Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2011 Júlí11.07.2011 18:20TeistaTeistan varð líka á vegi mínum. Hér eru tvær myndir af teistum. Fyrri myndin finnst mér svolítið skemmtileg. Sumum fuglaáhugamönnum finnst fugl sem er á flugi, eins og þessi teista ekki góð mynd. Af hverju? Jú, það er greinilegt að ég hef fælt hann upp sem þykir ekki gott. Ég er nú ekki alltaf sammála þessum körlum sem segja þetta. Hvað finnst mér sjálfum um þessa mynd. Mér finnst hún nokkuð góð vegna þess að hún er að fljúga burtu. Þá finnst mér römmunin hafa tekist vel til, sem reyndar var heppni, en fuglinn er að fljúga út úr myndfletinum og þessi mynd segir nákvæmlega hvað er að gerast. Fuglinn er að fljúga á brott þar sem ég var komin aðeins of nærri. Eina sem ég get virkilega sett út á hana er að hún er ekki 100% skörp. Litir og eitthvað það læt ég aðra um að dæma.
Skrifað af Rikki R. 11.07.2011 17:48ÓðinshaniTók "nokkrar" myndir í Flatey á Breiðafirði um daginn. Þar á meðal varð þessi óðinshani á vegi mínum. Hann er hér að eltast við flugur. Það þykir ekki góð mynd af fugli ef sést aftan á hann. Þessar myndir hins vegar sýna atferli hans að hluta til. Það sem uppá vantar eru snúningurinn þegar hann hrærir upp botninn.
Skrifað af Rikki R. 11.07.2011 16:02Hluti listaverkaListaverk eru eins og listamennirnir skapa þau. Hins vegar er ekkert sem segir að ef ég tek mynd af þeim þurfi ég að mynda það allt. Hér eru tvö dæmi af verkum Ásmundar Sveinssonar. Minnir að þau heit, Veðurathugun eða veðurathugunarmaðurinn og hitt sé Móðir mín í kví-kví. Mig minnir það alla vegna.
Skrifað af Rikki R. 11.07.2011 00:36Glæsilegt fleyÞetta glæsilega skip, Statsraad Lehmkuhl, hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðustu daga. Ég smellti myndum af skipinu.
Skrifað af Rikki R. 11.07.2011 00:20MæðgurMá til með að setja hér inn myndir af Elínu Hönnu og Elfu Dögg sem ég tók í garðinum við safn Ásmundar Sveinssonar. Þær voru í stuði eins og sjá má á neðri myndinni.
Skrifað af Rikki R. 10.07.2011 23:56Safnadagar 10. júlí 2011Við fjölskyldan höfum haft það fyrir sið á síðustu árum að þegar auglýstir eru safnadagar, eins og voru í dag, þá förum við að kíkjum á einhver söfn. Nú völdum við að fara á safn Ásmundar Sveinssonar og Einars Jónssonar. Ég held að óhætt sé að segja að við höfðum mjög gaman af þessu. Hef einu sinni áður komið í safn Einars Jónssonar en aldrei í safn Ásmundar Sveinssonar, ekki svo ég muni alla vegna. Á safni Ásmundar fannst mér mest gaman að sjá skissurnar af verkunum hans og svo verkið sjálft hjá skissunum. Sjá þróunina í verkinu á skissunum og svo endanlegu útgáfuna. List Ásmundar svolítið gróf, þ.e. línur og hlutföll. Á safni Einars mátti sjá slatta af málverkum hans og svo auðvitað höggmyndir. Ævintýraveröld sem hann hefur málað og svo einnig búið til í verkum sínum. Höggmyndirnar hans sýna mikil smáatriði og nákvæmni myndi ég segja. Helsi munur á þessum mönnum, að mínu mati, er sá að verk Ásmundar eru grófari en Einars. Á þessum tveimur myndum sem ég tók í dag er hægt að sjá hvað ég meina. Ásmundur frekar grófur en Einar fínlegur og nákvæmur. Hughrifin fannst mér eins þrátt fyrir muninn á verkunum.
