Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.07.2011 23:30

Gjáin og fleira

Dagana19-23. júní vorum við, fjölskyldan, svo heppin að vinafólk okkar bauð okkur í sumarbústað til sín að Flúðum.  Þetta voru miklir leitidagar sem fóru í að njóta þessa að vera í bústaðnum, spila, heitur pottur, góður matur og bara njóta þess að vera í fríi. 
Oftar en ekki þá er maður þreyttari eftir að hafa verið í sumarfríi en í vinnu.  Af hverju, jú, maður er á þönum alla daga til að skoða eitthvað.  Ekki fórum við neitt fyrstu dagana, ekki fyrr en miðvikudaginn 22. júní. 
Við fórum öll saman og kíktum á Gjána í Þjórsjárdal.  Veður var frekar þungbúið, skýjað og nokkrir dropar féllu.  Við létum það ekki hafa áhrif á okkur og skoðuðum Stöng og síðan gengum við í Gjána.  Þegar þangað kom var ég eins og belja að voru, hljóp um allt og smellti af myndum.  Svo þegar ég hafði lokið mér af og kom aftur til hópsins þá var ég gjörsamlega búinn.  Í síðasta kaflanum áður en ég sameinaðist hópnum þurfti ég annaðhvort að príla talsvert eða fara sömu leið til baka, mér fannst það ekki hægt svo lét mig hafa það að príla.  Það gekk upp en ég var búinn á því.  Ég jafnaði mig nú þokkalega fljótt og við röltum til baka.  Þegar ég kom að bílnum var ég þreyttur en góður. 


Sveinbjörn og Katrín 22. júní 2011


Gjáin, 22. júní 2011


Við Gjána, 22. júní 2011


Séð frá sumarbústað á Flúðum kl. 01:52, 22. júní 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 768
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 360047
Samtals gestir: 34645
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 21:58:26