Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Júlí

30.07.2010 10:02

Flatey er staðurinn

Þegar ég geng um Flatey á Breiðafirði, nánast alltaf með myndavélina um hálsinn, hef ég tekið þá ákvörðun að mynda allt.  Þetta hefur komið fram hjá mér áður.  Hér má sjá smá sýnishorn, húsmerki, stóll úti á túni, gluggi í hjallinum við Bræðraminni og nokkur vestir á snúru.  Allar segja þessar myndir sína sögu eða sögur og nú er bara undir þér sjálfum komið sem ert að skoða þessar myndir af finna þína sögu við myndirnar.


Bentshús 139 ára


Þessi endaði á haugunum en margur hefur setið í honum.


Olíulampar.


Björgunarvesti hanga til þerris.

30.07.2010 09:33

Frystihúsið í Flatey

Framkvæmdir eru hafnar við frystihúsið í Flatey.  Byrjað var á að styrkja útveggi en eins og sjá má þá voru þeir orðnir ansi þreyttir ef nota má það orð.  Margir tala um að það sé ekki falleg aðkoma að Flatey og sjá frystihúsið í þessu slæma ástandi.  Nú eru nýjir tímar og vonandi tekst að laga húsið svo það verði til sóma fyrir Flatey eins og flest önnur hús eru.

30.07.2010 08:45

Réttu græjurnar

Fólk er alltaf að lenda í hinum ýmsu aðstæðum þar sem réttu tækin og tólin eru ekki til staðar.  Sumir eru þó forsjálir og hafa þetta meðferðist en aðrir þurfa að láta hugmyndaflugið ráða.  Hér eru dæmi um þetta.  Konan á fyrstu myndinni er með höfuðfat sem er regnhlíf.  Ég sé reyndar að þetta gæti nýst sem sólhlíf og kríuvörn líka, frábær hönnun.  Einar Steinþórsson nældi sér í STÓR sólgleraugu. Það má segja að hann sitji þarna í algerri forsælu.  Þá eru það krakkarnir sem ætluðu að draugaskipinu, þau tóku fjalir við kirkjuna og héldu yfir höfðum sér.  Það dugði ekki til og öll lögðu þau á flótta.  Að lokum er þarna ferðamaður sem tók sér njóla og veifaði fyrir ofan höfði sér.  Já, það skiptir máli að hafa réttu græjurnar.


Gott við rigningu, sól og/eða kríuárásum.


Þegar það er sól setur maður upp SÓLGLERAUGU.


Til varnar kríuárásum, en dugir ekki til, betra að hlaupa.


Það má einnig notast við njólann.

30.07.2010 01:28

Fólk í Flatey

Alltaf er nú gaman að taka myndir af fólkinu í Flatey.  Þá á ég helst við "íbúa" Flateyjar frekar en ferðamennina, þó þeir setji sterkan svip á eyjuna.  Hér eru fjórar myndir af "íbúum" Flateyjar við hin ýmsu verk og ein af ferðamönnum.  Gunnar stiður tankinn svo hann detti ekki, þ.e. tankurinn. Elín Hanna liggur og gefur öndunum brauð, því ekki standa.  Guðmundur var að skrapa en náði varla upp og hélt sér þá í hæsta punktinn og hálfhékk þarna, til þerris líklega.  Þá var það sá gamli á Millustöðum sem ég veit ekki hvað heitir, en reikna með að það komi frá einhverjum.  Að lokum er mynd af tveimur ferðamönnum, útlendingum, græjukörlum, hef ekki fleiri lýsingarorð yfir þá.  Ekki laust við að maður óski sér að þeir gefi manni græjurnar, svona af því bara.  Nóg komið í bili.


Gunnar Sveinsson Eyjólfshúsi.  Flatey 27. júní 2010


Elín Hanna gefur ungum brauð.  Flatey 28. júní 2010


Guðmundur hangir á mæninum á Vogi.  Flatey 02. júlí 2010


? við Setrið á Myllustöðum.  Flatey 02. júlí 2010


Svo ein af útlendum græjukörlum.  Ekki laust við að maður öfundi þá.  Flatey 02. júlí 2010

30.07.2010 01:15

Skáld í Flatey

Þeir sem þekkja eitthvað til sögu Flateyjar vita að þar hafa margir þjóðþekktir einstaklingar dvalið m.a.Sigvaldi Kaldalóns, Halldór Laxness, Þorbergur Þórðarson, Jökull Jakobsson, Nína Björk svo eitthvað sé nefnt.  Í einum glugganum á Eyjólfspakkhúsi rak ég augun í þenna "fjaðurpenna" og fannst hann nokkuð táknrænn fyrir þetta merkisfólk sem hefur verið í Flatey. 


