Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

07.06.2009 02:40

Ofurhugar

Þegar ég skrapp niður að Hafnarfjarðarhöfn 06.06.09 urðu þessir ofurhugar á vegi mínum.  Jón Árni og Valgeir stukku í sjóinn og gat ég ekki annað en lyft myndavél til að frysta þetta.  Setti inn nýtt albúm sem ég kalla Ofurhugar þar má sjá myndir frá öllum stökkunum þeirra.  Hér eru tvær myndir af þeim í fullri aktion.


Jón Árni tekur bakkflipp og sleppir annarri hendi.  Hafnarfjarðarhöfn 06.06.2009


Valgeir lítur á félaga sína í 360° snúningi.  Hafnarfjarðarhöfn 06.06.2009

28.05.2009 11:35

Baðferð

Þessi sandlóa óð drullu upp fyrir hús, eins og sagt er.  Eftir drullubaðið var farið í öðruvísi bað, til að þvo sér.  Á neðri myndinni er sandlóan að fara uppúr "baðkarinu" hrein og flott.  Myndirnar eru teknar við Bakkatjörn.




21.05.2009 23:25

Flotkvíarnar í Hafnarfirði

Flotkvíarnar í Hafnarfirði hafa ekki heillað mig sem myndefni fyrr en í birtunni í dag.  Ég smellti nokkrum myndum af kvíunum og má sjá þær inni í albúminu skip og bátar.


Stóra kvíin, 21.05.2009


Litla kvíin, 21.05.2009

21.05.2009 23:14

Hringmáfur

Síðustu daga hef ég verið að mynda hringmáf við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Myndirnar hér að neðan eru allar teknar í dag, 21.05.2009.  Það voru tveir hringmáfar þarna í dag, þessi fullorðni sem myndirnar eru af og annar yngri fugl.






Ég er ánægður með þessa mynd, að fuglinn sé þarna í horninu er flott finnst mér.

21.05.2009 23:06

Á sjó

Í verðurblíðunni í dag skoðaði ég nokkra báta.  Hef beðið eftir að ná mynd af Ígull HF 21 en hann hefur ekki verið þannig að ég hafi veri sáttur.  Í dag lá hann á endanum á bryggjunni í Hafnarfirði og birtan alveg rétt á hann.  Þá fór ég víðar og náði myndum af hinum ýmsu farartækjum á sjó.


1499 - Ígull HF 21 í Hafnarfjarðarhöfn 21.05.2009


Hraðbátur við Sólfarið við Sæbraut 21.05.2009


Sjóþota á fullri ferð við Seltjarnarnesið 21.05.2009

21.05.2009 22:34

Staur

Þessi staur stendur við Norðurgarðinn í Hafnarfirði, rétt hjá gamla garðinum.  Fannst hann flottur í þessari birtu sem þarna var.  Einfalt og flott.


Í Hafnarfjarðarhöfn 21.05.2009

19.05.2009 01:40

Fiðurfénaður

Ég hef aðeins verið að eltast við fuglana aftur.  Til að koma mér af stað þá hef ég farið að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Mikið fuglalíf hefur verið þar og tiltölulega auðvelt að nálgast fuglana þar.  Hérna má sjá þrjár myndir en talsvert fleiri eru inni í fuglaalbúminu mínu.


Sanderla við Bakkatjörn 17. maí 2009


Tildra við Bakkatjörn 17. maí 2009


Hringmáfur við Bakkatjörn 18. maí 2009

19.05.2009 00:28

Snekkjur, skútur o.fl.

Skemmtibátar af öllum stærðum og gerðum hafa orðið á vegi mínum síðustu daga.  Hér er smá úrval af þeim.


7475 - Árni Valur II í Reykjavíkurhöfn 17. maí 2009


6581 - Skúlaskeið á siglingu á ytri höfninni í Reykjavík 17. maí 2009


2509 - Hafdís á leið inn í Reykjavíkurhöfn 17. maí 2009


Gaman með pabba á sjó, tekin í Hafnarfjarðarhöfn 18. maí 2009.

18.05.2009 23:51

6086 - Finnur HF 12

Hér kemur Finnur HF 12 inn til löndunar, sýnir einum nýjum (Grimsholm) hvernig fara á að þessu.  Hann var með eitthvað á þriðja kar af þorski og ufsa.  Skipperinn, Árni Sigtryggsson fyrrverandi Húsvíkingur, þurfti aðeins og laga fiskinn til í karinu áður en það var fjarlægt.


