Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
04.01.2010 20:10Fögur er fjallasýnUm áramótin var veðrið alveg meiriháttar flott. Kyrrt og frost. Getur ekki verið betra. Ég tók slatta af myndum af fjöllunum kringum Stykkishólm. Ég gerði smá tilraunir, m.a. notaði ég hátt ISO sem gerir myndirnar m.a. svolítið kornóttar. Ég er talsvert sáttur við útkomuna á þessum myndum. Hér eru fjórar af þessum myndum og fleiri má sjá í albúmi.
Skrifað af Rikki R 04.01.2010 19:00Stykkishólmshöfn í lok ársSetti einhverjar myndir af bátum inní albúm. Myndirnar teknar í Stykkishólmi en eins og sjá má þá var spegilsléttur sjór. Hér fyrir neðan má sjá m.a. 2650 - Bíldsey SH65, 6958 - Rún (Sagður heita Bryndís SH128 í skipaskrá) og 6626 - Amma Lillý BA55.
Skrifað af Rikki R. 04.01.2010 08:10Fréttir af Ástu BEins og þið munið þá birti ég myndir af Ástu B, stærsta plastbát sem Trefjar hafa smíðað. Báturinn var seldur til Noregs og er einn eigandi bátsins Húsvíkingur. Já, þeir koma víða við þessir Húsvíkingar.
Skrifað af Rikki R. 04.01.2010 00:51Gleðilegt nýtt árKæru vinir á ættingjar. Gleðilegt ár og farsælt komandi ár. Eitthvað vesen var hér á síðunni minni sem ég kann enga skýringu á því ég komst ekki inn í stjórnkerfið til að setja myndir í bloggið. Núna prufaði ég aftur og allt gékk upp. Ég var í Stykkishólmi um áramótin og hér má sjá myndir frá brennunni.
Skrifað af Rikki R. 28.12.2009 08:05Frost á ÞingvöllumFjölskyldan skrapp á Þingvelli 27. desember 2009. Fallegt veður var og frostið -10 gráður. Myndavélin var með í för og þegar við komum að Þingvallavatni var birtan rosalega flott. Ísing var í flæðarmálinu, grjót í klakaböndum og mátti jafnvel sjá kynjaverur þarna í ísnum. Auðvitað tók ég mikið af myndum og má sjá afrakstur þeirra í albúmi. Hér eru hins vegar fjórar myndir sem sýna aðeins hvernig þetta leit allt saman út.
Skrifað af Rikki R. 27.12.2009 02:21Frost á fróniNú er frost á fróni, var einu sinni kveðið. Þetta átti vel við í dag, 27. desember 2009. Ég skrapp að Kaldárseli og tók nokkrar myndir af klaka í Kaldánni, þá skrapp ég að Hvaleyrarvatni og tók myndir þar og einnig af sólsetrinu sem sýnir stilluna sem var. Setti inn nokkrar myndir í albúm.
Skrifað af Rikki R. 25.12.2009 23:30Tónleikar 19. desember 2009Ég skrapp á tvenna tónleika 19. desember 2009. Annars vegar voru það tónleikar í Háskólabíói með Sinfoníuhljómsveitinni. Á undan tónleikunum þ.e. þegar gestir gengu inn þá spiluðu nemendur Allegro Suzuki tónlistarskólans nokkur jólalög. Í þeim hópi var dóttir mín. Á tónleikunum sjálfum var Halldóra Geirharðsdóttir kynnir sem hin yndislega Barbara trúður. Þarna kom gestur og flutti söguna um snjókarlinn sem lifnaði við og lék það líka, það var engin annar en Páll Óskar. Hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar á sviðinu. Barbara trúður sagði hann vera eins og jólakúlu en Páll Óskar kvaðst frekar vera eins og jólastjarna og pósaði. Ég hafði gaman af þessum tónleikum og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Simfó og Páll Óskar stóðu sig líka ágætlega:-) Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.
