Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

07.01.2008 22:16

Aðventa, jól, áramót og þrettándinn

Jæja gott fólk, loksins koma myndir sem ég tók yfir hátíðarnar.  Þetta eru nú ekki mjög margar myndir en þó eitthvað.  Sumar eru betri en aðrar og hinar nokkuð verri svo þið takið viljan fyrir verkið.  Við hér á Breiðvangi höfðum það gott yfir hátíðarnar og fórum m.a. í Stykkishólm.   Hér kom nokkrar myndir sem teknar voru í tilefni hátíðanna.  Fleiri myndir í albúmunum sem heita jól og aðventa, gamlárs og þrettándinn.  Njótið vel.



Þessi mynd var á jólakortinu í ár og það vill svo til að það var konan mín, Elfa Dögg, sem tók myndina á litla myndavél sem Elín Hanna á.  Myndin er tekin uppá Dyrhólaey.



Hér er vel skreyttur gluggi að Silfurgötu í Stykkishólmi.



Á aðventunni skruppum við m.a. í Árbæjarsafn og þar rákumst við á "Gluggagægi".



Hér er ein sem tekin var á Árbæjarsafninu þegar við vorum að fara.



Elín Hanna með grænt blys á gamlárskvköld við Breiðvang.



Og að lokum er hér ein af flugeldum í Hafnarfirði.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 359492
Samtals gestir: 34625
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 10:26:33