Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
15.02.2011 21:38Bekkurinn á bakkabrúninni.Set hér inn tvær myndir þar sem menn sitja og fylgjast með bátunum á flóanum. Fylgdust með þeim koma inn og fara út. Auðvita leystu menn svo hin ýmsu vandamál á þessum bekk.
Skrifað af Rikki R. 15.02.2011 21:28Þrjár gamlar frá HúsavíkÆtla að setja hér inn þrjár gamlar myndir frá Húsavík. Eitt af því sem ég gerði var að reyna að ná myndum af körlunum við bryggjuna. Þar sló hjarta Húsavíkur ef svo má segja og gerir enn.
Skrifað af Rikki R. 15.02.2011 20:58Útivera, hreyfing!Ég set reglulega inn nokkrar myndir af fólki sem eru útivið, hreyfing og útivera. Myndirnar eru teknar á öllum árstíðunum.´ Set hér inn nokkrar myndir frá sumrinu 2009 þar sem tengdafólk mitt er í nokkurskonar slábolta. Á þessum myndum má sjá hver það er sem hittir boltann, auðvitað sá elsti í hópnum. Rólegur og yfirvegaður sló hann boltann. Kraftarnir hjá strákunum dugðu ekki en það sést vel að það var slegið af krafti og Klara gerði sitt besta líka. Skrifað af Rikki R. 14.02.2011 22:13List?Hvað er list? Um það eru skiptar skoðanir og það sem ég túlka sem list getur annar túlkað eins og hvert annað rusl. Þegar ég var að eltast við duggu dugg og fiðurfénað við Hafnarfjarðarhöfn sá ég líka þetta flotta "listaverk". Þetta verk er ekki hægt að selja því það breytist ótrúlega hratt. Fannst eitthvað svo einfalt við þetta, einfaldleikinn er flottur. Djö.... hvað ég er orðinn háfleygur. Ég á það sem sagt til að taka myndir af engu en þó einhverju. Eigum við ekki að segja listrænar myndir svo ég sé nú faglegur. Hvað sem öðru líður þá finnst mér eitthvað við þessa mynd og því langaði mig að leyfa ykkur að njóta með mér.
Skrifað af Rikki R. 14.02.2011 00:17Þeir koma og fara!Ég ákvað að skreppa á hafnarsvæðið eins og svo oft áður. Veðrið var nú kanski ekki það besta en mikil snjókoma var en gekk á með uppstyttum ef svo má að orði komast. Eitthvað var um báta á ferðinni og náði ég þeim á mynd. Þór HF var að fara, Taurus kom inn rétt til að fara út aftur, nokkrir mynni bátar voru að koma inn til löndunar. Myndir í albúmi fyrir þá sem hafa áhuga.
Skrifað af Rikki R. 12.02.2011 13:10Fornmynjar eða hvað!Ég hef verið svo heppinn að fá að njóta þess núna síðustu árin að einn vinnufélagi minn hefur dregið mig með sér að skoða áhugaverða staði hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru staðir sem sumir myndi kalla fornmynjar meðan aðrir, oft á tíðum ráðamenn, myndu líklega kalla þetta drasl eða eitthvað í þá veruna sem væri fyrir framförum. Þessir staðir eru hér rétt við hendina og finnst mér það forréttindi að hafa fengið að sjá þá. Nú er bara spurningin hversu lengi fá menn að njóta þessa. Þetta er hluti af sögu okkar og menningu. Ég er ekki sá fyrsti sem skrifa um þetta enda ætla ég ekki að skrifa mikið heldur vísa í þá sem hafa skrifað. Við skulum sjá tvo af þessum stöðum!
Til gamans má benda á slóð þar sem hægt er að sjá allt um skipulag nýs Álftanesvegar, sjá hér http://www.mannvit.is/Mataumhverfisahrifum/Matsskyrslur/Sjananar/23 þarna eru loftmyndir og fleira.
Meira um þetta hér http://www.hraunavinir.net/2010/11/vegurinn-sem-aldrei-var%c3%b0/ Hraunavinir Meira hér: http://blogg.visir.is/tengill/2007/11/25/2511%C2%B407/ á síðu Gunnar TH. Einnig hér : http://ferlir.is/?id=6658 á síðu Ferlis. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona að einhverjir hafi gaman af. Skrifað af Rikki R. 07.02.2011 21:20ViðbæturNýjar myndir komnar inn varðandi endurbæturnar á Kára frá Skáleyjum.
