Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2021 Febrúar

24.02.2021 22:16

Öxney

Öxney

Báturinn var fullsmíðaður árið 2016.  Báturinn er 5,85 m. að lengd, 2,02 m. á breidd og 0,93 m. á dýpt.  Í honum er 30 ha. Yanmar vél.  Báturin er smíðaður úr furu og eik og er með utanáliggjandi stýri. Eigandi bátsins er Sturla Jóhannesson frá Öxney á Breiðafirði.  Bátinn hyggst Sturla nota við hefðbundnar hlunnindanytjar við Breiðafjörð.


Byggingasaga þessa báts er um margt sérstök.

Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) hefur staði fyrir námskeiðahaldi í gerð súðbyrðinga í samvinnu við Iðu fræðslusetur. Tilgangur námskeiðanna er að viðhalda þekkingu í gerð og vinnubrögðum við smíði slíkra báta sem hafa verið smíðaðir allt frá landnámi og byggja á smíðahefð víkingaskipanna. 

Hafliði Már Aðalsteinsson skipasmíðameistari frá Hvallátrum á Breiðafirði og Eggert Björnsson bátasmiður hafa annast kennslu á námskeiðunum.

Í byrjun árs 2012 hannaði Hafliði og teiknaði bát sem er byggður á hefðbundnum breiðfiskum hlunnindabátum en aðeins breiðari og dýpri en þeir voru.  

Hafliði notaði síðan hönnunina á 6 námskeiðum sem haldin voru frá því í febrúar árið 2012 og fram í mars 2013. Alls tóku um 50 menn þátt í námskeiðunum. Lagður var kjölur að bátnum og hann síðan fullbyrtur og sett í hann 4 bönd. 

Síðan hefur ekkert verið unnið í bátnum þangað til í vetur (2016) að Hafliði og Eggert tóku sig til og kláruðu að smíða bátinn og setja niður vélbúnað og fullgera hann.


Ráðgert er að sjósetja nýjan súðbyrtan bát í Kópavogshöfn á laugardaginn 7. maí 2016 nk.

Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og hefur gefið honum nafnið Öxney.

Heimild: Bátasmíði.is Nýr súðbyrðingur sjósettur (batasmidi.is)


Öxney á fullri ferð í Stykkishólmi, Sturla við stýrið, 11.ágúst 2018.  Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson

24.02.2021 22:03

Sigurður Jónsson, Skagaströnd

Sigurður Jónsson HU-18.    (5256)

Báturinn var smíðaður á Skagaströnd 1966.  Stærð: 3,07 brl. Smíðaár 1966. Fura og eik.  Afturbyggður opinn súðbyrðingur. Vél 8 ha. SABB.

Bátinn teiknaði og smíðaði Björn Sigurðsson Jaðri, Skagaströnd, fyrir syni sína Hallbjörn og Sigurð Björnssyni.  Þessi bátur var fyrsti báturinn sem Björn Sigurðsson hannaði og smíðaði.

Báturinn var ekki skráður hjá Siglingastofnun fyrr en árið 03.maí 1974 og þá á Björn Sigurðsson, Skagaströnd.

Í upphafi var báturinn aðeins nefndur Sigurður en við skráningu hans bættist Jónsson við þar sem einkaleyfi var á Sigurðar nafninu.

Báturinn var gerður út á færi og grásleppuveiðar frá 1965 til ársins 1980 en þá lagður til hliðar og settur í geymslu.

Báturinn hét Sigurður Jónsson HU-18, með heimahöfn á Skagaströnd, er hann var felldur af skipaskrá 24. nóvember 1986 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið skoðaður árum saman.

Heimildir:  Siglingastofnun. "Sjósókn frá Skagaströnd."


Sigurður Jónsson í höfn á Skagaströnd 11.júlí 2020.  Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson


Þann 11.júlí 2020 tók ég myndir af bátnum í höfninni á Skagaströnd og greinilegt að vel er hugsað um bátinn.

Heimild: aba.is og viðtal við einn eiganda bátsins.

24.02.2021 21:34

Nafnlaus, Trékillisvík

Nafnlaus bátur.

Þann 14.júlí 2020 vorum við hjónin á ferðinni á Vestfjörðum n.t.t. í Trékillisvík.  Þá kom ég auga á þennan fallega bát í fjörunni neðan við bæinn Árnes í Árneshreppi.  Rætt var við eiganda bátsins.

Núverandi eigandi bátsins er Ingólfur Benediktsson Árnesi 2, Árneshreppi.  Hann sagði bátinn hafa verið smíðaðann fyrir föðurbróður sinn einhverntíma á árunum 1944-1947.  Báturinn hefur aldrei borið neitt nafn.  Ingólfur sagði að báturinn hafi mest verið notaður í dúntekju úti í eyjunum.


Nafnlaus bátur í Trékillisvík, 14.júlí 2020.  Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1420
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 5588
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 340669
Samtals gestir: 31808
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 20:52:16