Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Mars

27.03.2008 10:56

Fjörulallar

Þar sem ég sagði frá því að ég hefði tekið myndir af tveimur fjörulöllum þá ákvað ég að setja inn mynd hér.  Hér má sjá Leif og Elínu Hönnu þar sem þau reyna að bjarga kastalanum með varnargarði.  Sjá má hvernig til tókst, fleiri myndir í myndaalbúminu.


Þegar kastalasmíðin hófst var langt í að sjórinn næði til þeirra, en eftir smá stund............


Barátta upp á líf og dauða að bjarga kastalanum...........tókst það.........sjón er sögu ríkari.

26.03.2008 00:38

Snæfellsnes um páskana

Fórum á Snæfellsnesið um páskana.  Náði nokkrum þokkalegum myndum af landslagi, fuglum og af Elínu Hönnu og Leifi Harðarsyni að leik í fjörunni.  Myndirnar af þeim að leik má sjá í möppu sem ég kalla Fjöruferð á Snæfellsnesi.


Þessi músarrindill var við bæinn Tröð.


Þessi rjúpa var við skógræktina í Stykkishólmi.  Þetta er kvenfugl en karlinn var þarna líka og myndir af honum má sjá einnig á síðunni.


Svartbakafell til hægri og Kaldnasi til vinstri.

21.03.2008 01:02

Fleiri álftir og stokkendur

Ég hef fallið fyrir álftinni, það kemst nánast ekkert að nema að mynda álftina núna.  Fór aftur að Bakkatjörn þann 19. mars og náði nokkrum myndum.  Þarna var mikill fjöldi álfta og því gaman að taka myndir af þeim eins og þið getið séð.  Til að þetta verði ekki einum og einhæft þá tek ég nokkrar myndir af stokköndum í leiðinni.  Einn stokkandarkarlinn var nú frekar undarlegur á að líta, greinilegt að eitthvað vantaði í litinn á honum, á að vera með brúna bringu og hvítan hring um hálsinn.   18.03.2008 19:03

Fleiri fuglar á Bakkatjörn

Valdi nokkrar myndir í viðbót sem ég tók á Bakkatjörn.  Þessi æðarbliki leitar að vatni.  Virðist vera einn í heiminum.

18.03.2008 18:34

Álftir á Bakkatjörn.

Skrapp að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og tók nokkrar myndir af álftum.  Setti nokkrar myndir inní fuglamöppuna.  Hér má sjá eina sem ég heimfæri á veiðimenn og kalla hana því einfaldlega........Hann var svona stór.............alveg satt.

12.03.2008 17:06

Vetur konungur

Tók nokkrar myndir við Kaldársel þann 08.03.2008.  Eitthvað  af þeim myndum má sjá í albúminu Vetarmyndir.  Ein hér sem sýnir Helgafell í gegnum tré.  Veðrið var einu orðisagt frábært.

11.03.2008 19:07

Guðný Tómasdóttir, blessuð (fermd)

Þann 09. mars 2008 tók ég það verkefni að mér að ljósmynda í blessun (fermingu) Guðnýar Tómasdóttur.  Blessunin var haldin í Veginum og var mjög gaman að vera með í þessari athöfn.  Þetta var dagurinn hennar Guðnýar og afraksturinn má sjá í myndaalbúmi merktu Guðnýju.  Hér eru tvær myndir af fermingarbarninu.  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434210
Samtals gestir: 272015
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 18:54:35