Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
16.04.2015 20:54PolliKeyrði einn rúnt niður á bryggju í Hafnarfirði. Ætlaði ekki að taka myndir, þar sem ekkert myndefni var, en smellti samt einni. Ekkert sérstakt en gaman þó. Polli á bryggjunni í Hafnarfirði, 16. apríl 2015 Skrifað af Rikki R. 08.04.2015 17:10Kirkjur á ÍslandiSetti inn nýtt albúm með slatta af myndum. Hef í gegnum tíðina tekið myndir af kirkjum og nú ákvað ég loksins að setja það inn. Það eru 1-3 myndir af hverri kirkju. Þetta eru kirkjur víðs vegar af landinu, misgóðar en það er ekki það sem skiptir máli núna. Vona að þið hafið gaman af. Kirkja við Hof í Öræfum, 09. ágúst 2004 Flateyjarkirkja á Breiðafirði, 10. ágúst 2011 Skrifað af Rikki R. 07.04.2015 20:19Margt smáttMargar myndir koma skemtilega út af einföldum hlutum. Hér eru tvær sem eiga kanski ekki saman. Crayola litir fyrir litlu krakkana og "söngvatn" fyrir þá stærri. Crayola litir, Vestmannaeyjar 27. júlí 2014 Söngvatn, Vestmannaeyjar 27. júlí 2014 Skrifað af Rikki R. 22.03.2015 17:31Tveir úr HafnarfirðiKíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn og sá þá þessa tvo koma inn. Mér fannst ég þurfa að smella myndum af þeim. Þetta eru þær stölluð Dadda og Maja, hvort þær þekkist eitthvað veit ég ekki en þær komu vel út í dag. Dadda HF 43 á innleið í Hafnarfirði, 22. mars 2015 Maja á innleið í Hafnarfirði, 22. mars 2015 Skrifað af Rikki R. 09.03.2015 11:50Við Lækinn í HafnarfirðiKíktum á Lækinn í Hafnarfirði til að gefa öndunum. Vorum með eina litla með okkur, Andreu Oddu, sem við vorum að passa. Henni var nú ekki alveg sama um fuglana, fannst þeir koma full nálægt og þurfti ég að reka fuglana í burtu. Þarna var einn mjög svo skemtilegur aðili sem fylgdist með öllu. Kisi fylgist með við Lækinn í Hafnarfirði, 28.02.2015 Skrifað af Rikki R. 09.03.2015 11:36JUNI og Ragnar MÞið fyrirgefið hvað ég hef verið slakur að setja eitthvað inn hér en það fer að breytast núna. Nú er pásan mín búinn og þetta fer af stað aftur. Hér er mynd tekin í Reykjavíkurhöfn af JUNI frá Maniitsoq. Sýnist þetta vera einn af þeim sem hefur verið teygður talsvert frá því sem var í upphafi. Þar fyrir neðan er svo Ragnar M, nýsmíði sem fór til Noregs eftir því sem ég best veit. JUNI, MANIITSOQ, Reykjavíkurhöfn 18. janúar 2015 Ragnar M. Hafnarfjarðarhöfn 18. janúar 2015 Skrifað af Rikki R. 16.12.2014 20:00Leifur EA6926 Leifur EA ex Jóhanna BA 152 Báturinn er smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði árið 1949. Eik og fura. 1,92 brl. 24 ha. Bukh vél. Eigandi Torfi Steinsson, Stóra-Krossholti, Barðastrandarhreppi, frá 7. maí 1986 þegar báturinn var fyrst skráður. Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma. Seldur 23. apríl 1990 Gunnari Guðmundssyni Skjaldvararfossi, Barðastrandarsýslu. Bátuirnn heitir Fönix BA 70 og er skráður á Barðaströnd 1997. Á ljósmynd í Íslensk skip, bátar hefur báturinn verið afturbyggður. Þá kemur jafnframt fram að vélin sem er í bátnum er Bukh árgeð 1986. Reikna má því með að báturinn hafi verið með aðra vél nú eða vélarlaus. Í skipaskrá á Sax.is er báturinn skráður sem Gumbur GK 882 með heimahöfn í Vogum, eigandi Gunnar Guðmundsson. Bátnum breytt í skemmtibát árið 2002. Á vef Fiskifrétta, skipaskránni kemur fram að núverandi eigandi heitir Kristján Guðmundur Sveinsson og báturinn heitir Leifur EA, með heimahöfn á Hjalteyri. Nöfn: Jóhanna BA, Fönix BA, Gumbur GK og Leifur EA. Þann 6. ágúst 