Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.05.2012 22:17

Blær

Það var Björn Jóhannsson Arney sem smíðaði bátinn, ekki vitað hvaða ár.  Sabb vél, einsstrokka, tæplega 6 metra langur.

Báturinn hét Sæsteinn áður en hann fékk nafnið Blær.

Eigendasaga:
Vantar mikið í þessa sögu og nöfn manna. ????????????

Jakob Kristinn Gestsson frá Hrappsey, kallaður Diddó.  Faðir hans var Arelíus Gestur Sólbjartarson frá Bjarneyjum á Breiðafirði.  Samkvæmt upplýsingum frá Jakobi Jakobssyni þá man hann ekki hvernig Sæsteinn kom til.   ....?

Jakob Pálsson Hamri og Hörður Sveinsson Ynnri Múla kaupa bátinn, sem hét Sæsteinn, í kringum 1996 og áttu hann í tvö ár.  Keyptu bátinn frá manni í Stykkishólmi en þá hafði báturinn verið búinn að standa eitthvað.  Þeir ætluðu sér í upphafi að setja bátinn á flot en var ráðlagt að gera það ekki.  Þegar þeir setja svo á flot þá náttúrulega lak báturinn en þétti sig og þeir hafi notað bátinn sér til ánægu.  Seldu mönnum frá Ísafirði bátinn í kringum 1998.
Gunnlaugur Valdimarsson og Halldór Sigurgeirsson kaupa bátinn af tveimur strákum frá Hamri, (Jakob og Hörður) sem er milli Haga og Brjánslækjar, á árabilinu 1995-1998.  Þannig hafi verið að þessir strákar keyptu bátinn og gerðu hann út á grásleppu.  Þeir hafi keypt bátinn af Diddó í Hrappsey, en Diddó er sonur Gestar Sólbjartarsonar.
Að lokinni grásleppuvertíð hafi strákarnir ætlað að taka bátinn í land.  Þeir settu tóg í stefni bátsins og þegar togað hafi verið í hafi það rifnað af.   Þannig var ástand bátsins þegar Gulli og Halldór keyptu hann.  Gulli sagði að þeir hafi gert bátinn upp.  Þegar þeir keyptu bátinn hét hann Sæsteinn og þegar hann seldi bátinn suður á Álftanes þá hafi hann borið sama nafn.

Jörfi á Álftanesi?????
Árni Vill kaupir hann frá Álftanesi af einhverjum ljósmyndara var mér sagt.

Akranesstrákur????
Marel Einarsson kaupir bátinn af strák á Akranesi.  Marel á bátinn frá 2003/4-2007.
Selur Herði Jónssyni bátinn.  Hörður á bátinn í eitt ár, frá 2007-2008.
Hörður selur Friðgeiri Sörlasyni bátinn sem á hann árið 2009.
Friðgeir selur síðan einhverjum manni í Mosfellsbæ bátinn. (hugsanlega Guðlaugur Jörundsson)

Þann 20. maí 2011 er eigandi bátsins Guðlaugur Jörundsson.  Hann auglýsir bátinn til sölu á facebook síðu Súðbyrðingur.

Þann 09. október 2011 er búið að selja bátinn til Hafnar í Hornafirði en hann stendur á athafnasvæði Snarfara.  Það var Lárus Óskarsson sem keypti bátinn og flutti hann til Hafnar.  Lárus ætlaði að gera eitthvað fyrir bátinn en ekkert varð af því.  Báturinn hafði því drabbast niður.

Í mars 2012 kaupir Garðar bátinn.  Hann skiptir um nafn og nú heitir báturinn Alda, eftir fyrri bát sem Garðar átti til fjölda ára.  Garðar hefur verið að taka bátinn í gegn og vonast til að koma Öldunni á flot í sumar.  M.a. hefur Garðar verið að skipta út saumi og lagfæra tréverk, þar á meðal ónýt bönd í skrokknum og á enn eftir að skipta út fleiri böndum.  Báturinn er þó að verða sjóklár.  Garðar er að taka upp vélina því hún blæs út með heddinu og hann reiknar með að það sé nóg að taka það upp og skipta um pakkningu og þá verði vélin klár.  Garðar vonast til að koma bátnum á flot í júní eða júlí, vill að hann þétti sig áður en hann hefst handa við meiri skrokkviðgerðir.

