Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.07.2011 23:56

Safnadagar 10. júlí 2011

Við fjölskyldan höfum haft það fyrir sið á síðustu árum að þegar auglýstir eru safnadagar, eins og voru í dag, þá förum við að kíkjum á einhver söfn.  Nú völdum við að fara á safn Ásmundar Sveinssonar og Einars Jónssonar.  Ég held að óhætt sé að segja að við höfðum mjög gaman af þessu.  Hef einu sinni áður komið í safn Einars Jónssonar en aldrei í safn Ásmundar Sveinssonar, ekki svo ég muni alla vegna.

Á safni Ásmundar fannst mér mest gaman að sjá skissurnar af verkunum hans og svo verkið sjálft hjá skissunum.  Sjá þróunina í verkinu á skissunum og svo endanlegu útgáfuna.  List Ásmundar svolítið gróf, þ.e. línur og hlutföll.

Á safni Einars mátti sjá slatta af málverkum hans og svo auðvitað höggmyndir.  Ævintýraveröld sem hann hefur málað og svo einnig búið til í verkum sínum.  Höggmyndirnar hans sýna mikil smáatriði og nákvæmni myndi ég segja.

Helsi munur á þessum mönnum, að mínu mati, er sá að verk Ásmundar eru grófari en Einars.  Á þessum tveimur myndum sem ég tók í dag er hægt að sjá hvað ég meina.  Ásmundur frekar grófur en Einar fínlegur og nákvæmur.  Hughrifin fannst mér eins þrátt fyrir muninn á verkunum.


Hluti af verki Ásmundar Sveinssonar.  Safnadagur 10. júlí 2011


Vernd, eitt af verkum Einars Jónssonar. Safnadagar 10. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 359284
Samtals gestir: 34577
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 00:57:56