Skrifað af Rikki R. 09.07.2011 02:00Búlki ex ÞráinnÞráinn var smíðaður 1947 af Gesti Gíslasyni frá Hreggstöðum á Barðaströnd fyrir Steinþór Einarsson. Gestur var yfirsmiðurinn yfir þessu verki og Steinþór honum til aðstoðar. Báturinn var smíðaður í skemmu sem stóð bak við Klausturhóla í Flatey á Breiðafirði.
Skrifað af Rikki R. 09.07.2011 00:31Meira frá BátadögumFleiri myndir komnar inn frá Bátadögum 2011. Smellið á mynd og þá er farið beint inní myndaalbúmið. Hér eru þrjár myndir svona til gamans.
Skrifað af Rikki R. 06.07.2011 09:12ÞjórsáÁ ferðum mínum um landið kemur oft upp í hugan "Þetta er alger náttúruperla". Ég held að ég sé svona ósköp venjulegur Íslendingur sem finnst landið fallegt og er stoltur af því. Það er gaman að fara með vini sína og sýna þeim svæði sem þeir hafa aldrei séð áður og sjá hrifningu þeirra.
Svona lítur árfarvegur Þjórsár út í dag, þurr og hægt að ganga yfir hann á þurrum fótum. Er þetta það sem við viljum. En hvar er þá Þjórsáin sjálf.
Þjórsána eins og hún lítur út í dag á miðsvæðinu, fyrir neðan Sultartangavirkjun. Hún er leidd í "skipaskurði" í átt að Búrfellsvirkjun. Eftir Búrfellsvirkjun er Þjórsá leidd aftur í sinn gamla farveg og við sjáum ána aftur í neðri hluta Þjórsár. Skrifað af Rikki R. 05.07.2011 23:30Gjáin og fleiraDagana19-23. júní vorum við, fjölskyldan, svo heppin að vinafólk okkar bauð okkur í sumarbústað til sín að Flúðum. Þetta voru miklir leitidagar sem fóru í að njóta þessa að vera í bústaðnum, spila, heitur pottur, góður matur og bara njóta þess að vera í fríi.
Skrifað af Rikki R. 05.07.2011 22:12HneikslaðurÉg er hneikslaður. Ég ætla því að brjóta svolítið mína eigin reglu og segja hvað mér finnst um fréttafluttning hér á þessu skeri okkar. Ég hef það fyrir reglu að reyna að vera ekki með nein leiðindi en núna verð ég. Dagana 25. júní - 4. júlí hafa verið í gangi Special Olympics í Aþenu Grikklandi. Þarna hafa krakkar frá Íslandi verið að keppa og staðið sig frábærlega. Þau eru að koma heim í kvöld hlaðin verðlaunum.
Síðast var það silfur í handbolta á ólympíuleikum og þeir fengu fálkaorðina fyrir. En hvernig er það með krakkana á Special Olympics. Ég fann síðu með verðlaunin hjá Íslanska liðinu en ég veit að þetta er ekki allt, verðlaunin eru á þessa leið: 17 gull, 17 silfur, 22 brons - samtals 56 verðlaun. Þess má geta að flest þessi verlaun eru fyrir einstaklingsgreinar. Þá vann íslanska liðið silfur í sjö manna fótbolta, þau eru ekki í þessari tölu. Nú bíð ég eftir því að allir þessir krakkar fái fálkaorðuna eins og handboltaliðið okkar sem vann silfur. Af hverju ekki þessi hópur eins og þeir? Hér á þessari slóð getiði séð alla keppendurna og verðalunin sem þeir fengu - http://www.athens2011.org/en/soi-results.asp Hér getiði séð ljósmyndir frá Special Olympics 2011 - http://if.123.is/home/ Af hverju er ég að tuða þetta? Jú, við þekkjum eina sunddrottninguna, Elsu Sigvaldadóttur. Hún kemur heim með gull, silfur og tvö brons. Frábær árangur hjá henni og við erum stolt að þekkja hana. Við höfum aðeins fylgst með í gegnum heimasíðu Special lympics
Skrifað af Rikki R. 03.07.2011 17:42Ekki bara bátamyndir:)Eftir þetta sumarfrí sem ég hef verið í þá er úr miklu að moða og þarf ég að skoða vel á þriðja þúsund myndir. Ég mun setja þær inn smátt og smátt. Ég setti inn myndir hér að framan frá Bátadögum 2011. Það eru ekki bara myndir af bátum í þessu fríi heldur tók ég myndir af öllu ef svo má segja. Hér eru tvær myndir af teistu og óðinshana sem ég tók í Flatey á Breiðafirði.
