Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
19.07.2014 00:49MannlífiðÉg sá oft skemmtilegt fólk á ferðinni. Náði myndum af nokkrum þeirra. Ein gömul með tóma brúsa á ferðinni, 19. júní 2014 Veiðimaður við klettana. 20. júní 2014 Harmonikkuspilari, sjáiði hundinn við fætur hans. 20. júní 2014 Gítarspilari í Pisa. 21. júní 2014 Þessi lagði það á pabba sinn að halda á sér svo hún gæti skrifað. 24. júní 2014 Gítarleikari. 24. júní 2014 Gítarleikari. 25. júní 2014 Skrifað af Rikki R. 19.07.2014 00:40UppáhaldsdýriðÍ svona ferðum sér maður alltaf eitthvað af dýrum. Eitt dýr var það sem mér þótti gaman að sjá og það voru þessar litlu eðlur eða gekko held ég að þau séu kölluð. Alla vegna sáum við þessar eðlur víða á okkar ferð og hér er ein mynd sem ég náði að einni þeirra. Eðla við Villadina Farm, Ítalíu. 16. júní 2014 Skrifað af Rikki R. 18.07.2014 23:39Áfram með smjörið....Ég tók mér sumarfrí hér á síðunni minni og var á ferðalagi, veislum og fleira og myndaði á öllum stöðum sem ég kom á held ég. Nú er ég búinn að vinna þær að mestu en finnst nú líklegt að ég eigi eftir að gera eitthvað meira þegar framí sækir. Í júní fórum við fjögur, ég, Elfa Dögg, Elína Hanna og Gunnsa systir í ferðalag til Ítalíu. Meiriháttar ferð og víða farið. Í stuttu máli þá flugum við til Munchen, ókum að landamærum Þýskalands og Austurríkis þar sem við gistum fyrstu nóttina. Gististaðurinn var í Füssen. Þarna rétt hjá voru tveir kastalar sem við kíktum á en fórum ekki inní. Glæsileg hús eins og þið getið séð. Neuschwanstein kastalinn í Schwangau, 10. júní 2014 Hohenschwangau Schloss, 10. júní 2014 Því næst var haldið til Sviss þar sem við hittum Brigitt vinkonu Elfu Daggar og Ivo mann hennar. Þar gistum við fjórar nætur. Skoðuðum okkur um og fengum leiðsögn frá Brigitt. Sviss er mjög fallegt, við vorum austarlega í Sviss. Við fórum upp á Säntis fjall sem er 2502 metrar á hæð með kláfi. Því miður þá var þoka með köflum og svo var akkurat þegar við vorum uppi. Niðri sáum við þó húsið uppi á fjallinu og fórum því af stað. Þá var þarna líka forláta Rolls Royce bifreið. Säntis fjall, 2502 m. á hæð. 12. júní 2014 Rolls Royce. 12. júní 2014 Næst var haldið að Coma vatninu á Ítalíu. Þar gistum við í þrjár nætur á stað sem heitir Villadina Farm. Fallegur staður í litlu þorpi. Auðvitað er hægt að setja út á allt og væri þá helst að hreinlæti hefði mátt vera meira þarna innandyra en þetta var allt í lagi. Þarna skoðuðum við okkur um svæðið og vorum ekki fyrir vonbrigðum með það sem við sáum. Því næst var haldið suður á bóginn í átt að Lasenza, en þar gistum við í kastala eins og við kölluðum það. La Castello De Anna María. En konan sem rekur staðinn heitir Anna María. Þetta var rosalega flottur staður, þrifalegur og greinilegt að Anna María er smekkkona. Þarna fannst okkur við strax eiga heima. Þarna fórum við og skoðuðum þorpin fimm, eða Quinte Terre eins og það kallast. Við sigldum og sáum staðina frá vatningu og sigldum svo aftur til baka. Fórum í land þar sem við vildum. Frábært og fallegt svæði. Þá var farið einn daginn til Piza að kíkja á þann skakka, sem er enn skakkur. Þarna voru hundruðir manna sem margir voru að "halda" við turninn svo hann ditti ekki. Kastali Önnu Maríu, 18. júní 2014 Portovenere, 20. júní 2014 Þorpin hanga í klettunum, 20. júní 2014 20. júní 2014 Þá færðum við okkur til La Gerle sem er við Garda vatnið. Þar fórum við og skoðuðum svæðið og enn og aftur urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Allt svo fallegt. Einn dagur fór í Verona ferð til að skoða garðinn hennar Júlíu. Til heilla, halda í brjóst Júlíu, 24. júní 2014 Elín Hanna uppi á svölunum hennar Júlíu, 24. júní 2014 Ástfangnir hengja upp lása, 24. júní 2014 Enn aðrir skilja tyggjóið sitt eftir og skrifa á það, 24. júní 2014 Svo eru þeir sem skrifa nöfnin sín á veggina, Elína Hanna gerði það ekki, 24. júní 2014 Svo var haldið norður á bóginn og komið til Bjargar Ólafar og hennar fjölskyldu í Oberalm í Austurríki. Oberalm er rétt hjá Salzburg svo þið hafið einhverja staðsetningu í huga. Þarna var vel tekið á móti okkur og við stoppuðum í smá tíma. Einn dagurinn fór í að fara með Gunnsu upp í Arnarhreiðrið. Annar dagur fór í að skoða kastala og fleira. Að lokum var svo ekið aftur til Munchen og flogið heim. Við tókum bílaleigubíl allan tímann og var ekið talsvert á fjórða þúsund kílómetra. Skrifað af Rikki R. 28.05.2014 21:00Árin og sjórinnÁrablaðið í fullri vinnslu. Kemur þarna úr kafi og sjórinn rennur af blaðinu. Var að reyna að ná einhverju á þennan veg en myndin gæti verið betri. Reyni aftur síðar. Róið af lífs og sálarkröfum, Hafnarfjörður 28. