Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
09.04.2011 22:01LitlanesbáturinnLitlanesbáturinn fékk aldrei formelgt nafn, en var og er alltaf bara kallaður Litlanesbáturinn. Það var Valdimar Ólafsson (1906-1939) skipasmiður í Hvallátrum sem smíðaði bátinn, líklega um 1937-1939 fyrir Júlíus Sigurðsson (1876-1961). Hilmir Bjarnason, sonur Bjarnar Sigurjónssonar, er að gera Litlanesbátinn upp á Akranesi. Meira síðar................ Skrifað af Rikki R. 09.04.2011 21:53Jón á ellefuBáturinn "Jón á ellefu" var hannaður og smíðaður af Jóni Erni Jónassyni árið 1953 úr þunnum og léttur lerkiviði og var sérhannaður til vatnarannsókna. Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur notaði bátinn í áratugi við rannsóknir á lífríki Þingvallavatns. Pétur, sem er bróðir Jón Arnar, sagði að báturinn hafi verið svo léttur að tveir menn gátu borið hann á milli sín. Báturinn er 5,5 m. að lengd og 1,82 m. að breidd. Að lokinni smíði var báturinn fluttur til Danmerkur, þar sem hann var notaður við rannsóknir í 20 ár. Að þeim tíma loknum var hann fluttur aftur til Íslands árið 1973. Við þá flutninga laskaðist báturinn töluvert. Þar sem viðunandi lerkiviður fékkst ekki var annar efniviður notaður til viðgerðanna. Þær viðgerðir sem nú munu frama fram á bátnum miða að því að koma honum í upprunalegt ástand. Pétur segir að nafn bátsins "Jón á ellefu" hafi jafnframt verið viðurnefni bátasmiðsins Jón Arnar Jónssonar sem kenndur var við Framnesveg 11. Það óvenjulega við lag bátsins er hversu flatbotna hann er og segir Pétur að hann hafi komið að sérstaklega góðum notum sem rannsóknarbátur, því í honum rúmaðist mikið af tækjum. Pétur segir að lag bátsins hafi hentað sérstaklega vel til þess að taka sýni og mælitæki um borð. Heimildir af vef Landsvirkjunar: http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/374 Jón á ellefu er nú í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni og bíður þess að röðin komi að honum. Jón á ellefu. 19. janúar 2013 Það er Agnar Jónsson sem hefur verið að gera við Jón á Ellefu. Agnar hefur lagfært talsvert af bátnum eins og sjá má á þessum myndum. Lagfæringar ganga vel. 19. janúar 2013 Séð inní bátinn. 19. janúar 2013 Skrifað af Rikki R. 08.04.2011 23:11ForniSamkvæmt Jóni Ragnari Daðasyni þá er eigandi þessa báts ungur að árum. Hann byrjaði að brenna utan af honum og skrapa. Ekkert hefur verið unnið við bátinn síðan ég fór að venja komur mínar á þennan stað. Fann ljósmynd þar sem JRD kallar þennan bát Forna. Meira síðar................... Skrifað af Rikki R. 08.04.2011 22:19BaldurBaldur var smíðaður í Hvallátrum árið 1936 af Valdimari Ólafssyni fyrir Þórð Benjamínsson í Hergilsey, síðar Flatey. Upphaflega var sett í bátinn 2 cyl. Albin vél en í dag er í honum 1 cyl Sabb. Hafliði kom með Baldur með sér frá Reykhólum um mánaðarmótin febrúar/mars til að geta notað lausan tíma til að halda viðgerðum áfram. Núverandi eigandi Baldurs er Bátasafn Breiðafjarðar. Upplýsingar: Hafliði Aðalsteinsson, munnlegar upplýsingar. Íslensk skip, bátar eftir Jón Björnsson. Skrifað af Rikki R. 08.04.2011 18:42Helgi Nikk og ?Þessir tveir urðu á vegi mínum í dag. Hef oft séð þá en núna var yfirbreiðslan af Helga Nikk farin svo ég ákvað að mynda. Á eftir að taka fleiri myndir af honum. Sá rauði var þarna líka en ég veit ekkert um hann, veit þó nafnið á hinum. Einhver?
Skrifað af Rikki R. 06.04.2011 10:59PrammiÞann 31. mars s.l. sá ég þennan pramma utan við skúrinn hjá Ólafi Gíslasyni. Var ekki búinn að benda ykkur á að þessar myndir væru komnar inn. Set þetta hér því það virðist einna mest vera að gerast í kringum Ólaf þessa dagana, nýr bátur á hverjum degi ef svo má segja. Sagan kemur síðar. Alla vegna þá finnst mér þessi nokkuð sérstakur í laginu, öðruvísi. Skrifað af Rikki R. 05.04.2011 00:47Páskaeggjaleikur FreyjuNú hefur staðið yfir páskaeggjaleikur Freyju. Þeir földu gullegg nr. 40 og við Elín Hanna ákváðum að freista gæfunnar s.l. sunnudag, 3. apríl. Vísbending hafði komið um að eggið sem við leituðum að væri í Heiðmörk og fyrir utan skóginn. Þar sem Heiðmörkin er frekar "lítið" landsvæði þá skruppum við þangað. Það var nokkuð margt um manninn víða um Heiðmörkina. Sumir óðu um allt í leit að egginu en aðrir tóku því með ró og óku bara um svæðið, enn aðrir notuðu tækifærið og gengu um og voru varla að leita heldur bara að hreyfa sig.