22. desember 2014.  Nú er þessi bátur kominn aftur til Húsavíkur þeir bræður mínir Ægir og Viðar  voru að koma með hann norður, það er örugglega rétt hjá Adda hann er ekki smíðaður á Húsavík. 

Meira síðar..........................


Ég á mikið verk óunnið við að finna sögu þessa báts en þetta kemur í rólegheitum, vonandi alla vegna.  Ef einhver les þetta hrafnaspark og getur bætt við þetta sem komið er endilega senda mér línu.


Blær, Reykjavík 09. október 2011


Alda eins og hún lítur út í dag.  Mynd frá Garðari, birt með leyfi hans.

22.05.2012 22:24

Á Snæfellsnesi

Það er fallegt á Snæfellsnesinu og ég tók nokkrar myndir umfram bátamyndir.  Mun setja inn myndir úr þessari ferð á Snæfellsnesið eftir því sem mér finnst henta. Það var fallegt veður í þessari ferð eins og sjá má á þessum myndum.


Grundarfjörður 20. maí 2012


Snæfellsjökull frá Máfahlíð 20. maí 2012


Fagrahlíð 17. maí 2012


Elín Hanna horfið á sólsetrið 18. maí 2012


Fagrahlíð 18. maí 2012

22.05.2012 21:15

Fróði HF 47

Fróði HF 47 - 7044
Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði 1988.  Eik og fura.  9,22 brl. 65 ha. Sabb vél.
Eigandi Grímur Ársælsson og Stefán Steinar Benediktsson, Hafnarfirði, frá 24. mars 1988. 

Þegar ég var að leita upplýsinga um bátinn þá fékk ég að vita að Steindór Arason, bróðir Hólmgeirs Arasonar trillusmiðs á Ísafirði væri að endurbyggja Fróða.  Steindór lést 15. febrúar 2012 og náði ekki að ljúka uppgerð á Fróða. 

Þann 4. mars 2012 náði ég að taka myndir af Fróða þar sem hann stóð inni í húsi, einni verbúðinni við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði.  Tréverki var nánast lokið og gat ég ekki séð betur en vandað hafði verið til verksins.  Vélin í bátnum var Sabb 48 kw. vél sem tekin var upp í Iðnskólanum fyrir þremur árum síðan og hefur líti ðverið keyrð síðan.  Menn voru að koma og skoða Fróða en nýbúið var að setja hann á sölu. 

Þann 15. apríl fékk ég sendar myndir af Fróða frá Sævari Gumundssyni.  Það var verið að hífa Fróða á vagn og búið var að selja bátinn.  Nýr eigandi væri Sigurður Pétursson Grundarfirði.

Þann 19. maí 2012 var ég staddur í Grundarfirði og tók myndir af Fróða þar sem hann var bundinn við bryggju.  Þann 20. maí var ég aftur á ferð í Grundarfirði og kíkti aftur á Fróða, þá var Siggi P um borð í bátnum.  Siggi var að vinna við að setja rafmagn í bátinn og ditta að ýmsu.  Hann var búinn að hreinsa alla málningu af bátnum og bera á bátinn.  Þá var búið að mála hluta af tréverkinu hvítt.  Báturinn tók sig mjög vel út þarna við bryggjuna og greinilegt að Siggi P mun gera bátinn klárann og hugsa vel um hann.


Fróði inni í skúr.  Hafnarfjörður 04. mars 2012


Fróði á flugi.  Mynd frá Sævari Guðmundssyni, birt með hans leyfi.


Fróði í Grundarfjarðarhöfn 19. maí 2012

21.05.2012 21:23

Benjamín og Valbjörn

1318 Benjamín Guðmundsson SH 208 sigldi undir Búlandshöfðann milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur þann 19. maí 2012.  Daginn eftir, 20. maí, sigldi 1686 Valbjörn ÍS 307 sömu leið þó aðeins utar.