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 28.05.2014 20:57Hafnarfjarðarhöfn 28.05.2014Kíkti niður á bryggju til að sjá hvort það væri eitthvert líf þar. Einn af Rússunum að koma inn og Þróttur honum til aðstoðar. Þá var Hrafnaflóki á ferðinni, en það var hópur að æfa róður fyrir sjómannadaginn. Myndir úr Hafnarfjarðarhöfn 28. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 20.05.2014 21:53ÆfingaaksturÉg hef farið með Elínu Hönnu í æfingarakstur undanfarna daga. Þetta hefur gengið svona stórslysalaust fyrir sig, fyrir utan smá svín hér og þar, nánast ekið á risastóra steina sem hún sá ekki og voru utan vegar. En þrátt fyrir þetta þá gengur þetta ágætlega. Held að stelpan komi til. Á þessari mynd má sjá hversu einbeitt hún er við aksturinn. :-) Elín Hanna á fullri ferð við stýrið, 18. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 20.05.2014 21:45SjóstökkÉg talaði um að hér í Hafnarfirðinum væri talsvert um að krakkar væru að stökkva í sjóinn þessa dagana. Ég kíkti á bryggjuna í dag eftir vinnu og tók nokkrar myndir. Krakkarnir skemmta sér mjög vel við þennan leik sinn. Þó ég sæi tvær stúlkur meiddar, með smá skurði á hendi eða fæti þá skipti það ekki máli. Hér eru þrjár myndir. Þessum þótti vissara að hafa leikfangabíl með sér en kastaði honum svo frá sér á miðri leið niður. Einn á leiðinni niður þegar annar er á leiðinni að landi. Einn hálfur í sjónum og annar nánast kominn uppúr. Skrifað af Rikki R. 20.05.2014 21:34Eftir löndunVala landaði í dag í Hafnarfjarðarhöfn. Ég tók þessa mynd eftir löndunina, fannst sjónarhornið betra. Vala HF 5, Hafnarfjarðarhöfn 20. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 19.05.2014 20:36Algeng sjón í dagÞetta er orðin nokkuð algeng sjón við höfnina í Hafnarfirði þessa dagana. En krakkarnir eru að skora hvert á annað að stökkva í sjóinn af bryggjunni. Þetta gera þau ýmist við höfnina sjálfa eða við Norðurgarðinn. Mjög gaman hef ég heyrt en ég ætla ekki að stökkva né skora á einhvern. Við Hafnarfjarðarhöfn 18. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 19.05.2014 20:29Jón Hildiberg RE 60Á ferð minni við Hafnarfjarðarhöfn í gær þá tók ég mynd af þessum þar sem verið varð að þrífa hann. Jón Hildiberg RE 60 í Hafnarfjarðarhöfn, 18. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 10.05.2014 23:46SkotturVið hjónin lékum afa og ömmu í dag. Pössuðum Ísabellu Emblu og Andreu Oddu. Fórum í göngutúr á nærliggjandi leikvelli. Mikið fjör og mikið gaman. Hér er ein af þeim systrum í stuði. Andrea Odda og Ísabella Embla í rennibrautinni, 10. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 10.05.2014 16:34Ný myndavélLoksins komin með nýja myndavél og get því farið að mynda af einhverri alvöru. Fékk myndavélina á síðasta miðvikudagskvöld. Búinn að prófa aðeins hvernig gripurinn virkar og líkar við það sem ég sé. Þetta er Canon EOS 70D sem ég fékk mér. Hér er ein mynd sem ég tók til prufu. Björgvin SH 500 leggur að bryggju 08. maí 2014 Skrifað af Rikki R. 03.05.2014 21:46Bátur í HafnarfirðiÞessi bátur, eða bátshræ hefur verið í malarkambinum við Brúsastaði í Hafnarfirði frá því áður en ég flutti í Hafnarfjörðinn. Margir hafa myndað bátinn en ég hef ekkert fundið um hann. Svo ef það er einhver sem þekkir sögu þessa báts endilega láta mig vita. Ég fékk póst frá Iðunni Vöku Reynisdóttur 4. mars 2014 og vil ég þakka henni fyrir að senda mér þessar upplýsingar. Ég set póstinn hennar hér inn óbreyttann: Þessi bátur var i eigu Hjálmars Eyjólfssonar afabróður míns. Hann bjó á Tjörn sem var litið hús á Herjólfsbrautinni (í brekkunni). Hjálmar var sonur þeirra hjóna sem fyrst byggðu Brúsastaði 1 og síðar bjó Þórður bróðir hans þar með sína fjölskyldu. Hjálmar réri út og náði sér i soðið og færði einnig öðrum. Hjálmar var harðduglegur trillukarl og barngóður. Var duglegur að gefa mér skeljar og rauðmaga. Þessi bátur er partur af mínum æskuminningum úr fjörunni, enda yndislegt að alast upp á Brúsarstöðum. Gaman að rekast á mynd af bátnum. Frá: Iðunn Vaka Reynisdóttir Bátur við Brúsastaði í Hafnarfirði, 20. janúar 2013 Skrifað af Rikki R. 30.04.2014 23:20Eyjalín SH 199Hér er verið að sigla Eyjalín SH 199 út úr höfninni í Stykkishólmi 26. apríl 2014. Eyjalín í Stykkishólmi 26. apríl 2014 Skrifað af Rikki R. 30.04.2014 23:16Vagninn bíðurÞessi vagn bíður eftir því að komast í notkun aftur en hann hefur fengið að hvíla í vetur. Vagninn við Skjöld 26. apríl 2014 Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is