2013 var ég á ferð á Hjalteyri og tók þessa mynd. Upplýsingar: Íslensk skip, bátar, bók nr. 1, bls. 62, Jóhanna BA 152. Sax.is - skipaskrá Fiskifréttir.is - skipaskrá Leifur EA við bryggju á Hjalteyri við Eyjafjörð, 06. ágúst 2014 Skrifað af Rikki R. 09.11.2014 18:01Gamlir bílarSkrapp og kíkti á gamla bíla sem voru sýndir að Melabraut í Hafnarfirði. Þarna voru fimm gamlir bílar til sýnis og jafnvel til sölu. Þarna var Ford, tveir Willis jeppar, Wolseley og Lincoln. Eigandi bílanna er Þorsteinn Baldursson. Myndir af bílunum má sjá hér. Ford V8, 1934 Wolseley 1938, Þorsteinn Baldursson egandinn er í bláu peysunni Lincoln 12 strokka Willis Willis 1946 Skrifað af Rikki R. 09.11.2014 17:52Nýr BaldurNýr Baldur kom til Íslands fyrir þó nokkru síðan. Nú bendir allt til að hann sé á leið til Stykkishólms einhvern næstu daga. Held að hann hafi átt að fara í dag en síðast þegar ég vissi var hann ekki farinn. Það er búið að vera að gera smá breytingar á bátnum, mála hann og allt að verða klárt til siglinga um Breiðafjörð. Nú vona ég að menn fari ekki að lána Baldur til Vestmannaeyja eins og þeir hafa gert með reglulegu millibili. Þessi Baldur tekur víst talsvert fleiri bíla en sá gamli. Hér er mynd sem ég tók af Baldri 08.11.2014 í Reykjavíkurhöfn. Baldur í Reykjavíkurhöfn, 08.11.2014 Skrifað af Rikki R. 02.11.2014 20:56FyrirgefiðÉg ætla að byrja á að biðjar fyrirgefningar á því hvað ég hef verið slakur við að setja inn myndir og færslur hér. En ástæðan er að ég hef tekið þá ákvörðun að setja minna af myndum inn á síðuna mína og einnig að setja minna inn á facebook síðuna mína. Því er allt svo rólegt hjá mér. En ég get ekki látið það gerast að ekkert sé á forsíðunni og set því inn eina mynd svona rétt til að sýna lit. Þessi hefur byrst áður. Skrifað af Rikki R. 30.08.2014 14:36Óskar Matt VE 17Sá loksins Óskar Matt VE 17 á siglingu í dag, 30. ágúst 2014. Þarna var Auðunn á leið í róður við annan mann. Vona að þeir fiski vél. En hér er mynd af bátnum eins og hann lítur út í dag. Óskar Matt VE 17 í Reykjavíkurhöfn, 30. ágúst 2014 Skrifað af Rikki R. 31.07.2014 10:34Á ÍtalíuÞegar við vorum á ferð um Ítalíu var mikið að skoða og sjá. Endalaus myndefni sama hvert litið var. Myndirnar mínar urðu um 2000 en ég hef nú klipp það niður í um 1900. Hér eru nokkrar myndir til viðbótar því sem ég hafði sett inn áður. Eins og ég sagði þá eru myndefnin um allt og þá er bara spurningin um hvernig vilt þú skera myndina, þröngt eða vítt................... Portovenere Séð út um glugga á kastala í Portovenere Kastalinn við Portovenere Elín Hanna nýtur fegurðarinnar við Gardavatn Skrifað af Rikki R. 23.07.2014 20:19Tvö flott skipÞessi tvö skip sáum við þegar við fórum að skoða bæina fimm, Quinte Terre. Annað sáum við þegar við vorum að fara frá Portovenere til að skoða þorpin fimm, eða Quinte Terre, hitt sáum við þegar við vorum að fara frá Portovenere til La Spezia þegar ferðinni var að ljúka. Skipin eru mjög flott eins og þið sjáið. Glæsileg skip, bæði tvö. 20. júní 2014. Skrifað af Rikki R. 19.07.2014 23:42Tveir matseðlarHér má sjá tvo mat- og vínseðla sem eiga að lokka fólk til sín. Mér finnst þessir seðlar/skilti flott. Þetta eru litrík skilti og fólk ætti því að taka betur eftir þessum stöðum. Meira en þeir gera kanski. Auglýsingaskilti í Monterossa. 20. júní 2014 Annað auglýsingaskilti í Monterossa. 20. júní 2014 Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is