Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.07.2011 18:20

Teista

Teistan varð líka á vegi mínum.  Hér eru tvær myndir af teistum.  

Fyrri myndin finnst mér svolítið skemmtileg.  Sumum fuglaáhugamönnum finnst fugl sem er á flugi, eins og þessi teista ekki góð mynd.  Af hverju?  Jú, það er greinilegt að ég hef fælt hann upp sem þykir ekki gott.  Ég er nú ekki alltaf sammála þessum körlum sem segja þetta. 

Hvað finnst mér sjálfum um þessa mynd.  Mér finnst hún nokkuð góð vegna þess að hún er að fljúga burtu.  Þá finnst mér römmunin hafa tekist vel til, sem reyndar var heppni, en fuglinn er að fljúga út úr myndfletinum og þessi mynd segir nákvæmlega hvað er að gerast.  Fuglinn er að fljúga á brott þar sem ég var komin aðeins of nærri.  Eina sem ég get virkilega sett út á hana er að hún er ekki 100% skörp.  Litir og eitthvað það læt ég aðra um að dæma.


Teista.  Flatey 30. júní 2011


Teista.  Flatey 30. júní 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 494
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 359773
Samtals gestir: 34636
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 15:05:58