Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.07.2010 12:45

Menningarviðburðir í Flatey 26. júní - 03. júlí 2010

Langar að segja ykkur frá hvaða helstu fréttaviðburðir voru í Flatey á meðan við stoppuðum þar frá 26. júní - 3. júlí 2010. 

26. júní 2010 voru tónleikar í Flateyjarkirkju.  Þar sungu karlakór Kjalnesinga.  Við misstum af þessum tónleikum en vorum svo heppin að meðan kórinn beið eftir Baldri þá söfnuðust þeir víða um eyjuna og sungu.  Hér má sjá þá framan við Hótelið standa í hring og syngja fyrir gesti.  Þeir voru flottir.  Hér má sjá kórinn framan við Samkomuhúsið syngja undir berum himni áhorfendum til mikillar gleið.


26. júní 2010 var ball í Samkomuhúsinu/Hótelinu í Flatey.  Þar spilaði hljómsveitin Hjálmar og var mikill fjöldi fólks mættur á svæðið.  Talsvert af fólki kom með bátum frá Stykkishólmi til að fara á ballið og var mikið fjör á svæðinu.  Hér má sjá Hjálma á sviði í Samkomuhúsinu í Flatey 27. júní 2010 eftir miðnættið. 


01. júlí 2010 voru tónleikar í Samkomuhúsinu.  Hljómsveitin Hjaltalín tróð upp fyrir framan mikinn fjölda áhorfanda sem allir skemmtu sér vel eftir því sem ég best veit.  Hér eru Hjaltalín á sviðinu í Samkomuhúsinu í Flatey.  Á neðri myndinni sést hluti áhorfanda.


03. júlí 2010 Bátadagar í Flatey.  Svo voru að sjálfsögðu bátadagarnir.  Þá komu þeir siglandi á gömlum bátum sem gerðir hafa verið upp.  Þarna voru á ferð tíu áhugamenn um svokallað breiðfirskt bátalag.  Hvort þessir bátar eru allir með því laginu hef ég ekki hugmynd um en bátarnir eru flottir.

Læt þetta duga um menningarlega viðburði í Flatey á Breiðafirði þessa vikuna.  Alltaf nóg um að vera fyrir þá sem vilja.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 187
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2904949
Samtals gestir: 223248
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 13:01:14