Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.07.2011 23:24

Frystihúsið í Flatey

Það eru alltaf einhverjar framkvæmdir í Flatey og er það af hinu góða.  Í fyrra hófst viðgerð á frystihúsinu og veitti ekki af sögðu sumir.  Ég set hér inn nokkrar myndir sem sýna þróunina frá 07. júlí 2006 þar til 27. júní 2011. Nú getið þið dæmt þetta sjálf hvort ekki var þörf á viðgerðum og svo hvernig til hefur tekist.


Gaflinn á frystihúsinu var að hruni kominn 07. júlí 2006


Svona leit þetta út 11. júní 2009


Við upphaf viðgerða, 01. júlí 2010


Búið að laga gaflinn, skipta um hluta af þaki o.fl. 27. júní 2011

13.07.2011 22:50

Smá - eitthvað!

Er að vinna við myndirnar sem ég tók í Flatey á Breiðafirði, þ.e. aðrar en bátamyndirnar.  Langar að setja inn myndir af þeim vinkonum Elínu Hönnu og Þorbjörgu.  Þorbjörg kom með okkur í Flatey og vona ég að hún hafi nú ekki meint af því:)  Alla vegna höfðum við gaman af að hafa hana með okkur.




Smá flipp á þeim vinkonunum.  24. júní 2011


Smá nammi, það leynir sér ekki á svipnum.  26. júní 2011


Smá rasssæri, leynir sér ekki heldur:-)  28. júní 2011

13.07.2011 22:41

Vesturbúðarbáturinn ?

Þessi bátur tilheyrir Vesturbúðum í Flatey á Breiðafirði. 

Á eftir að fá sögu bátsins.  Smellið á myndina og sjáið fleiri myndir af bátnum.

Meira síðar..................


Bátur sem tilheyrir Vesturbúðum í Flatey.  27. júní 2011


25. júní 2011

13.07.2011 21:41

Kópur

Ég sagðist ekkert vita um þennan bát en það var ekki rétt.  Eftir að hafa fengið að vita að þetta væri Kópur þá vissi ég að ég hafði þegar fjallað um hann hér á síðunni http://rikkir.123.is/blog/record/474383/ .

Mér til afsökunar þá myndaði ég bátinn á floti og því áttaði ég mig ekki á hvaða bátur þetta væri.  Eða eigum við að segja að það sé aldurinn sem er farinn að segja til sín:-)  

Það var Þórarinn Sighvatsson sem hjálpaði mér við þetta og þakka ég honum kærlega fyrir aðstoðina.

Smellið á myndirnar og kíkið á fleiri myndir af bátnum.


Kópur var í Maðkavík í Stykkishólmi.  01. júlí 2011



Kópur 01. júlí 2011

12.07.2011 21:59

Fiskibátar

Þessi tók smá prufutúr út úr Hafnarfjarðarhöfn og kom svo nokkuð fljótt til baka aftur.  Tók nokkrar myndir af bátum 5. júlí í Hafnarfjarðarhöfn.  Þriðja myndin er af einum sem skrapp á sjóstöng.  Þeir þurfa nú ekki að vera stórir til að gera út.




2782 Bót HF 81, Hafnarfjörður 05. júlí 2011


05. júlí 2011

11.07.2011 18:20

Teista

Teistan varð líka á vegi mínum.  Hér eru tvær myndir af teistum.  

Fyrri myndin finnst mér svolítið skemmtileg.  Sumum fuglaáhugamönnum finnst fugl sem er á flugi, eins og þessi teista ekki góð mynd.  Af hverju?  Jú, það er greinilegt að ég hef fælt hann upp sem þykir ekki gott.  Ég er nú ekki alltaf sammála þessum körlum sem segja þetta. 

Hvað finnst mér sjálfum um þessa mynd.  Mér finnst hún nokkuð góð vegna þess að hún er að fljúga burtu.  Þá finnst mér römmunin hafa tekist vel til, sem reyndar var heppni, en fuglinn er að fljúga út úr myndfletinum og þessi mynd segir nákvæmlega hvað er að gerast.  Fuglinn er að fljúga á brott þar sem ég var komin aðeins of nærri.  Eina sem ég get virkilega sett út á hana er að hún er ekki 100% skörp.  Litir og eitthvað það læt ég aðra um að dæma.


Teista.  Flatey 30. júní 2011


Teista.  Flatey 30. júní 2011

11.07.2011 17:48

Óðinshani

Tók "nokkrar" myndir í Flatey á Breiðafirði um daginn.  Þar á meðal varð þessi óðinshani á vegi mínum.  Hann er hér að eltast við flugur.  Það þykir ekki góð mynd af fugli ef sést aftan á hann.  Þessar myndir hins vegar sýna atferli hans að hluta til.  Það sem uppá vantar eru snúningurinn þegar hann hrærir upp botninn. 

Óðinshandi er einn þriggja "hana" sem hafa sést hér á landi og annar tveggja sem verpa hér á landi.  Hinir tveir eru þórshani sem er sjaldgæfur varpfugl hér á landi og svo freyshani sem er flækingsfugl. 

