Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

06.07.2011 09:12

Þjórsá

Á ferðum mínum um landið kemur oft upp í hugan "Þetta er alger náttúruperla".  Ég held að ég sé svona ósköp venjulegur Íslendingur sem finnst landið fallegt og er stoltur af því.  Það er gaman að fara með vini sína og sýna þeim svæði sem þeir hafa aldrei séð áður og sjá hrifningu þeirra.
Svo er það hið gagnstæða.  Þau svæði sem við höfum eyðilagt og menn eru jafn hissa á að sjá þau svæði.  Við eigum ekki markar stjórar ár til að dást að og til eru þeir menn sem vilja virkja allar ár sem til eru á landinu, held ég að ég geti sagt.

Þjórsá er "sögð" vera lengsta áin á Íslandi, 230 km. löng.  Þjórsá hefur verið virkjuð og þeir vilja virkja meira.  En hvernig lítur Þjórsá út í dag á virkjunarsvæðinu.


Þjórsá þurr, 22. júní 2011

Svona lítur árfarvegur Þjórsár út í dag, þurr og hægt að ganga yfir hann á þurrum fótum.  Er þetta það sem við viljum.  En hvar er þá Þjórsáin sjálf.


Hér má sjá Þjórsána, 22. júní 2011

Þjórsána eins og hún lítur út í dag á miðsvæðinu, fyrir neðan Sultartangavirkjun.  Hún er leidd í "skipaskurði" í átt að Búrfellsvirkjun.  Eftir Búrfellsvirkjun er Þjórsá leidd aftur í sinn gamla farveg og við sjáum ána aftur í neðri hluta Þjórsár.

Þjórsá er lengsta áin, 230 km. löng.  Er hægt að segja þetta?  Áin rennur ekki nema að hluta til í sínum eigin farvegi.  Ef við virkjum meira þá verður Þjórsá kanski eins og punktalína - - - - -. 

Jája, nóg um áróður og snúum okkur að alvörunni.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 768
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 360047
Samtals gestir: 34645
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 21:58:26