Skrifað af Rikki R. 04.04.2011 17:03Hafnarfjarðarhöfn 3. apríl 2011Þegar ég kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn þá hitti þannig á að björgunarskipið Einar Sigurjónsson var að koma með 7472 á hliðinni til hafnar. Greinilegt var að það var gaman hjá þeim því heyra mátti hlátrasköllin og einnig að þeir veltu fyrir hvort það væru einhverjir áhorfendur og myndavélar á bryggjunni. Þegar þeir komu síðan aðeins nær mátti heyra, "Jú, þeir eru þarna." og svo var hlegið hátt og mikið. Þá fljótlega á eftir komu fleiri inn í höfnina.
Skrifað af Rikki R. 01.04.2011 00:37GeirVið Reykjavíkurhöfn í gær, 31. mars 2011, var þessi við bryggju. Ekki kann ég nein deili á þessum en finnst nafnið nokkuð íslenskt, Geir. Að vísu sé ég að hann flaggar norsku flaggi svo ég segi bara, heja Norge. Hvaða dallur er þetta nú strákar? Er þetta bara norskur dallur og ekkert meira um það að segja? Það má finna svarið við þessari spurningu minni á síðu Þorgeirs Baldurssonar, smellið á slóðina og sjáið myndir o.fl. http://thorgeirbald.123.is/blog/record/514461/
Skrifað af Rikki R. 31.03.2011 11:47Óskar MatthíassonAuðunn Jörgensson er eigandi Óskars Matthíassonar og ræddi ég smávegis við hann. Óskar Matthíasson var smíðaður 1969 í Noregi. Auðunn kvaðst hafa eignast Óskar í maí 2009 og gert hann upp, báturinn hafi nánast verið ónýtur. Hann kvaðst hafa keypt bátinn af manni sem heitir Kristján, man ekki meira um þann mann. Auðunn er sjálfur að vinna í að finna sögu bátsins en hann hefur m.a. sent fyrirspurn til Noregs til að leita að sögu Óskars. Ef þetta hefst hjá honum þá mun sagan koma hér síðar.
Óskar Matthíasson gæti verði notaður til að sigla með túrista, veiða nokkra fiska og koma með þá og elda á einhverjum veitingastaðnum við höfnina. Ef þessi tilgáta mín er röng þá er þetta bara einfaldlega skrautlegasti handfærabátur sem ég hef séð fyrr og síðar. Skrifað af Rikki R. 29.03.2011 23:55Reykjavíkurhöfn 29. mars 2011Fann mér tíma eftir vinnu til að skreppa niður að Reykjavíkurhöfn og kíkja þar á lífið. Lítið var um fugla en því meira af bátum. Þeir stóru voru í blárri kantinum. Ásmundur Halldórsson SF 250 var í höfn. Hann fór síðan út fyrir höfnina, dansaði þar í smá stund og vatt sér inn aftur. Hvað hann var að gera veit ég ekki?
Skrifað af Rikki R. 28.03.2011 21:31Hafnarfjarðarhöfn 28.03.2011Leit við í Hafnarfjarðarhöfn í dag, 28. mars 2011. Tók frekar lítið af myndum. Hér má þó sjá tvær þeirra.
Skrifað af Rikki R. 28.03.2011 13:45Viðbætur og breytingarHér til hliðar eru nú tenglar á Skip og bátar Rikka R, það eru myndir af flest öllum bátum sem ég hef tekið myndir af fyrir utan kanski þessa gömlu, þeir fá sértengla.
Þá er saga Hönnu frá Gjögri komin inn, að hluta alla vegna. Það sem komið er fann ég á veraldarvefnum. Geti menn bætt við söguna þá endilega sendið póst.
Þetta er svona það helsta núna og það nýjasta. Skrifað af Rikki R. 25.03.2011 01:0613 ára snótÞó 24. mars sé liðinn má ég til með að setja hér inn tvær myndir af Elínu Hönnu. Hún átti afmæli í gær, 24. mars og varð 13 ára gömul. Að sjálfsögðu er hún ljúfust allra og pabbi gamli mjög stoltur af dótturinni dýru. Hér eru tvær myndir af Elínu Hönnu með 12 ára millibili.
Skrifað af Rikki R. 25.03.2011 00:45Fjórir í viðbótHér koma fjórir síðustu bátarnir sem ég myndaði í húsnæði Jóns Ragnars Daðasonar. Engin saga er ennþá en myndirnar koma hér inn engu að síður. Ég setti inn kenninöfn fyrir mig til að finna bátana aftur og þið takið viljan fyrir verkið. Hér til hliðar eru bátarnir undir þessum skrítnu nöfnum, þá er hægt að smella á myndirnar hér fyrir neðan og þá opnast á myndasafnið af hverjum og einum. Sögurnar koma síðar.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is