Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|||
10.08.2012 21:10NonniNonni var smíðaður í Stykkishólmi 1974 af Björgvini Þorsteinssyni upp úr gömlum bát frá Grundarfirði. Það voru þeir feðgar Björgvin og Stebbi sem sóttu gamlan bát í Kirkjufell. Báturinn mun hafa verið í eigu Magnúsar bónda þar og Alfreðs sonar hans. Eftir að Björgvin smíðaði bátinn hét hann Bjarki. Núverandi eigandi bátsins er Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði. Hann gerði Nonna upp og afhjúpaði nafnið þann 13. september 2009 við hátíðlega athöfn. Ingi Hans skipti um vél og setti í bátinn Yanmar vél. Þann 4. ágúst 2011 var Nonni sjósettur eftir þessa lagfæringar. Nonni við bryggju í Grundarfirði, 28. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 09.08.2012 17:18Svona er náttúranÁður en ég myndaði lómana sem eru í færslunni hér á undan varð ég vitni af atburði sem lýsir enn og aftur hvernig náttúran er eða virkar. Þetta gæti því flokkast sem sorgarsaga fyrir suma. Þannig var að ég stóð úti á palli við sumarbústaðinn sem við hjónin vorum í. Ég var að fylgjast með fuglalífinu og hlusta á hlóð þeirra og köll. Vatnið var spegilslétt og sólin skein. Allt var eins og best getur verið. Ekki langt frá mér sá ég skúfandarkollu með einn unga. Unginn gæti hafa verið tveggja vikna gamall á að gíska. Skammt utar á vatninu var lómur. Ég sá lóminn stefna að kollunni og unganum. Kollan varð þessa var líka og gaf frá sér merki og hún og undinn stefna rólega að landi. Þá kafar lómurinn og um leið fór kollan á fullt skrið að landi og unginn líka. Ég sá að kollan og unginn myndu ná landi svo ég var ekki að lyfta myndavélinni sem ég hélt á í hendinni. Ég sé svo að kollan og unginn ná landi og leit ég þá eftir lómnum. Hann kom upp og snéri strax frá. Útundan mér sé ég svo að silfurmáfur tekur flugið og sé ég þá að hann er með ungan sem slapp undan lómnum í goggnum. Ég hafði ekki séð máfinn, hvort hann beið á landi eða koma og steypti sér yfir ungan veit ég ekki, sá það ekki. Sá bara þegar hann flaug á brott með ungann. Þarna fannst mér þetta vera frekar ójafn leikur, lómurinn réðist að kollunni með ungann og þau sluppu á land til þess eins og máfurinn tók ungann og át hann svo í hlíðinni ofan við bústaðinn. Kollan flaug svo fram og til baka á vatninu kallandi. Hér er kollan á einni af ferðum sínum eftir að unginn var tekin frá henni, 28. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 09.08.2012 02:24LómurÞann 28. júlí s.l. þá var ég í sumarbústað nálægt Grundarfirði. Við bústaðinn er vatn og margir lómar eru þar, ég taldi 25 en ég var búinn að heyra töluna 27. Að morgni 28. júlí vaknaði ég snemma og hlustaði á lómana. Ég fylgdist með þeim og fór svo út og lagðist á vatnsbakkann og myndaði þá. Þarna var par með einn unga og voru þau frekar gæf. Ég lá þarna í tvær klukkustundir og myndaði þá. Þessar tvær klst. voru mjög fljótar að líða og kubburinn í myndavélinni minni fékk að finna fyrir því. Mikill fjöldi mynda tekinn. Fleiri myndir í albúmi, smellið á mynd. Lómur með unga, 28. júlí 2012 Báðir foreldrar með ungann sinn, svona gerir þú, 28. júlí 2012 Vælandi lómur, 28. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 08.08.2012 17:43Bíll við BræðraminniÞann 26. júlí 2012 gerðist sá fáheyrði atburður að bifreið var flutt út í Flatey á Breiðafirði. Þar eru nokkur faratæki svo það er ekki merkilegt í sjálfu sér en það að bíllinn tilheyrði Bræðraminni. Einar Steinþórsson tengdafaðir minn ákvað að þegar hann fór úr í Flatey að taka bifreiðina sína með sér. Bifreiðin var hífð um borð þann 26. júlí 2012 og fór aftur í land þann 02. ágúst 2012. Þá kom í ljós að Einar hefur aldrei keyrt bíl í Flatey fyrr en núna. Eins og ég sagði, merkisatburður á margan hátt. Sjálfrennireiðin hífð um borð í Baldur 26. júlí 2012 Verið að koma honum fyrir um borð 26. júlí 2012 Einar keyrir bílinn og leggur honum við Bræðraminni 31. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 08.08.2012 14:26Tónleikar í GrýluvogiEinn af þeim merkisatburðum sem ég minntist á áðan er að Elín Hanna hélt "tónleika" í Grýluvogi. Tónleikar og ekki tónleikar en hún spilaði tvö lög og fór svo í land og endurtók annað lagið. Ég veit ekki hvort þetta hefur gerst áður að spilað hafi verið á fiðlu úti í miðjum Grýluvogi. Meðan ég veit ekki betur ætla ég að segja að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem fiðlutónleikar hafi verið haldnir í Grýluvogi. "Tónleikarnir" voru ekki auglýstir en þó væru nokkrir áhorfendur á staðnum. Hér eru myndir sem sýna þetta og ég leyfi mér að segja að þetta er fallegasti "tónleikasalur" sem til er. Elín Hanna spilar í Grýluvogi 01. ágúst 2012 Ekki dónalegur tónleikasalur, 01. ágúst 2012 Elín Hanna spilaði listavel. Flatey 01. ágúst 2012 Elín Hanna spilaði svo aftur þegar hún steig á land, 01. ágúst 2012 Skrifað af Rikki R. 08.08.2012 14:12Flatey Breiðafirði 2012 ferð tvöSkrapp í Flatey á Breiðafirði um mánaðarmótin júlí-ágúst. Tók slatta af myndum eins og alltaf. Þó eyjan sé ekki stór og ég myndi oft það sama þá tel ég min ná öðrum sjónarhornum nú eða ef birtan er flott. Það urðu nokkrir skemmtilegir atburðir sem áttu sér stað í þessari ferð og geri ég grein fyrir þeim síðar. Setti inn myndaalbúm og endilega skoðið myndirnar. Ungur nemur, gamall temur. Flatey 30. júlí 2012 Tímamót, Einar ekur bíl í Flatey 31. júlí 2012 Elín Hanna baðar sig í köldum Grýluvoginum. Flatey 01. ágúst 2012 Falleg birta við Sunnuhvol, Flatey 03. ágúst 2012 Skrifað af Rikki R. 18.07.2012 21:39Ferðalag Bjarna 15. júlí 2012Fjölskyldan fór í smá ferðalag og höfðum einn gest með okkur, Bjarni fékk lítið að vita hvað væri framundan en hann átti samt að hitta útilegumanninn Sæmund, mjög vel menntaðan mann sem segði fátt. Ef hann fengist til að tala gæti hann sagt frá mörgu skemmtilegu. Elin Hanna, Sæmudnur og Bjarni. Þegar Bjarni hitti Sæmund var honum gerð grein fyrir að þetta væri skýringin á því hve fámáll Sæmundur væri og þá hefði hann verið búinn til í Sæmundarskóla og því sprenglærður. Næsti viðkomustaður var við Kleifarvatn. Elín Hanna og Bjarni skoða myndir og fleira á veggjum hellisins. Nóg er af hellum við Kleifarvatn. Sá stærsti þeirra, að ég held, hefur verið notaður í veislum o.fl. en hlóðir eru þar inni. Fólk hefur svo rist nöfn sín á veggi hellisins og jafnvel gert andlit. En hellisveggirnir eru úr sandsteini. Næsti viðkomustaður var Seltún. Litir, hverir, ferðamenn og fýla (segir Elína Hanna) af hverunum. Mæðgur sitja og virða fyrir sér fegurð litanna.............. ............meðan Bjarni skoðaði þetta betur. Eftir Seltún var farið í Herdísarvík. Þar fóru fram rannsóknir sem Bjarni og Elín Hanna tóku virkan þátt í. Dýptarmælingar á GB Túttunni. Bjarna vildi halda á krabba, en var ekki alveg sama í fyrstu Þakka þér fyrir skemmtilega ferð Bjarni og vonandi getum við endurtekið eitthvað í líkingu við þetta síðar í sumar. Fleiri myndir má sjá með því að smella á efstu myndina. Skrifað af Rikki R. 18.07.2012 21:29Litir náttúrunnarÁ ferð okkar 15. júlí s.l. fórum við m.a. í Seltún. Ég fæ aldrei nóg af að skoða litadýrðina þar. Eins og ég hef áður sagt hér þá er þetta klárt listaverk og þarna má finna að ég tel alla litaflóruna sem við þekkjum. Hér má sjá nokkur dæmi. Fifty shades of grey? Stutta útgáfan af bókinni:-) Næsta bók gæti heitið: Fifty shades of orange? Ýmsir litir. Fleiri litir. Skrifað af Rikki R. 15.07.2012 23:21Gamlir og góðir frá HúsavíkRakst á þrjár myndir af húsvískum bátum, Fanney ÞH 130, Sæborgu ÞH 155 og Þráni ÞH 2 á leið til hafnar. Ég ákvað að skella þeim strax hér inn mér og vonandi ykkur til ánægju. Gæðin eru ekkert sérstök en svona er þetta, verður ekki á allt kostið í þessum efnum.
