Ég hef verið að vinna myndir frá síðustu Flateyjarferð og setti inn nokkrar myndir. Á talsvert eftir, hef gefið mér lítinn tíma í þetta upp á síðakastið en þetta kemur allt í rólegheitum.
Hér eru þrjár sem mig langar að kalla "Magnmyndir". Íbúar í Flatey veiða sér til matar, íbúar og gestir drekka kók úr bauk og svo eitthvað úr flöskum líka. Fyrir þá sem ekki vita þá eru söfnunarkassar fyrir dósir og flöskur sem eru til styrktar kirkjunni í Flatey.

Þorskur var það heillin. Flatey 30. júní 2010

Dósasöfnum fyrir kirkjuna. Flatey 02. júlí 2010

Flöskusöfnun fyrir kirkjuna. Flatey 02. júlí 2010