 

 
Óðinshani veiðir sér flugu til matar.  Flatey 30. júní 2011

11.07.2011 16:02

Hluti listaverka

Listaverk eru eins og listamennirnir skapa þau.  Hins vegar er ekkert sem segir að ef ég tek mynd af þeim þurfi ég að mynda það allt.  Hér eru tvö dæmi af verkum Ásmundar Sveinssonar.  Minnir að þau heit, Veðurathugun eða veðurathugunarmaðurinn og hitt sé Móðir mín í kví-kví.  Mig minnir það alla vegna.


Veðurathugun.  10. júlí 2011


Móðir mín í kví-kví.  10. júlí 2011

11.07.2011 00:36

Glæsilegt fley

Þetta glæsilega skip, Statsraad Lehmkuhl, hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðustu daga.  Ég smellti myndum af skipinu.


Statsraad Lehmkuhl í Reykjavíkurhöfn 09. júlí 2011


09. júlí 2011


09. júlí 2011


09. júlí 2011

11.07.2011 00:20

Mæðgur

Má til með að setja hér inn myndir af Elínu Hönnu og Elfu Dögg sem ég tók í garðinum við safn Ásmundar Sveinssonar.  Þær voru í stuði eins og sjá má á neðri myndinni. 


Elín Hanna í garðinum við safn Ásmundar Sveinssonar, 10. júlí 2011


Mæðgur í stuði, 10. júlí 2011


10. júlí 2011

10.07.2011 23:56

Safnadagar 10. júlí 2011

Við fjölskyldan höfum haft það fyrir sið á síðustu árum að þegar auglýstir eru safnadagar, eins og voru í dag, þá förum við að kíkjum á einhver söfn.  Nú völdum við að fara á safn Ásmundar Sveinssonar og Einars Jónssonar.  Ég held að óhætt sé að segja að við höfðum mjög gaman af þessu.  Hef einu sinni áður komið í safn Einars Jónssonar en aldrei í safn Ásmundar Sveinssonar, ekki svo ég muni alla vegna.

Á safni Ásmundar fannst mér mest gaman að sjá skissurnar af verkunum hans og svo verkið sjálft hjá skissunum.  Sjá þróunina í verkinu á skissunum og svo endanlegu útgáfuna.  List Ásmundar svolítið gróf, þ.e. línur og hlutföll.

Á safni Einars mátti sjá slatta af málverkum hans og svo auðvitað höggmyndir.  Ævintýraveröld sem hann hefur málað og svo einnig búið til í verkum sínum.  Höggmyndirnar hans sýna mikil smáatriði og nákvæmni myndi ég segja.

Helsi munur á þessum mönnum, að mínu mati, er sá að verk Ásmundar eru grófari en Einars.  Á þessum tveimur myndum sem ég tók í dag er hægt að sjá hvað ég meina.  Ásmundur frekar grófur en Einar fínlegur og nákvæmur.  Hughrifin fannst mér eins þrátt fyrir muninn á verkunum.


Hluti af verki Ásmundar Sveinssonar.  Safnadagur 10. júlí 2011


Vernd, eitt af verkum Einars Jónssonar. Safnadagar 10. júlí 2011

09.07.2011 02:00

Búlki ex Þráinn

Þráinn var smíðaður 1947 af Gesti Gíslasyni frá Hreggstöðum á Barðaströnd fyrir Steinþór Einarsson.  Gestur var yfirsmiðurinn yfir þessu verki og Steinþór honum til aðstoðar.  Báturinn var smíðaður í skemmu sem stóð bak við Klausturhóla í Flatey á Breiðafirði.  
Þráinn var tvö og hálft tonn að stærð með 5 hestafla Sleipner vél.

Hafsteinn sagði mér að Gestur hafi smíðað þrjá báta og Þráinn hafi verið síðastur þeirra og langbest smíðaði báturinn.  Þetta væri hörku sjóskip.

Haustið 1953 keypti Einar Steinþórsson bátinn af föður sínum.  Einar flutti svo Þráinn með sér í Stykkishólm 1954 þegar hann flutti þangað úr Flatey.
Á tímabilinu 1956 seldi Einar Þráinn vitaverðinum í Höskuldsey á Breiðafirði, Kjartani Eyþórssyni.
Einar kaupir Þráinn aftur af Kjartani 1959 en þá var búið að skipta um vél og nú var 7 ha. Volvo Penta dísel vél í bátnum.
Einar selur svo Hafsteini bónda Guðmundssyni í Flatey á Breiðafirði bátinn 1966 og Hafsteinn skiptir um nafn og kallar bátinn Búlka.
Þráinn/Búlki er enn til, 64 ára  gamall og mikið endurnýjaður að sögn Hafsteins.

Þegar ég skoðaði bátinn sá ég að búið var að lagfæra mikið í bátnum.  Þó mátti sjá að efsta umfarið var gamalt, hluti af öðru umfari og þá sýndist mér einnig hluti af þriðja umfari væru gamalt.  Þá var búið að skipta út böndum, stefni og kjöl.

