Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
25.08.2009 09:02Danskir dagar 2009Danskir dagar í Stykkishólmi voru haldnir dagana 21.-23. ágúst. Við, stórfjölskyldan, smelltum okkur og höfðum gaman af. Á föstudagskvöldinu var hverfagrillið og Silfurgötufólkið fór yfir í Lágholtið, n.t.t. í Himnaríki. Þar var talað um Silfurgötufólkið sem flóttamenn, en það er nú önnur saga. Talsvert var af fólki í grillveislunni. Þarna var spilað og sungið. Þegar svo "Forsetinn og formaðurinn" mættu á svæðið þá var mútum beitt til að hafa áhrif á val dómaranna á besta hverfinu. Verð að viðurkenna að ég missti af hvaða hverfi vann. Mæli með að það verði engar mútur á næsta ári og sjá hvað gerist þá. Um miðnætti á föstudagskvöldinu gengum við niður í bæ og þar var talsverður hópur ungs fólks framan við gömu kirkjuna, þar var líka Einar með öllu staðsettur. Talsverð stemming var í fólkinu. Á laugardaginn var skrúðganga en hún var ekki mjög fjölmenn en þó fjölgaði í henni eftir því sem á leið. Skemmtiatriði, leiktæki, sölubásar voru á hátíðarsvæðinu og ekki annað að sjá en fólk hefði gaman af, bæði fullorðnir og krakkar. Bryggjuballið var á laugardagskvöldinu og hélt Hera Björk uppi fjörinu. Dagskráin hennar samanstóð af gömlum góðum íslenskum lögum sem allir þekkja og var dansað og sungið. Að mínu mati frábært bryggjuball. Flugeldasýning var rétt um miðnættið. Ég hef alltaf gaman af flugeldasýningum og var engin breyting þar á í þetta skipti. Hér eru þrjár myndir og mikið fleiri í albúmi, Danskir dagar 2009.
Skrifað af Rikki R. 19.08.2009 21:062262. Sóley Sigurjóns GK200Var á ferð við stóru flotkvína í Hafnarfirði og veitti athygli að Sóley Sigurjóns GK200 var í slipp. Þar sem ég stoppaði fannst mér skipið rammast flott inn og gat ég ekki annað en smellt af nokkrum myndum. Hér má sjá eina af þessum myndum.
Skrifað af Rikki R. 14.08.2009 13:40Garðar BA 64, öll sagan
60. Garðar BA 64 í Skápadal. Skápadalur er lítill dalur, girtur hömrum og var þar býli með sama nafni en er nú í eyði en þar stendur nú sumarbústaður.
Óskar Franz Óskarsson, veitti mér miklar og góðar upplýsingar sem komu mér vel af stað. Hér er slóð á heimasíðu hans. http://franz.123.is/ Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, upplýsingar skráði Óskar Jakob Helgason 1995. Morgunblaðið: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=734181 Skrifað af Rikki R. 10.08.2009 13:20Siglingar við FlateyLaugardagurinn 26. júlí voru margir bátar á ferðinni í Flatey. Hér má sjá nokkra báta sem voru á ferðinni þennan dag, í fallegu veðri. Fleiri myndir í Flateyjaralbúminu. Skrifað af Rikki R. 10.08.2009 09:21Bátar á VestfjörðumÍ Vestfjarðarferðinni rakst ég eitthvað smávegis á báta. Ég smellti nokkrum myndum af bátum til að hafa fjölbreytinina í fyrirrúmi. Hér sjást tveir en fleiri eru inni í albúmi. Bátarnir "mínir" eru af öllum stærðum og gerðum.