Benjamín Guðmundsson SH 208, 19. maí 2012


Valbjörn ÍS 307, 20. maí 2012

21.05.2012 21:10

Stari

Rakst á þessa stara á Rifi.  Greinilegt par.  Náði að smella af myndum en þær mistókust.  Set hér inn tvær myndir af þessum sérstaka fugli og þið sjáið strax hvers vegna.  Þið fyrirgefið gæði seinni myndarinnar.  Albinóar eru ekki mjög algengir en sjást þó með reglulegu millibili meðal fugla.  Eitthvað hefur veri að sjást af störum sem eru albinóar að hluta á Snæfellsnesinu undanfarin ár.


Starar, Rif 18. maí 2012


Starar, Rif 18. maí 2012

21.05.2012 21:02

Hvítmáfur

Rakst á hvítmáfa við smábátahöfnina í Grundarfirði.  Þeir létu heyra vel í sér.  Velti fyrir mér hvort þessi "söngur" þeirra hafi verið einhver ópeuraría.  Þessi seiðandi, grófa rödd, ómaði um höfnina og barst víða.  Ég vil nú ekki gefa stjörnur fyrir sönginn.


Pavarotti hvað!  Grundarfjörður 19. maí 2012

15.05.2012 23:19

Rita og sílamáfur

Á bryggjurúntinum þá tók ég myndir af ritu og sílamáf svona til að ég gleymi ekki alveg hvernig ég ber mig við að mynda fuglana.  Á neðstu myndinni held ég að sé sílamáfur en fætur voru þó ekki gulir, meira húðlitaðir.


Rita.  Reykjavíkurhöfn 15. maí 2012


Svífur um loftin blá.  Reykjavíkurhöfn 15. maí 2012


Tel þetta vera sílamáf.  Reykjavíkurhöfn 15. maí 2012

15.05.2012 22:44

Úr ýmsum áttum

Ég tek myndir af flestu sem ég sé og hef gaman af.  Ég hef nú verið svolítið einhæfur upp á síðkastið en nú lögum við það aðeins.  Hér koma þrjár myndir sem ég hef gaman af og vona að þið hafið einnig gaman af.


Við Reykjavíkurhöfn, 02. maí 2012


Úti á túni.  Hafnarfjörður 31. mars 2012


Talnaband?  Snarfarahöfn 04. maí 2012

15.05.2012 22:22

Vorverkin eru mörg

Vorverkin eru margvísleg og geta verið miserfið.  Þessir tveir heiðursmenn, Hallfreður og Helgi, voru í garðvinnu.  Búið var að klippa allt sem átti að klippa og þarna voru þeir að slást við rót. Þeir höfðu betur.


Hallfreður og Helgi slást við rótina.  Stykkishólmur 22. apríl 2012

13.05.2012 18:48

Ella SH 28

5006 Ella SH 28
Smíðaður í Hafnarfirði 1973.  Eik og fura.  1,73 brl. 10. ha. Farymann vél.
Eigandi Matthías Björnsson Gíslabæ, Breiðuvíkurhreppi frá 31. janúar 1974.  Báturinn hét Ingibjörg SH 190, 5006.  Báturin var seldur 17. júlí 1975 Lárusi Ingibergssyni Akranesi, hát Rá AK 7.  Seldur 22. mars 1977 Björgvini Þorvarðarsyni, Stykkishólmi, hét Ella SH 28.  Seldur 25. apríl 1994 Hildibrandi Bjarnasyni, Bjarnarhöfn II, Snæfellsnesi, saman nafn og númer.

