Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.04.2010 21:09

Hafnarfjarðarhöfn 14. apríl 2010

Þó þungbúið hafi verið í Hafnarfirði í dag mátti sjá menn vinna vorverkin.  Verið var að vinna við skrúfuna á Hrefnu, nokkrir dagar eru síðan Bibbi Jóns var rakaður.  Fleiri voru í vorverkum.  Sjómenn að komast í sumarfílinginn.  Fleiri myndir eru í albúmi.


Hafnarfjarðarhöfn 14. apríl 2010


Hrefna og Bibbi Jóns.  14. apríl 2010

11.04.2010 02:00

Purkur

5976. Purkur var á ferðinni við Stykkishólmi 03. apríl 2010.  Ég finn hann ekki á skrá.


5976 Purkur í Stykkishólmi 03.apríl 2010

11.04.2010 01:54

1560 Sandra SH 71

1560 Sandra SH 71, var smíðaður 1979 á Skagaströnd.  Útgerðin er Rauðastjarnan ehf Rifi.

Eldri nöfn: Jökull RE 139, Var AK 39, Siggi Villi NK 17, Búi SU 174, Búi GK 230, Búi ÍS 56, Gísli á Bakka BA 25, Jökulberg SH 398, Dagur RE 10, Draupnir GK 122, Víðir KE 101, Víðir KE 301, Sandra GK 25 og núverandi nafn Sandra SH 71.


1560 Sandra SH 71 í Stykkishólmi 02. apríl 2010

08.04.2010 22:16

Æðarfugl

Tók nokkrar myndir af æðarfuglum í Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010.  Setti nokkrar myndir inn í albúm.  Hér má sjá nokkrar.


Æðarkolla.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Æðarfugl. Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Æðarfuglinn þarf líka að borða..........


og renna niður............ Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010



08.04.2010 21:55

Í höfn

Ég skrapp þann 5. apríl 2010 og tók nokkrar myndir.  Var að leita eftir einhverju tækifæri á fugla en þeir voru ekki viljugir en þá snýr maður sér bara að þeim sem eru viljugir og eru ekkert að fara, þ.e. bátarnir.  Ef heppninn er með manni þá nær maður þeim þegar þeir koma inn til lendingar eða að taka flugið ef þið skiljið hvað ég er að meina.  Bætti inn nokkrum í albúm en hér eru fjórar svona til gamans.


7032 Svalan BA 27, verið að gera klárt.  Hafnarfjarðarhöfn 05. apríl 2010


1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 og á bak við hann er 2350 Árni Friðriksson
Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010


Þrír dráttarbátar í Reykjavíkurhöfn, Leynir, Magni og einn frá Grundartanga.


2154 Mars RE 205.  Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010

04.04.2010 16:30

Álfar í Stykkishólmi, alveg satt

Ég bý í Hafnarfirði og þar er sagt að sé mikið af álfum.  Þetta er einnig sagt um Stykkishólm.  Ég var svo heppinn að sjá tvo álfa í Stykkishólmi núna.  Já, ég er ekki að ljúga þessu.  Ég var líka svo heppinn að ná myndum af þeim.  Hvað hélduði eiginlega að ég ætti við:-)


7661 Álfur SH 214.  Stykkishólmur 02. apríl 2010


7466 Álfur SH 414.  Stykkishólmur 02. apríl 2010

04.04.2010 16:25

Bjarnarhafnarfjall

Landslag í kringum Stykkishólm er að mínum mati mjög fallegt og ég fæ aldrei nóg af að taka myndir af því.  Hér er ein sem sýnir Bjarnarhafnarfjall, en fleiri myndir eru í albúmi, Stykkishólmur.


Bjarnarhafnarfjall.  Stykkishólmur 20. apríl 2010

04.04.2010 16:14

Bátar í Stykkishólmi

Var í Stykkishólmi og tók slatta af myndum.  Sá nokkuð sem ég hef aldrei séð áður.  Leiðinda sjór var og greinilegt að þeir á Ingibjörgu SH 177 þurftu á sjóinn, líklega til Ólafsvíkur.  Baldur fór síðan af stað í sína ferð til Flateyjar og Brjálslækjar og þá var Ingibjörgu siglt afturundir Baldur og í kjalsogi hans.  Ég sá þegar Ingibjörg var að sigla á eftir Baldri þá gékk sjór vel yfir bátinn.  Ég man aldrei eftir að hafa séð svona aðfarir áður og fannst þetta því nokkuð merkilegt.  Myndir af þessu í albúmi.  Hér má sjá þrjár myndir af Ingibjörgu á leið á sjóinn.

Leiðrétting:  Fékk ábendingu um að þessi Ingibjörg væri SH 177 samkvæmt nýrri skráningu en ekki 174 eins og stendur á henni.  Ingibjörg hafi verið seld nýlega, eigandi væri Útgerðarfélagði Djúpey ehf, en það er skráð í Flatey á Breiðafirði.  Það er komin ný Ingibjörg sem ber SH 174. 


