Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.02.2011 22:28

Litlanesbáturinn

5. febrúar 2011 var ég á ferð á Akranesi.   Fékk upplýsingar um að í skúr þar væri verið að gera upp bát.  Upphaflega var það nú samt ekki erindi mitt á Akranes en endaði sem aðalerindið samt sem áður.  Þegar ég kom í skúrinn var Hilmir Bjarnason að gera upp bát og Hafliði Aðalsteinsson var honum til hjálpar.  Hafliði hafði orð á því, með smá bros á vör, að menn væru bjartsýnir í dag að gera upp svona báta.  Þarna á gólfinu lá á hliðinni lítil trilla.  Þeir félagar sögðu bátinn ekki bera neitt nafn en væri kallaður Litlanesbáturinn en þar hafi hann verið. 

Litlanesbáturinn er smíðaður af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum 1938.  Valdimar lést áður en hann náði að klára bátinn en Árni Einarsson Flatey tók við og setti vél í bátinn.   Vélin var af gerðinni Göta 2,5-3,5 ha. árgerð 1926.
Seinna var sett í bátinn Alpin 0.11 vél.  Vélarnar hafa bara verið tvær í bátnum en sú þriðja verður sett í þegar endursmíðinni líkur og mun þar vera á ferð Alpin 0.1, eldri vél en var í bátnum síðast.

Verið er að vinna í bátnum núna árið 2011 en mér láðist að spurja um ætluð verklok.  Talsvert þarf að skipta um í bátnum og þegar ég var þarna var Hilmir að vinna við að smíða nýjan kjöl og stefni.  Hafliði var að sníða máta af afturstefninu.  Ég tók myndir og truflaði þá félaga eins mikið og ég mögulega gat með fáránlegum spurningum svo þeim varð frekar lítið úr verki meðan ég stoppaði.

Meira síðar.


Litlanesbáturinn, 05. febrúar 2011


Litlanesbáturinn 05. febrúar 2011


Hilmir og Hafliði athuga mótið af aturstefninu. 05. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 884
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1422
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 359273
Samtals gestir: 34573
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 22:37:07