1996 var stofnað "Stórútgerðarfélag Mýramanna" (óskráð félag sem hafði það að markmiði að gera út á hamingju) sem Ásgeir Ásgeirsson og Halldór Brynjúlfsson heitinn stóðu að og kaupa þeir trilluna af Hildibrandi sama ár 1996 n.t.t. 15. september.  Þá var komin Sabb 18 ha. vél í hana.
Árið 1997 er stýrishús endurnýjað og breytt frá fyrra útliti og nokkrar endurbætur gerðar á skrokknum svo og vél.
Var Ellan nú á Brákarsundi næstu sumur og réri "Stórútgerðarfélag Mýramanna" nokkrum sinnum á sumri til fiskjar undan Mýrum eða allt til ársins 2005.
Halldór Brynjúlfsson lést árið 2007 og fer þá eftirlifandi eiginkona hans Ásta Sigurðardóttir með hans hlut en Ásgeir Ásgeirsson ánafnaði Arinbirnir Haukssyni og Sigurði Halldórssyni sinn hlut árið eftir.
Árið 2009 eignast Rúnar Ragnarsson hlut Ástu í Ellunni og gerir hana klára á Brákarsund og er hún þar við festar það sumar.
Árið 2010 eignast Pétur Geirsson hlut Rúnar Ragnarssonar og enn er Ellan gerð klár á Brákarsundið og er þar um sumarið en ekkert var róið þessi sumur (2009 og 2010) vegna ástands bátsins.
Núvernadi eigendur eru, Pétur Geirsson, Arinbjörn Hauksson og Sigurður Halldórsson allir í Borgarnesi.
Til stendur að gera Elluna upp þegar færi gefst og er nú þegar búið að lagfæra og mála vélina.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, 3. hefti bls. 155 - Ingibjörg SH 190, 5006.
Grein úr mbl. Theodór höfundur greinarinnar sendi mér hana.
Arinbjörng Hauksson með aðstoð Theodórs Þórðarsonar, skfriflegar upplýsingar.

Ég myndaði Elluna þar sem ég sá hana í Borgarnesi 22. apríl 2012 s.l.  Búið er að taka húsið af bátnum og vélina úr honum.  Hér má sjá hvernig hún leit út, fleiri myndir í albúmi.


Ella SH 28, Borgarnes 22. apríl 2012


Vélin úr Ellunni.  Ljósmynd: Arinbjörn Hauksson


Ellunni siglt um Brákarsund.  Ljósmynd Arinbjörn Hauksson


Ella við legu í Brákarsundi, 28. júní 2009.  Ljósmynd:  Ásdís B.  Birt með leyfi Ásdísar.

Hér að ofan eru þrjár myndir sem ég fékk sendar og hef fengið leyfi til að birta.  Sabb vélin úr Ellu nýmáluð og flott.  Þá er mynd af Ellunni þar sem henni er siglt um Brákarsund. 
Að lokum er mynd sem Ásdís B tók af Ellunni við legu í Brákarsundi.  Ef þið smellið á myndina þá opnast Flickr síða Ásdísar.  Endilega kíkið á síðu Ásdísar, mikið af flottum myndum þar.

Theódór í Borgarnesi sendi mér þessa grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 27. júní 2009 og læt ég hana koma hér ykkur til ánægju, vona ég.

Innlent | mbl | 27.6.2009 | 19:28

Ella lífgar uppá Brákarsund

 

Rúnar Ragnarsson kemur Ellunni sinni fyrir á Brákarsundinu. mbl.is/Theodór

 

Trillan Ella lífgar nú á ný upp á Brákarsund í Borgarnesi og er óspart notuð sem myndefni hjá ferðafólki. Þessi mynd var tekin þegar.

 

Ellan er forláta trilla af gömlu gerðinni. Það voru þeir Ásgeir Ásgeirsson og Halldór heitinn Brynjúlfsson sem að keyptu trilluna af Hildibrandi frá Bjarnarhöfn árið 1996. Þegar búið var að skvera hana af árið eftir og setja m.a. á hana nýtt stýrishús, fékkst leyfi til að setja hana niður við gamalt ból á Brákarsundið undir Brákarbrú. Þar var góð festa í heddi af gömlu Eldborginni sem gerð var út frá Borgarnesi á sínum tíma.