Hinir tónleikarnir sem ég fór á voru í Lindakirkju í Kópavogi. Þar hélt Regína Óska jólatónleika og fékk aðstoð stúlknakórs Víðistaðakirkju. Í þeim kór er Elín Hanna dóttir mín. Frábærir tónleikar. Tónleikarnir voru svo endurteknir þann 20. desember 2009 í Víðistaðakirkju. Ég fór þangað líka og þá tók ég upp á vídeóvélina mína. Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.
Skrifað af Rikki R. 24.12.2009 09:45Gleðileg jólÉg óska öllum velunnurum síðunnar og landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og þakka árið sem er að líða.
Skrifað af Rikki R. 22.12.2009 08:545493 Árni ÞH 1275493 Árni ÞH 127, tæplega 6 tonna línubátur sem var smíðaður 1961 í skipasmíðastöð Svavars Þorsteinssonar úr furu og eik. Bragi Sigurðsson eigandi bátsins gerir hann út á Húsavík. Bragi og Sigurður bróðir hans keyptu bátinn út Flatey árið 1970. Þeir gerðu bátinn út til ársins 1983 er þeir lögðu honum og keyptu sex tonna dekkbát frá Norðfirði. Þeir seldu þann bát árið 1985 og lét Bragi endurbyggja eldri bátinn og hefur gert hann út síðan. Önnur nöfn: Samkvæmt upplýsingum úr Eyfirskri skipaskrá kemur fram að upphaflega hafi báturinn fengið nafnið Hafræna EA 42, hafi hann verið afturbyggður súðbyrðingur með lúkar, smíðaður fyrir Baldvin Ásmundsson og Heiðar Rafn Baldursson, Árskógsandi en þeir áttu bátinn í tæpt ár. Í febrúar 1963 fékk báturinn nafnið Bára ÞH 127 gerður út frá Flatey. 1982 fékk báturinn nafnið Árni ÞH 227 sem síðan var aftur breytt 1985 í Árni ÞH 127. Heimildir: Aflafréttir: http://aflafrettir.123.is/blog/record/278041/ Eyfirsk skipaskrá: http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=75&img=1097 hér má lesa allt um skipasmiðinn Sigurgeir Svavar Þorsteinsson, bátana sem hann smíðaði og þá má sjá eitthvað af myndum af bátunum. Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar: http://skipamyndir.123.is/blog/record/398521/ sem segir sínar heimildir vera úr Sögu Húsavíkur. Skrifað af Rikki R. 16.12.2009 22:14Coca Cola hraðlestinCoca Cola hraðlestin var á ferðinni þann 12. desember 2009. Við feðginin fórum og kíktum á lestina og sáum hana við Smáralind. Við þurftum að bíða eftir lestinni, en meðan við biðum smellti ég nokkrum myndum. Hér eru nokkrar þeirra og fleiri má sjá í albúmi merkt Coca Cola hraðlestin.
Skrifað af Rikki R. 29.11.2009 22:51Ásta BÁsta B komin á flot. Þessar myndir eru teknar 28. nóvember 2009. Tengdafaðir minn var með mér og þegar hann sá þennan bát kvaðst hann halda að þessi yrði ekki stöðugur. Þessi mun vera sá stærsti sem frá Trefjum hefur komið, Cleopatra 50. Það er fyrirtækið Eskoy AS í Tromsö sem fær þennan fyrsta bát af þessari gerð. Báturinn verður útbúinn með línukerfi og beitningarvél og er 30 brúttótonn. Báturinn er 14,99 m. að lengd og 4,65 m. að breidd. Hann mun vera með 1000 hestafla Yanmar vel.