Skrifað af Rikki R. 08.08.2009 14:09Nútíminn í FlateyÞað er af sem áður var. Fyrir fáum árum síðan þá var varla hægt að hringja úr gsm síma í Flatey. Þurfti að hafa mikið fyrir því að ná sambandi og var haft á orði að besti staðurinn væri í kirkjugarðinum, ofan á einhverju leiðin, standandi á öðrum fæti og helst á haus. Þetta var þó aldrei öruggt og var sjaldan hægt að hringja tvisvar á saman stað. Á þessum tíma vorum við ekkert að hafa fyrir því að hafa símana mikið við höndina en ef nausynlega þurfti að ná þá var leitað eftir símasambandi um allt. Eftir að kvikmyndin Brúðguminn var tekin upp í Flatey þá breyttist þetta allt saman. Þá var sett upp loftnet með gsm sendi og nú er engin friður. Þegar ég segi "Það er af sem áður var" bendi ég að myndina hér fyrir neðan. Þegar myndin er tekin voru 19 manns í Bræðraminni í Flatey og aðeins "nokkrir" gsm símar. Þessi hilla, sem er fyrir ofan gömlu eldavélina, er því orðin n.k. tæknihilla og til gamans má geta að það voru að ég held 2-3 símar í viðbót í húsinu, við þessa sem eru á myndinni. Við ætluðum sko ekki að vera sambandslaus í Flatey.
Skrifað af Rikki R. 08.08.2009 13:56LíffræðikennslaEitt af því sem börnin í fjölskyldunni hafa gaman af er að fræðast um ýmislegt. Þau fylgja þá Einari afa sínum og er hann mjög viljugur að sýna þeim og útdeila visku sinni. Í Flatey var farið á sjóinn og veiddir nokkrir þorskar í matinn. Afi flakaði fiskinn og stóðu Ólöf Hildur, Róbert Max og Elín Hanna hjá honum og fylgdust með. Afi sýndi þeim ýmislegt úr fiskinum, en aðallega virtist áhuginn liggja í að sjá hvað fiskurinn hafið verið að borða. Hér á myndunum fyrir neðan má sjá þegar Einar afi sýnir þeim magainnihaldið úr nokkrum þorskum sem veiddir voru, krabbar og skerjasteinbítur/sprettfiskur. Áhugi barnanna leynir sér ekki.
Skrifað af Rikki R. 07.08.2009 17:33Swinghátíð á ÍslandiEkki er langt síðan mikið var um mótmæli á Austurvelli. Þann 04. ágúst fórum við fjölskyldan niður á Austurvöll, ekki til að fylgjast með mótmælum heldur swingdansi. Að horfa á dans í stað mótmæla er miklu flottara og ánægjan skein út úr hverju andliti, jafnt dönsurum sem áhorfendum. Setti inn myndir af þessum dönsurum en þeir byrjuðu á Austurvelli, færðu sig síðan yfir á Lækjatorg og enduðu á Ingólfstorgi. Lúðrasveitin Svanur lék undir.
Skrifað af Rikki R. 07.08.2009 13:06Meira úr FlateyEftir Vestfjarðarferðina fórum við í Flatey á Breiðafirði þ.e. dagana 23.-31. júlí 2009. Þar var auðvitað gott að vera eins og alltaf og myndavélin á lofti. Setti slatta af myndum inní Flateyjarmöppuna. Hér má þó sjá smá sýnishorn.
Skrifað af Rikki R. 05.08.2009 23:23Garðar BA-64, elsta stálskip ÍslandsÁ ferð okkar um Vestfirði rákumst við á Garðar BA64 sem mun vera elsta stálskip Íslands.