 

Undanfarin tvö ár hefur fólki fundist eitthvað vanta á sundið enda hefur Ellan ekki verið sett niður frá því árið 2006 þar til núna og setur hún nú aftur skemmtilegan svip á sundið.

 

Trillan var upphaflega frá Stykkishólmi og var nefnd eftir það merkilegri og ákveðinni konu, að ekki þótti ráðlegt af breyta nafninu á henni þótt hún færðist á milli bæjarfélaga enda hefur fleyið reynst vel til frístundaveiða á "borgfiski" út undir Þormóðsskeri og Grænhólma á liðnum árum.

Morgunblaðið/Theodór.

12.05.2012 01:41

Sauðburður 11. maí 2012

Fór í óvissuferð með hópi fólks og meðal þess sem við gerðum var að fara í fjárhús á Kiðafelli í Kjós en þar var sauðburður í fullum gangi.  Það sem ég man ekki til að hafa orðið vitni af fæðingu lambs áður þá var þetta upplifun fyrir mig og auðvitað var myndavélin við hendina.  Ég sá fæðingu tveggja lamba og þurftu bændur að hjálpa til í bæði skiptin.  Í fyrra skipti þurfti að binda um horn lambsins og draga það út, en hornin voru það stór að það stoppaði í raun fæðinguna sögðu bændur.  Í hitt skipti var búið að sjást í klaufir í talsverðan tíma og ekkert virtist ganga svo það var hjálpað með að toga í lambið.  Hér eru myndir af því, fleiri í albúmi.


Sér í klaufir.  11. maí 2012


Hjálpin komin.  11. maí 2012


Hér kemur lambið.  11. maí 2012


Lambið komið til mömmu sinnar.  11. maí 2012

08.05.2012 23:29

2803 Hringur ÍS 305

2803 Hringur ÍS 305 var sjósettur þann 04. maí 2012 í Snarfarahöfninni.  Eigandinn, Sjárni rakari, hefur verið að gera bátinn klárann.  Prufusigling verður einhvern næstu daga en vélin var gangsett í dag, 08.04.2012, og rauk í gang.  Setti slatta af myndum inn í albúm, smellið á mynd.


Stjáni rakari gerir spottann klárann, 04. maí 2012


Allt að verða klárt.  04. maí 2012


Er allt í lagi?  04. maí 2012


Komin á flot.  04. maí 2012

03.05.2012 22:37

Við höfnina

Tók nokkrar myndir af þessum steinboga og var að reyna hvað ég gat til að ná fuglunum með til að lífga upp á myndina. 


Hafnarfjarðarhöfn 03. maí 2012


Hafnarfjarðarhöfn 03. maí 2012

03.05.2012 22:23

Við Hafnarfjarðarhöfn 03. maí 2012

Kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn í dag í sól og blíðu.  Þarna var ýmislegt um að vera og festi ég smá á kubbinn góða.  Hér er verið að vinna við Jón Gunnlaugs ÁR 444 og gera klárt, mála og bæta.


Verið að gera klárt.  03. maí 2012


Hlerarnir málaðir.  03. maí 2012


Nótin lagfærð.  03. maí 2012


Frá Þorlákshöfn.  03. maí 2012

29.04.2012 20:58

Bátadagar 2012

Rak augun í að dagskrá fyrir Bátadaga 2012 er kominn á vef Bátasafns Breiðafjarðar, http://batasmidi.is/.  Ég leyfði mér að setja dagskrána hér inn og mæli með að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þessu að kíkja í Stykkishólm þann 7. júlí og sjá þegar þessir karlar leggja upp í þessa ferð, nú eða taka á móti þeim þegar þeir koma til baka.
Hér að neðan er dagskráin og endilega kíkið á vef Bátasafns Breiðafjarðar, gaman að skoða hvað þeir eru að gera http://batasmidi.is/.



Set hér eina mynd frá Bátadögum 2011 svona til gamans.


Gustur, Bjargfýlingur og Þytur á Bátadögum 2011


Máni, Bjargfýlingur, Sprengur, Gustur og Hafdís á Bátadögum 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24