Skrifað af Rikki R. 25.11.2009 22:55UpplýsingarKæru ættingar og vinir. Þið hafi séð á þessum síðustu bloggfærslum að ég hef aðeins breytt útaf því sem ég hef gert venjulega. Hugmynd mín er að þegar ég set inn myndir þá verði einhverjar upplýsingar með t.d. eins og upplýsingar um fugla, báta, bíla, fólk o.s.frv. Allt miðast það við að ég finni þessar upplýsingar einhversstaðar til að koma þeim á framfæri við ykkur. Vona að þið hafið gaman af. Ég ætla nú ekki að setja neinar upplýsingar um hann þennan. Skrifað af Rikki R. 25.11.2009 20:33SpóiSpói, Numenius Phaeopus er algengur varpfugl á Íslandi, hann er farfugl. Spóinn er um 40-42 sm. að stærð, 500 gr. að þyngd og vænghafið er um 76-89 sm. Spóinn kemur til landsins í byrjun maí og er farinn í lok ágúst, byrjun september. Spóinn verpir um fjórum eggjum, þau eru brúnleit með dökkum blettum. Spói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Hann er grábrúnn með ljósum fjaðrajöðrum að ofan, á bringu og niður á kvið en annars ljós á kviði og neðan á vængjm. Spóinn er með dökkbrúnan koll og augnrák en ljósa brúnarák og kverk. Hvítur gumpur og neðri hluti baks eru áberandi á flugi. Stél er þverrákótt og vængendar dökkir. Ungfugl er svipaður fullorðnum fugli en goggur styttri. Goggurinn er grábrúnn að lit, boginn niður á við og einkennir fuglinn mjög. Langir fæturnir eru blágráir og augun eru dökk með ljósum augnhring. Söngur spóans, vellið, er eitt af einkennishljóðum íslenska sumarsins. Að auki gefur hann frá sér ýmis flauthljóð. Varpkjörlendi er bæði í þurru og blautu landi. Þéttleikinn er mestur í hálfdeigjum og þar sem mætast votlendi og þurrlendi, en han verpur líka í lyngmóum, grónum haunum, blautum mýrum og hálfgrónum melum og söndum. Hreiðrið er sinuklædd, grunn laut í lágum gróðri, venjulega óhulið. Algengur á láglendi um land allt en strjáll á hálendinu. Vetrarstöðvarnar eru í V-Afríku sunnan Sahara.
Skrifað af Rikki R. 21.11.2009 19:55Gullhólmi SH 201264. Gullhólmi SH 201. Eftir því sem ég kemst næsti hefur hann borið þrjú einkennisnúmer og tvö nöfn. Gullhólmi er línuskip. Eigandi er agustson ehf í Stykkishólmi. Báturinn hefur borið nafnið Gullhólmi síðan í nóvember 2003. Smíðanúmer 556 hjá A/S Stord Verft í leirvík á Stord í Noregi 1964 sem Þórður Jónasson RE350. Lengdur og hækkaður árið 1975. Yfirbyggður 1978. Lengdur aftur 1986. slegin úr að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu- og togskip hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 2003. Gullhólmi er með 1430 hestafla Caterpillar vél, árgerð 1986. Báturinn er 49. m. langur, 7.50 m. breiður og 6,26 m. djúpur. Hann er 471 brúttótonn. Önnur heiti: Þórður Jónasson RE 350, Þórður Jónasson EA 350.
Skrifað af Rikki R. 21.11.2009 14:10Fjólurnar í HólminumÉg hef áður sett inn myndir af nöfnunum Fjólu og Fjólu. Nú langar mig að reyna að bæta við smá upplýsingum um þessa báta eins og þeir kollegar mínir gera. Sjálfum finnst mér það gaman að fá upplýsingar um bátana. Þetta verða ekki tæmandi upplýsingar en ef einhverjir þekkja þetta betur endilega setið inn upplýsingar. Ég hef aflað þessara upplýsinga á netinu, frá ýmsum stöðum m.a. frá þeim báta- og skipaköllum sem hér eru til hliðar á síðunni. Þessi söfnum getur verið nokkuð tímafrek en vona að hún skili ykkur einhverri ánægju. Hér koma sem sagt helstu upplýsingar sem ég fann um Fjólurnar. 1192. Fjóla BA150 var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1971 úr eik. Er með 172 hestafla Gardner vél árg. 1970. Báturinn er 17,03 m. langur, 4,60 m. breiður og 1,94 m. djúpur. 26 brúttótonn.
2070. Fjóla SH-7. Báturinn er með 238 hestafla Caterpillar vél árgerð 1997. Hann er 13,12 m. langur, 4,0 m. breiður og 2,0 m. djúpur. 20 brúttótonna stálbátur. Smíðaður í Reykjavík 1990 og skutlengdur 1995. Hét áður Hraunsvík GK og Jón Garðar KE.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is