1974 var sett í bátinn 10 ha. Sabb vél og 1985 var sett í hann ný 10 ha. Sabb vél.

Í ágúst 2011 var sett ný vél í bátinn, Volvo vél.  Vélin sem sést á miðju myndinni hér að neðan. 


Einar Steinþórsson við Búlka ex Þráinn, 30. júní 2011 í Flatey á Breiðafirði


Búlki ex Þráinn, 25. júní 2011


Þráinn, komið í land úr skarfafari.  Um borð talið frá vinstri, Þorvarður Kristjánsson Bræðraminni, Halli Bergmann Bentshúsi, Ólafur Steinþórsson, Steinþór Einarsson, Sigurbergur Bogason og Stirkár Sveinbjörnsson.

09.07.2011 00:31

Meira frá Bátadögum

Fleiri myndir komnar inn frá Bátadögum 2011.  Smellið á mynd og þá er farið beint inní myndaalbúmið.  Hér eru þrjár myndir svona til gamans.


Rúna siglir seglum þöndum


Þytur siglir einnig seglum þöndum


Þytur, Bjargfýlingur og Gustur

06.07.2011 09:12

Þjórsá

Á ferðum mínum um landið kemur oft upp í hugan "Þetta er alger náttúruperla".  Ég held að ég sé svona ósköp venjulegur Íslendingur sem finnst landið fallegt og er stoltur af því.  Það er gaman að fara með vini sína og sýna þeim svæði sem þeir hafa aldrei séð áður og sjá hrifningu þeirra.
Svo er það hið gagnstæða.  Þau svæði sem við höfum eyðilagt og menn eru jafn hissa á að sjá þau svæði.  Við eigum ekki markar stjórar ár til að dást að og til eru þeir menn sem vilja virkja allar ár sem til eru á landinu, held ég að ég geti sagt.

Þjórsá er "sögð" vera lengsta áin á Íslandi, 230 km. löng.  Þjórsá hefur verið virkjuð og þeir vilja virkja meira.  En hvernig lítur Þjórsá út í dag á virkjunarsvæðinu.


Þjórsá þurr, 22. júní 2011

Svona lítur árfarvegur Þjórsár út í dag, þurr og hægt að ganga yfir hann á þurrum fótum.  Er þetta það sem við viljum.  En hvar er þá Þjórsáin sjálf.


Hér má sjá Þjórsána, 22. júní 2011

Þjórsána eins og hún lítur út í dag á miðsvæðinu, fyrir neðan Sultartangavirkjun.  Hún er leidd í "skipaskurði" í átt að Búrfellsvirkjun.  Eftir Búrfellsvirkjun er Þjórsá leidd aftur í sinn gamla farveg og við sjáum ána aftur í neðri hluta Þjórsár.

Þjórsá er lengsta áin, 230 km. löng.  Er hægt að segja þetta?  Áin rennur ekki nema að hluta til í sínum eigin farvegi.  Ef við virkjum meira þá verður Þjórsá kanski eins og punktalína - - - - -. 

Jája, nóg um áróður og snúum okkur að alvörunni.

05.07.2011 23:30

Gjáin og fleira

Dagana19-23. júní vorum við, fjölskyldan, svo heppin að vinafólk okkar bauð okkur í sumarbústað til sín að Flúðum.  Þetta voru miklir leitidagar sem fóru í að njóta þessa að vera í bústaðnum, spila, heitur pottur, góður matur og bara njóta þess að vera í fríi. 
Oftar en ekki þá er maður þreyttari eftir að hafa verið í sumarfríi en í vinnu.  Af hverju, jú, maður er á þönum alla daga til að skoða eitthvað.  Ekki fórum við neitt fyrstu dagana, ekki fyrr en miðvikudaginn 22. júní. 
Við fórum öll saman og kíktum á Gjána í Þjórsjárdal.  Veður var frekar þungbúið, skýjað og nokkrir dropar féllu.  Við létum það ekki hafa áhrif á okkur og skoðuðum Stöng og síðan gengum við í Gjána.  Þegar þangað kom var ég eins og belja að voru, hljóp um allt og smellti af myndum.  Svo þegar ég hafði lokið mér af og kom aftur til hópsins þá var ég gjörsamlega búinn.  Í síðasta kaflanum áður en ég sameinaðist hópnum þurfti ég annaðhvort að príla talsvert eða fara sömu leið til baka, mér fannst það ekki hægt svo lét mig hafa það að príla.  Það gekk upp en ég var búinn á því.  Ég jafnaði mig nú þokkalega fljótt og við röltum til baka.  Þegar ég kom að bílnum var ég þreyttur en góður. 


Sveinbjörn og Katrín 22. júní 2011


Gjáin, 22. júní 2011


Við Gjána, 22. júní 2011


Séð frá sumarbústað á Flúðum kl. 01:52, 22. júní 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24