Flatey 02. júlí 2010

30.07.2010 01:01

Magnmyndir úr Flatey

Ég hef verið að vinna myndir frá síðustu Flateyjarferð og setti inn nokkrar myndir.  Á talsvert eftir, hef gefið mér lítinn tíma í þetta upp á síðakastið en þetta kemur allt í rólegheitum. 
Hér eru þrjár sem mig langar að kalla "Magnmyndir".  Íbúar í Flatey veiða sér til matar, íbúar og gestir drekka kók úr bauk og svo eitthvað úr flöskum líka.  Fyrir þá sem ekki vita þá eru söfnunarkassar fyrir dósir og flöskur sem eru til styrktar kirkjunni í Flatey.


Þorskur var það heillin.  Flatey 30. júní 2010


Dósasöfnum fyrir kirkjuna.  Flatey 02. júlí 2010


Flöskusöfnun fyrir kirkjuna.  Flatey 02. júlí 2010

26.07.2010 23:45

Lopapeysutískan

Tengdamóðir mín hún Gréta Bents hefur verið iðin við að prjóna lopapeysur á allan kvenlegginn í fjölskyldunni.  Það vildi svo til að alls voru 7 lopapeysur af 10 til staðar sem Gréta var búinn að prjóna.  Gréta er byrjuð á 11 peysunni ef talning okkar er rétt.  Smellt var af nokkrum myndum og eru þær í albúmi.  Myndirnar eru teknar í Flatey á Breiðafirði.


Þjóðlegt, íslenska ullin og þjóðfáninn.  Hér er Gréta framan við hópinn.


Hér sjást peysurnar betur.

11.07.2010 23:36

Hjaltalín með tónleika

Hjaltalín hélt tónleika í Samkomuhúsinu í Flatey á Breiðafirði 01. júlí 2010.  Myndir komnar inn af þeim viðburði.


Snorri Helgason hitaði upp fyrir Hjaltalín.




Mikill fjöldi áhorfanda var á tónleikunum.  Hluti þeirra sést á þessari mynd.

11.07.2010 23:31

Hjálmar á balli í Flatey

Myndir komnar inn frá ballinu sem Hjálmar héldu í Samkomuhúsinu í Flatey 26. júní 2010.  Mikill fjöldi fólks mætti á svæðið.  Ég tók ekki margar myndir inni á ballinu, enda fór ég ekki á ballið.  Fékk að fara inn og smella af tveim myndum af hljómsveitinni að spila.


Gestir voru á öllum aldri.  Arnar, Róbert Max og Jón Alfreð.


Þessi vildi komast út af ballinu, fannst heitt.  Hann skreið út um gluggann.


Hann skreið reindar inn aftur.  Fannst svo margt fólk við dyrnar að hann kaus þessa leið.

11.07.2010 12:45

Menningarviðburðir í Flatey 26. júní - 03. júlí 2010

Langar að segja ykkur frá hvaða helstu fréttaviðburðir voru í Flatey á meðan við stoppuðum þar frá 26. júní - 3. júlí 2010. 

26. júní 2010 voru tónleikar í Flateyjarkirkju.  Þar sungu karlakór Kjalnesinga.  Við misstum af þessum tónleikum en vorum svo heppin að meðan kórinn beið eftir Baldri þá söfnuðust þeir víða um eyjuna og sungu.  Hér má sjá þá framan við Hótelið standa í hring og syngja fyrir gesti.  Þeir voru flottir.  Hér má sjá kórinn framan við Samkomuhúsið syngja undir berum himni áhorfendum til mikillar gleið.


26. júní 2010 var ball í Samkomuhúsinu/Hótelinu í Flatey.  Þar spilaði hljómsveitin Hjálmar og var mikill fjöldi fólks mættur á svæðið.  Talsvert af fólki kom með bátum frá Stykkishólmi til að fara á ballið og var mikið fjör á svæðinu.  Hér má sjá Hjálma á sviði í Samkomuhúsinu í Flatey 27. júní 2010 eftir miðnættið. 


01. júlí 2010 voru tónleikar í Samkomuhúsinu.  Hljómsveitin Hjaltalín tróð upp fyrir framan mikinn fjölda áhorfanda sem allir skemmtu sér vel eftir því sem ég best veit.  Hér eru Hjaltalín á sviðinu í Samkomuhúsinu í Flatey.  Á neðri myndinni sést hluti áhorfanda.