6086 - Finnur HF 12


Árni Sigtryggsson lagar fiskinn aðeins til.  Hafnarfjarðarhöfn 18.05.2009

18.05.2009 23:26

T-24-K Grimsholm, nýr bátur.

Sá þennan í Hafnarfjarðarhöfn í dag 18.05.2009.  Þessi er af gerðinni Víkingur 1300 og var hann sjósettur í dag.  Sjá myndir af sjósettningu bátsins hér og allt um bátinn hér.


T-24-K Grimsholm.  Hafnarfjarðarhöfn 18.05.2009.

13.05.2009 22:28

Fuglarnir

Mikið og auðugt fuglalíf hefur verið á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi undanfarið.  Ég smellti nokkrum myndum af og eru þær komnar inní fuglaalbúmið.  Hér má sjá þrjár myndir og eru tvær þeirra af hefðbundnum íslenskum farfuglum, hrossagauk og sílamáf, en þriðja myndin er af sjaldgæfari fugli, hringmáf. 


Hrossagaukur blakar vængjum eftir smá snyrtingu.  Myndin tekin 10.05.2009


Sílamáfur tekur flugið.  Myndin tekin 10.05.2009


Hringmáfur tekur sig á loft með stein.  Myndin tekin 10.05.2009

13.05.2009 22:04

Fleiri bátar

Skrapp og tók nokkrar myndir af bátum.  Myndum af þeim rignir hér inn því ég hef svo lítið myndað þá í gegnum tíðina en nú verður gerður bragarbót þar á.  Einhverjir verða ánægðir með það, aðrir ekki eins ánægðir.  Ég hins vegar er sáttur við flestar myndir sem ég set hér inn og því vil ég leyfa ykkur að njóta þeirra.  Talsvert hefur bæst við af myndum af bátum í albúmið Skip og bátar.  Njótið vel.


399 - Afi Aggi EA399, 472 - Gæskur RE91 og 626 - Sigurbjörg Þorsteins BA165. 
Reykjavíkurhöfn 09.05.2009


1351 - Snæfell EA310.  Ytri höfnin í Reykjavík 09.05.2009


619 - Fanney HU83.  Reykjavíkurhöfn 10.05.2009

08.05.2009 18:47

Þú færð ekki matinn minn!

Hér er ein mynd sem ég tók í Hafnarfjarðarhöfn 02.05.2009.  Þessi kolla kom syndandi í átt að mér með síldina sína.  Þegar hún varð mín svo vör, á sama tíma var ég að smella af, tók hún á rás.  Fókusinn er því á þann stað sem hún var á, en hausinn á henni er úr fókus.  Finnst þessi mynd semt þess verð að fara hér inn þrátt fyrir þetta.  Mikil læti hér á ferð.


Í Hafnarfjarðarhöfn 02.05.2009.

07.05.2009 21:00

Hafnarfjarðarhöfn

Eftir að ég fór yfir í digital-ið eins og flestir þá hef ég fært mig aftur í upphafið ef svo má að orði komast.  Í upphafi ljósmyndaáhuga míns þá myndaði ég allt, var ekki í neinu sérstöku.  Svo breyttist þetta hjá mér aðeins og ég færði mig meira yfir að mynda bara fugla.  Nú er ég komin aftur í að mynda alla hluti.  Þar á meðal hef ég myndað talsvert af bátum því lítið hefur verið af þeim myndum hjá mér síðan ég komast á upphafsreitinn með digital myndavélinni.  Haffi Hreidda hefur eitthvað orðið hræddur við þessar bátamyndir mínar en hann þarf ekki að óttast samkeppnina.  Samkeppnin er engin, ég er betri....hahahahaha.  Hér má sjá þrjá báta í Hafnarfjarðarhöfn, 2099 - Íslandsbersi HF 13, 1922 - Glaður ÍS 221 og 1850 - Hafsteinn SK 3.


Í Hafnarfjarðarhöfn 01.05.2009

07.05.2009 20:55

Á Álftanesi

Tók þessa mynd á Álftanesinur 01.05.2009.  Fannst eitthvað flott við birtuna og þennan regnboga.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24