Skrifað af Rikki R. 03.07.2011 15:09Úr siglingunni á Bátadögum 2011Hásetinn á Rúnu ÍS, Teddi, sendi mér þessar tvær myndir sem hann tók úr ferðinni. Svo verður hægt að sjá ferðasögu Tedda á þessari slóð, http://blogg.visir.is/tengill/ fljótlega en ferðasagan er í smíðum. Ég þakka Tedda fyrir lánið á myndunum.
Skrifað af Rikki R. 03.07.2011 02:33Bátadagar 2011Kominn úr sumarfríi og nú er eitthvað efni sem ég hef til að setja inn. Byrjum á Bátadögum 2011 sem haldnir eru þessa helgina, 2. - 3. júlí 2011. Kom úr Flatey á Breiðafirði á föstudagskvöldið og var því staddur í Stykkishólmi þegar Bátadagar 2011 hófust. Hópur báta, eða sex talsins lögðu af stað klukkan rúmlega 09:00 þann 02. júlí áleiðis í Rauðseyjar og Rúfeyjar. Einn fylgdarbátur var með í hópnum. Hér fyrir neðan má sjá alla bátana áður en þeir lögðu af stað í átt að Rauðseyjum og Rúfeyjum. Öllum bátum siglt fyrir eigin vélarafli nema Farsæll sem er án vélar og var hann hafður í spotta aftan í Freydísi. Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá var meiningin að sigla frá Stykkishólmi og Reykhólum og ætluðu hóparnir að mætast við Rúfeyjar og Rauðseyjar. Eftir því sem ég heyrði þá voru menn við Reykhóla eitthvað efins en talsverður vindur og sjógangur var þar. Smá vindur var í Stykkishólmi en spáin sagði að það myndi lægja og það varð raunin. Eftir að skipstjórarnir höfðu siglt nokkra hringi fyrir ljósmyndarana sem voru á staðnum sigldu þeir af stað til R-R-eyjanna um klukkan 09:15. Ég ætla að reyna að segja hverjir hafi verið í áhöfn bátanna að einhverju leiti. Rúna ÍS, þar var skipstjóri Gunnlaugur Valdimarsson og háseti var Gunnar Th. eða Teddi eins og margir þekkja hann. Teddi er ekki óvanur en hann er skipstjóri og eigandi á Stakkanesinu. Þytur, skipstjóri og eigandi bátsins er Þórarinn Sighvatsson. Farsæll, þar var engin skipstjóri. Eigandi Farsæls er Þórarinn Sighvatsson en það var Gunnlaugur Valdimarsson sem smóðaði Farsæl þegar hann var um 19. ára gamall. Það var Þórarinn sem hafði Farsæl í togi. Bjargfýlingur, þar voru tveir í áhöfn en báðir munu þeir heita Ólafur Gíslason. Ég get alla vegna sagt að skipstjórinn hafi heitið Ólafur Gíslason. Bjargfýlingur hafði gúmmíbát í togi. Freydís SH, skipstjóri Þórður Sighvatsson. Aftan í Freydísi var Farsæll. Gustur SH, þar voru m.a. í áhöfn Sigurður Bergsveinsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Freyja Bergsveinsdóttir og fleiri. Aftan í Gusti hékk svo léttabátur. Fæ vonandi upplýsingar um hverjir hafi svo komið frá Reykhólum og mun þá bæta því inní.
Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is