Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.01.2008 12:57

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir og vandamenn.  Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir öll gömlu árin og þakka ykkur sem hafið verið dugleg að líta hér inn.  Tók eitthvað af myndum yfir hátíðarnar og mun eitthvað af þeim koma hér inn fljótlega.  Hér er mynd sem ég hef gaman af sjálfur því þetta er mótíf sem ég teiknaði alltaf hér á árum áður.  Veit að myndin er svolítið blá en það gerir hana svolítið kalda.  Þessi mynd er tekin á leið frá Urriðakotsvatni og að Setbergshverfinu í Hafnarfirði.  Eins og fyrr sagði þá koma áramótamyndirnar inn síðar.





Þá er hér ein tekin á Hlíðsnesi, yfir Skógtjörn í átt að Bessastöðum og Esjunni.  Þegar þessi mynd var tekin var mikið frost og allt gras hrímað.  Sjá næstu mynd.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 780
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 360059
Samtals gestir: 34647
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 23:30:50