Skrifað af Rikki R. 07.02.2011 00:19Æðarkóngurinn enn í HafnarfirðiRakst á æðarkónginn / drottninguna aftur í dag í Hafnarfjaðarhöfn. Nú gekk mér betur að ná mynd af henni. Á myndinni hér að neðan getiði séð helsta muninn á kollunum tveimur. Æðarkollan er talsvert stærri en kóngurinn og þá er það höfuðlagið og goggurinn sem eru svona helstu einkenni.
Skrifað af Rikki R. 07.02.2011 00:04Konráð BA 152Sigurður Bergsveinsson sendi mér fjórar myndir af flóabátnum Konráð BA 152. Þetta eru myndir sem faðir hans, Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason hafði tekið 1948 þegar unnið var að hafnargerði í Flatey. Þakka ég kærlega fyrir mig. Set hér inn þrjár myndir af þessum fjórum en allar myndirnar má sjá í myndaalbúmi.
Skrifað af Rikki R. 06.02.2011 13:31Bátar á AkranesiLeit við í höfninni á Akranesi og smellti nokkrum myndum. Að vísu verða menn að sætta sig við að bátarnir eru allir við bryggju en þeir eru þó á floti. Fleiri myndir í albúmi skip og bátar 2011.
Skrifað af Rikki R. 06.02.2011 13:15SnjótittlingurÞað var gaman að fylgjast með snjótittlingunum í ætisleit. Hópur af þeim var í melgresi og settust á stráin til að kroppa. Sum stráin voru veikbyggð og svignuðu undan þunga fuglanna. Þá var stokkið á það næsta og svo koll af kolli. Þeir virtust ná sér í eitthvert æti í melgresinu, einhver fræ. Fylgdist með þeim í smá tíma og festi á kubbinn. Setti slatta af myndum inní albúm.
Skrifað af Rikki R. 05.02.2011 22:28Litlanesbáturinn5. febrúar 2011 var ég á ferð á Akranesi. Fékk upplýsingar um að í skúr þar væri verið að gera upp bát. Upphaflega var það nú samt ekki erindi mitt á Akranes en endaði sem aðalerindið samt sem áður. Þegar ég kom í skúrinn var Hilmir Bjarnason að gera upp bát og Hafliði Aðalsteinsson var honum til hjálpar. Hafliði hafði orð á því, með smá bros á vör, að menn væru bjartsýnir í dag að gera upp svona báta. Þarna á gólfinu lá á hliðinni lítil trilla. Þeir félagar sögðu bátinn ekki bera neitt nafn en væri kallaður Litlanesbáturinn en þar hafi hann verið.
Skrifað af Rikki R. 04.02.2011 20:58Kári SH 785039 Kári SH78, var smíðaður í Stykkishólmi 1941 úr eik og furu. 3,43 brl. 7 ha. Skandia vél. Eigandi Jónas Pálsson Stykkishólmi frá 1941. Báturinn fyrst skráður 25. júní 1974. Nokkru áður var sett í bátinn 25 ha. Volvo Penta vél. 18. september 1987 var skráður eigandi Dagbjört Níelsdóttir Stykkishólmi. Frá 15. september 1988 eru skráðir eigendur Sigurður Páll Jónsson og Bragi Jónsson Stykkishólmi. 1989 var sett í bátinn 45 ha. BMW vél, sama nafn og númer. Báturinn skráður í Stykkishólmi 1997. Heimildir: Íslensk skip - bátar eftir Jón Björnsson. Skrifað af Rikki R. 30.01.2011 20:41KrummiÞegar ég kíkti á bryggjuna í dag hér í Hafnarfirði voru hrafnar að éta fiskroð. Ég fylgdist mikið með einum þeirra því hann var mjög gæfur. Ég renndi bílnum uppað honum og var í 3-4 metra færi við hann þar sem hann kroppaði, reif og sleit roðið. Hér má sjá þrjár myndir sem ég tók í dag en ég notaðist við litla flassið á myndavélinni minni. Hér sést hvernig krumma gekk.
Skrifað af Rikki R. 29.01.2011 22:01ÆðarkóngurÞann 25. janúar s.l. rak ég augun í þennan æðarkóng kvk, eða eins og við köllum hana stundum æðardrottningu þó það sé rangnefni. Hún var ein á ferð í Hafnarfjarðarhöfn og hefur verið þar í einhvern tíma. Hér er ein mynd af henni, ekki ein af mínum bestu en sönnun þess hvað ég sá.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is