Skrifað af Rikki R. 15.07.2012 21:43Rannsóknir við HerdísarvíkRannsóknir við Herdísarvík fóru fram í dag, 15. júlí 2012. Þær hafa staðið yfir lengur en ég var staddur á staðnum núna með myndavélina. Ég lánaði tvo í áhöfnina, Bjarna og Elínu Hönnu. Capitan Joe David stjórnaði rannsókninni. Dýptarmælingar fara fram og má geta þess að á sumum stöðum er allt að 7 metra dýpi þar sem mest er. Rannsóknir sem farið hafa þarna fram hafa sýnt fram á að í víkinni lifir m.a. koli þó enginn hafi verið veiddur í þassum rannsóknarleiðangri en búið var að finna þetta út og þurfti því ekki að skoða það nánar. Bogkrabbar virðast lifa góðu lífi. Þá er talsvert fuglalíf í kringum víkina m.a. tjaldar, stelkar, tildrur, æður, álftir, kríur, silfurmáfar, fýlar, þúfutittlingar o.fl. Þá sækja selir inn í víkina. Einn kíkti í heimsókn á meðan á rannsókninni stóð og sá ég hann ná sér í fisk og éta hann, náði því miður ekki myndum af því. Rannsóknunum verður gerð betri skil síðar.
Rannsóknarskipið GB Túttan leggur frá landi. Herdísarvík 15. júlí 2012
Dýptarmælingar, 15. júlí 2012
Rífandi gangur í Túttunni, 15. júlí 2012
Krabbar í gildrunni, 15. júlí 2012
Capitan Joe David kíkir á aflann, 15. júlí 2012
Kíkti á rannsóknarmenn en forðaði sér þegar hann sá aðfarirnar, 15. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 15.07.2012 20:51Bogkrappi/strandkrabbiFjölskyldan leit við í Herdísarvík svona rétt til að kíkja á tilraunaveiðar sem þar fara fram. Þarna er Joe David með GB Túttuna og hefur verið að dýptarmæla og nú það nýjasta að leggja krabbagildru og þá hefur hann einnig kíkt eftir fiski. Þegar ég dróg krabbagildrurnar í land í dag þá var slatti af kröbbum í gildrunum. Þarna var um að ræða Bogkrabba eða Strandkrabba eins og hann er líka kallaður. Ekki vissi ég nafn krabbans fyrr en heim kom og flett var á netinu þá kom þetta strax í ljós. Bogkrabbi/strandkrabbi, Herdísarvík 15. júlí 2012
Bogkrabbi, strandkrabbi, Herdísarvík 15. júlí 2012 Bogkrabbi (Carcinus maenas) (E) shore crab, European green crab. Bogkrabbi, einnig kallaður strandkrabbi hefur 5 pör gangfóta og fremsta parið myndar gripklærnar. Öftustu fæturnir eru að nokkru leiti flatir. Litur bogkrabba getur verið dökkgrænn og grár. Einnig er hann oft brúnn, grænleitur og gulur eða appelsínugulur (elstu dýrin). Á vissu stigi (oft ungviði) er hann með hvítum skellum. Skel bogkrabba getur orðið allt að 6 cm. að lengd og um 9 cm. að breidd. Bogkrabbann má þekkja á 5 göddum á hvorri hlið hans og 3 hnúðum á milli augna hans. Grein um bogkrabba má finna ef þú setur slóðina sem er hér neðan við inn í leitarvélina. 5 gaddar á hvorri hlið og 3 hnúðar á milli augna. Bogkrabbi einnig kallaður strandkrabbi Upplýsingar http://staff.unak.is/hreidar/Skjol/Sumarverkefni_2010_Krabbar_Halldor.pdf eftur Halldór Pétur Ásbjörnsson, Vannýttar auðlindir? Krabbar við Íslandsstrendur Skrifað af Rikki R. 11.07.2012 17:20Jónas FeitiHef séð þennan bát við leguból utan við Nauthólsvík. Reyndi að mynda hann frá landi. Þetta verður að duga en ég á eftir að komast nær honum síðar. 6701 Jónas Feiti Báturinn er opinn trébátur, 6 metra langur og þriggja metra breiður þar sem hann er breiðastur. Hann er með 38 ha. innanborðvél. Báturinn var sérstaklega smíðaður fyrir starfsemi Siglunes og tekur allt að 35 farþega. 6701 Jónas Feiti. 08. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 04.07.2012 21:47Gert klárt fyrir Bátadaga 2012Ólafur Gíslason var að gera Bjargfýling tilbúinn til fluttnings en hann er á leið á Bátadaga. Bátadagarnir hefjast laugardaginn 7. júlí klukkan 09:30 með siglingu frá Stykkishólmi. Sjá má nánar um dagskrána á vef Bátasafns Breiðafjarðar,
