skoða flækingsfugl sem fannst þar í gær.   Þessi fugl er merkilegur þar sem þetta er aðeins í annað sinn sem hann finnst hér á Íslandi, líkt og safaspætan.  Þessi fugl heitir straumsöngvari, River Warbler.  Við fundum hann og náði ég einni slakri mynd af honum en hún sýnir samt hvernig hann lýtur út.  Þá fannst mér Reynisdrangarnir vera flottir í þokunni og setti inn myndir af þeim.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 2724
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1527
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 343500
Samtals gestir: 31874
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 22:08:37