Varað er sérstaklega við því að fara um borð enda báturinn orðinn frekar illa farinn. Ég smellti nokkrum myndum af honum og þá tók ég tvær myndir inní hann, þ.e. ég rétti hendina inn svona rétt til að sjá hvernig þetta liti allt út. Ef smellt er hér má sjá mynd af Garðari þegar hann var í fullu fjöri, myndina tók Snorri Snorrason að ég tel. Þar er rakin saga bátsins. Þegar ég las fyrir sögu bátsins fannst mér eins og eitthvað væri ekki rétt að í þrígang var hann seldur sama útgerðafélaginu á sitthvorum staðnum. Hér kemur alla vegna frásögnin eins og hún er skrifuð og ljósmynd af skjalinu líka sem skrifað var 1995 og ef þetta er einhver villa þá hefur hún verið þarna öll þessi ár: Garðar Lengd á líkani 107 sm. Byggingarhlutfall 1/30
Garðar var smíðaður í Noregi 1912. Hann var þá mældur 179 tonn og í honum var Ruston-díselvél. Garðar kom til landsins 20. Janúar 1945 og á því ári var gerð mikil viðgerð á skipinu. Kaupandi var Siglunes hf. Á Siglufirði. Skipið var nefnt eftir hlutafélaginu og hér því Siglunes og einkennisstafirnir voru SI-89. Hinn 21. október 1952 var skipið selt til Reykjavíkur og var þá nefnt Sigurður Pétur RE186, kaupandi var Skeggi hf. Níu árum síðar, eða 14. júlí 1961 var skipið selt til Siglufjarðar á ný. Kaupandi var Skeggi hf. á Siglufirði. Nafni þess var breytt og hét þá Hringsjá SI-94. Tveimur áum síðar var skipið enn selt og nú til Skeggja hf. í Garðahreppi og þá var því gefið nafnið Garðar GK-175. Halldór Snorrason í Reykjavík keypti Garðar 28. Desember 1967. Hann hélt nafninu, en einkennisstafirnir urðu RE-9. Garðar var endurmældur og mældist þá 158 tonn. Jón Magnússon á Patreksfirði keypti Garðar 20. Nóvember 1974 og eftir það hét skipið Garðar BA-64. Garðar var tekinn af skrá 1. desember 1981. Skrifað af Rikki R. 05.08.2009 22:54FerðafélagarnirHér má sjá ferðalangana sem voru í þessari Vestfjarðarferð.
Skrifað af Rikki R. 05.08.2009 22:47SólaÁ leiðinni yfir Breiðafjörðinn þann 18. júlí sáum við Sólu og skipperinn Hjört. Við veifuðum honum og Hjörtur veifaði á móti en hefur líklega ekki haft hugmyn um hverjum hann veifaði. Þegar ég skoðaði svo myndirnar eftir að heim kom gat ég séð að í stýrishúsinu sat Sóla (held það alla vegna) og Björg Steinunn. Ef Hjörtur sér þetta þá veit hann það núna að það var ég sem veifaði honum þann 18. júlí þegar Baldur fór seinni ferðina.
Skrifað af Rikki R. 05.08.2009 22:28VestfirðirDagana 18.-22. júlí 2009 fór ég með fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum mínum í smá ferðalag um Vestfirði. Við fórum yfir Breiðafjörð með Baldri en það hef ég aldrei gert áður. Baldur stoppar alltaf í Flatey á Breiðafirði og eftir að lagt var af stað þaðan þá var allt sem ég sá nýtt. Landslagið á Vestfjörðum er frábært og þá var gaman að koma í alla bæina og skoða þá. Setti inn nýtt albúm sem ég kalla Vestfirðir, sjón er sögu ríkari.
Skrifað af Rikki R. 03.08.2009 16:48SvartfuglarHeld áfram að dæla inn fuglamyndunum. Nú eru það svartfuglarnir í Látrabjargi og Flatey á Breiðafirði. Hér eru fjórar myndir af svartfuglum, þ.e. langvía, álka, teista og lundi. Á eftir að setja inn myndir af stuttnefju. Margar myndir til viðbótar af fuglum í fuglaalbúminu. Er að vinna aðrar myndir svo þetta verða ekki bara fuglar fyrir ykkur sem hafið ekki áhuga á þeim.
Skrifað af Rikki R. 02.08.2009 02:07Kominn aftur. Kríumyndir.Sæl öll. Þá er ég kominn úr fríi. Er að vinna myndir úr ferðinni og mun setja þær inn svona smátt og smátt. Ég tók myndir af fuglum, bátum, landslagi og bara því sem mér datt í hug. Fyrstu myndirnar mínar úr þessari ferð eru af kríum sem ég smellti af í Flatey á Breiðafirði. Hér má sjá þrjár myndir en talsvert fleiri eru í fuglaalbúminu.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is