http://batasmidi.is/ Ólafur var að gera kerruna undir Bjargfýling klára svo báturinn yrði nú stöðugur á henni en hann er að leggja af stað í Stykkishólm og ætlar að taka þátt í Bátadögum 2012. Kerran gerð klár undir Bjargfýling fyrir Bátadags 2012. Hafnarfjörður 04. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 02.07.2012 23:50Oddur BA 12
Hér að neðan er grein sem ég fann um þetta slys. Vísir 28. Júní 1954 Fimm manns fórust með vélbáti á Breiðafirði s.l. föstudag. Vb. "Oddur" á leið úr Flatey í Múlasveit sökk með fimm manns. Átakanlegt slys varð á Breiðafirði s.I. föstudag, er vélbátur fórst með fimm manns, sem á honum voru. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér um þenna válega atburð, í símtali við Flatey á Breiðafirði, en þaðan var báturinn, síra Lárus Halldórsson sóknarprest, og skrifstofu Slysavarnafélagsins, lagði vélbáturinn Oddur, BA12, af stað úr Flatey um kl. 11 f.h. s.l. föstudag, og var ferðinni heitið að Svínanesi í Múlásveit í Barðastrandarsýslu. Á bátnum voru fimm manns: Tveir skipverjar, þeir Gestur Gíslason, formaður, hálffimmtugur, og Lárus Jakobsson, um þrítugt, báðir úr Flatey. Farþegar voru þrír: Óskar Arinbjarnarson hreppstjóri frá Eyri í KolIafirði í Gufudalssveit, maður um sextugt, sem verið hafði til lækninga í Reykjavík, en var nú á heimleið. Guðrún Einarsdóttir, á fimtugsaldri og Hrefna Guðmundsdóttir, dóttir hennar,25-26 ára, frá Selskerjum í Múlasveit. Frá Flatey til Svínaness er talin um tveggja stunda sigling, en báturinn kom aldrei fram. Síðast sást til hans úr Hvallátrum, um það bil klukkustund eftir brottförina frá Flatey. Stinningskaldi var á norðan, er báturinn lagði af stað úr Flatey, og gekk á með hryðjum. Þó var veður ekki talið háskasamlegt. Síðan spurðist ekkert til bátsins, og þegar hann kom ekki aftur til Flateyjar, eins og ráð hafði verið fyrir gert, var farið að leita hans. í Skáleyjum fannst ýmislegt úr bátnum, svo sem vörur, er hann hafði haft innaborðs, árar og fleira lauslegt, og þótti því sýnt, hver afdrif hans höfðu orðið.
Gestur Gíslason, formaður á "Oddi",var ekkjumaður, en lætur eftir sig 3 börn ung. Lárus Jakobsson var ókvæntur, en bjó hjá aldraðri móður sinni og bróður á Flatey. Guðrún Einarsdóttir lætur eftir sig mann og dóttur. Um heimilisaðstæður Óskars Arinbjarnarsonar er Vísi ókunnugt. Mikill mannskaði er að fólki þessu, sem állt var vel látið, og hefur atburður þessi að vonum vakið söknuð og hryggð í byggðarlagi þess. Skrifað af Rikki R. 02.07.2012 21:25SnjóbíllRakst á þennan magnaða snjóbíl þegar ég var að eltast við báta á Geymslusvæðinu í Kapelluhrauni. Þó þetta sé ekki bátur þá fannst mér sjálfsagt að mynda tækið. Þarna stendur hann á dekkjum en ég tel að þessi eigi að vera á beltum. Gripurinn lítur bara þokkalega vel út. Fyrir ykkur áhugasama um hin ýmsu farartæki þá set ég inn mynd af þessum grip. Fleiri myndir af honum ef þið smellið á myndina. Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is