2178 Ingibjörg SH 177 leggur úr höfn.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Ingibjörg fer á eftir Baldri.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Þar sem leiðinda veður var þá sigldu þeir í kjalsoginu á Baldri, þar var logn. 
Stykkishólmur 01. apríl 2010

01.04.2010 00:56

Átvagl í Reykjavíkurhöfn

Ég sá þennan skarf og fylgdist svolítið með honum.  Náði myndasirpu af honum.  Hér má sjá smá af því sem ég náði en öll serían er í albúmi, Dílaskarfur.


Dílaskarfurinn stakk sér.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Kom upp með karfa.  30. mars 2010


Svo þarf að renna honum niður, en hvernig?  30. mars 2010

01.04.2010 00:50

Reykjavíkurhöfn

Kíkti á Reykjavíkurhöfnina þann 30. mars og tók nokkrar myndir af togurunum sem þar voru.  Hér má sjá Kleifarbergið og Ottó Þorláksson.  Fleiri myndir í albúminu Skip og bátar 2010.


1360 Kleifarberg OF 2.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


1578 Ottó Þorláksson RE 203.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010

29.03.2010 00:37

Slöngu-temjari

Var eitthvað að leika mér við Hafnarfjarðarhöfn í dag og sá þessa vatnsslöngu.  Meðan ég horfði og velti fyrir mér hvort þetta væri eitthvað myndefni kom smá vindur og feykti vatnsbuninni.  Þá ákvað ég að gera þessa tilraun.  Saklaust vatn í upphafi, svo fýkur það og svo aftur logn.
Hér er ein úr seríunni.


Vatnið bunar þarna í rólegheitum úr slöngunni.  Hafnarfjarðarhöfn 28. mars 2010

27.03.2010 19:47

Hafnarfjarðarhöfn 27. mars 2010

2714 Óli Gísla GK112landaði í dag í Hafnarfjarðarhöfn.  Aflinn var um þrjú tonn og meirihluti hans var steinbítur.  Óli Gísla hefur landað s.l. mánuð í Hafnarfirði og nú fer því líkast til að ljúka þar sem þeir eru að verða kvótalausir.
Á bryggjunni stóð 2199 Bibbi Jóns ÍS165 en ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég lýsi hann sigurvegara í "Mottukeppninni".


2714 Óli Gísla GK 112 gengur frá eftir löndun.  Hafnarfjarðarhöfn 27. mars 2010


2199 Bibbi Jóns ÍS 165 á bryggjunni í Hafnarfirði.  Hafnarfjarðarhöfn 27. mars 2010

26.03.2010 09:46

Nokkrir fuglar

Þrátt fyrir að þessi sigling sem ég fór í hafi ekki snúist um fuglaskoðun þá er það nú svo að ég horfði þokkalega vel í kringum mig.  Mér telst til að ég hafi séð um 40 tegundir fugla án þess að hafa verið að leita eftir þeim.  Ekki þekki ég þá alla og eitthvað gengur mér nú erfiðlega að finna nöfn á þá.  Þið þarna fuglakarlar sem skoðið þetta mættuð því senda mér póst um þessa fugla.  Suma þekki ég en aðra ekki.  Set hér inn tvær myndir. 


Gray Kingbird.  Labadee Haiti, 09. mars 2010


Sefhæna.  Epcod, Disneyland Florida, 16. mars 2010


?. Epcod, Disneyland Florida, 16. mars 2010

22.03.2010 18:08

Hjólatúr á Cayman Island

Á Cayman Island fórum við hjónin m.a. í hjólatúr.  Kristjana Bergsdóttir, einn af frábærum ferðafélögum okkar, tók þessar myndir og sendi mér.  Ég leyfi mér að setja þær hérna inn.  Takk fyrir sendinguna Kristjana.




Á Cayman Island.  Myndir Kristjana Bergsdóttir

21.03.2010 01:20

Sigling 2010, myndir komnar inn

Við hjónin skruppum í smá ferðalag 05.-18. mars 2010.  Ferðin hófst í Orlanda Florida þar sem við dvöldum á Florida Hotel.  Þann 08. mars fórum við svo um borð í Freedom of the Seas, skemmtiferðaskip og sigldum kringum Kúbu.  Þ.e.a.s. fyrst fórum við í land á Labadee Haiti, því næst Ocho Rios Jamaika, svo Geoge Town Grand Gayman og loks Cosumel Mexikó.  Þaðan fórum við svo aftur til Orlando og vorum þrjá daga á Florida Hótel.  Þessi ferð var einu orði sagt frábær.  Við vorum 23 með fararstjóranum henni Lilju sem var eins og ungamamma, passaði uppá ungana sína allan tímann.  Þessi 23 manna hópur náði vel saman og það gerði ferðina ennþá betri.  Nú eru myndirnar komnar inn og fyrir þá sem ekki kunna þetta þá er best að smella á myndaalbúm efst á síðunni, þar koma nýjustu albúmin og smella bara á það sem þið viljið skoða.  Kæru ferðafélagar svo er endilega að kvitta fyrir sig svo ég sjái hverjir ykkar hafa skoðað.  Takk fyrir frábæra ferð.  Þrjár myndir af skipinu.  Gefið ykkur góðan tíma til að skoða þetta.


Freedom of the Seas, næst stærsta skemmtiferðaskip í heimi.


Göngugatan um borð í skipinu, verslanir og veitingastaðir um allt.


Surfing um borð í skipinu.  Karlinn lét aðra um þessa iðju.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24