03. júlí 2010 Bátadagar í Flatey.  Svo voru að sjálfsögðu bátadagarnir.  Þá komu þeir siglandi á gömlum bátum sem gerðir hafa verið upp.  Þarna voru á ferð tíu áhugamenn um svokallað breiðfirskt bátalag.  Hvort þessir bátar eru allir með því laginu hef ég ekki hugmynd um en bátarnir eru flottir.

Læt þetta duga um menningarlega viðburði í Flatey á Breiðafirði þessa vikuna.  Alltaf nóg um að vera fyrir þá sem vilja.

11.07.2010 12:19

Fuglar í Flatey 2010

Fuglalífið í Flatey á Breiðafirði er fjölbreytt og gaman að rölta um og fylgjast með fuglunum.  Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem ég tók en margar fleiri eru í albúmum.  Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tók ég myndir af m.a. fýl, teistu, kríu, lóuþræl, snjótittlingum, þúfutittlingum, stelkum, æðarfugli svo eitthvað sé nefnt. 


Fýll, það komast ekki allir að borðinu.  Flatey 01. júlí 2010


Óðinshani.  Flatey 28. júní 2010


Stelkur.  Flatey 27. júní 2010


Teista, flugtak.  Flatey 28. júní 2010


Þúfutittlingur.  Flatey 28. júní 2010

10.07.2010 17:03

Krrrrrrííííí

Ákvað að gera tilraun til að ná kríunni þegar hún steypir sér á mig.  Nokkrum myndum náði ég og má sjá afraksturinn í albúmi.  Hér eru tvær og vona ég að þær skili því sem ég var að reyna að ná. Krrrrríííí.  Þess má geta að eftir þessa Flateyjarferð var ég með um 15 sár á hausnum eftir kríurnar. 




Kría í Flatey 27. júní 2010

08.07.2010 21:52

Bátadagar í Flatey

Þá eru myndirnar fyrir bátadagana komnar inn.  Ef ég hef þetta rétt þá voru þarna 10 bátar plús 3 fylgdarbátar.  Ég ætla að setja nöfn þeirra allra inn á myndirnar svo þið eigið að sjá hvað þeir heita.  Vona bara að ég ruglist ekki.  Þetta voru allt glæsilegir bátar sem þarna voru á ferð.  Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég geri einum bátnum aðeins meira undir höfði en hinum þar sem eigendurnir komu í heimsókn í Bræðraminni.  Í þessari bátalest voru tveir bátar frá Hvallátrum - Ólafur og Björg, einn frá Skáleyjum - Bjargfýlingur, tveir úr Flatey - Hringur og Rita, einn með tengls við Rauðseyjar - Gustur, tveir frá Patreksfirði - Máni og ?, einn frá Reykhólum - Hafdís og svo Sprengur sem ég náði ekki hvaðan kæmi en eigandi hans er Hjalti Hafþórsson.


Hluti af bátunum sem komu siglandi til Flateyar ö3. júlí 2010


Sprengur, eigandi Hjalti Hafþórsson.  03. júlí 2010


Máni, frá Patreksfirði.  Flatey 03. júlí 2010



06.07.2010 22:01

Flatey 26. júní - 3. júlí 2010

Kominn heim.  Var í Flatey á Breiðafirði frá 26. júní til 3. júlí og kom heim með 1357 myndir sem ég þarf að fara yfir og skoða.  Í Flatey var margt að gerast, fuglar, fólk, þrennir tónleikar og bátadagar svo eitthvað sé nefnt.  Tók myndir af þessu öllu.  Reyni að setja inn myndir eins hratt og kostur er og blanda því soglítið svo allir geti notið 

Ákvað að setja inn tvær myndir svona til að hita sjálfan mig upp.  Fyrri báturinn var settur á flot 02. júlí til að gera klárt fyrir bátadaga í Flatey.  Báturinn heitir Hringur, eigandi Bjarni í Bergi.
Seinni myndir er af Gusti sem var einn af tíu bátum sem komu siglandi í Flatey á bátadögum 03. júlí 2010.  Mun setja inn myndir frá Bátadögum við fyrsta tækifæri.


Hringur á siglingu við Flatey á Breiðafirði, 02. júlí 2010.


6872 Gustur SH 172.  Bátadagar í Flatey 03. júlí 2010.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332638
Samtals gestir: 31569
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:37:15