Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
19.03.2010 23:26Fyrir fuglakarlaFyrir fuglakarla þá verður sér mappa með þeim fuglamyndum sem ég tók. Þær eru nú ekki margar en ná þremur tugum þó. Tegurndirnar eru 12 að ég held. Hér kemur einn.
Skrifað af Rikki R. 19.03.2010 23:14Fyrir bátakarlaFyrir ykkur bátakarla þá er lítið um báta nema þá helst skemmtibáta. Það geta þó komið þokkalega skemmtilegar myndir út úr þeim. Hér er ein sem mér finnst ágæt.
Skrifað af Rikki R. 19.03.2010 22:59Kominn heimÞá erum við hjónin komin heim úr ferðalaginu. Það styttist í að myndir komi inn úr þessari ferð okkar. Hér er þó ein sem tekin var af mér, flottur kallinn, eða þannig. Þetta var liturinn þegar ég fór út og ég held að ég sé enn hvítari núna. Sem sagt fyrir ykkur sem hafið aðeins fylgst með þá var ég ekki hættur heldur bara í ferðalagi. Meira síðar....................+/- 800 myndir:-)
Skrifað af Rikki R. 24.02.2010 00:33Reykjavíkurhöfn og HafnarfjarðarhöfnTvo síðustu daga hef ég farið með vélina og leitað fanga. 1610 Ísleifur VE 63 var í Reykjavíkurhöfn þann 22. febrúar. Þá tók ég myndir í Hafnarfjarðarhöfn þann 23. febrúar. Afraksturinn er í albúminu skip og bátar 2010.
Skrifað af Rikki R. 24.02.2010 00:24Rex verður Gandí VE 171Í stóru flotkvínni í Hafnarfirði rak ég augun í togara. Eitthvað fannst mér ég ætti að kannast við hann en var ekki viss. Sá að togarinn var nýmálaður og búið að mála á hann nafnið. Ég smellti af myndum af nafninu og skipaskrárnúmerinu. 2702 Gandí VE 171. Þegar ég skoðaði myndina heima sá ég að ofan við nafnið stendur Rex HF24. Það er sem sagt búið að setja nýja nafnið á Rex.
Skrifað af Rikki R. 22.02.2010 11:44Bátar í StykkishólmiSetti inn nokkrar myndir af bátum sem ég tók í Stykkishólmi. Þetta bara gert fyrir Haffa að sjálfsögðu:-) Var að hugsa um að setja inn getraun þar sem ég hef veri að sjá menn þekkja báta nánast á engu. Hér fyrir neðan er myndin sem ég ætlaði að setja inn en fannst þetta svo vera full auðvelt fyrir ykkur bátakarlana svo ég læt þetta bara koma. Fleiri myndir inni í skip og bátar 2010 albúminu.
Skrifað af Rikki R. 22.02.2010 10:56Annasöm helgi 19-21. febrúar 2010Var í Stykkishólmi um helgina. Í raun nokkuð erilsöm helgi hjá mér sem byrjaði á því að við ókum fram á umferðaróhapp á leið í Hólminn. Við vorum með þeim fyrstu sem komum að þessu og gat ég ekki annað en veitt aðstoð á vettvangi. Tvær fluttar á slysadeild og vona ég að meiðsl þeirra hafi verið minniháttar og þær nái sér fljótt. Þegar ég svo var að taka myndir á sunnudagsmorguninn, m.a. þessar tvær neðri hér, þá var ég með þeim fyrstu sem kom á brunavettvang. Ég tók myndir en ætla að sjá til hvort ég set myndirnar inn. Vona að sá sem var inn í húsinu nái sér að fullu en samkvæmt blöðunum þá er honum haldið sofandi. Sem sagt viðburðarrík helgi hjá mér.
Skrifað af Rikki R. 14.02.2010 00:49SafnakvöldFjölskyldan skrapp í Sögusafnið í Perlunni á safnakvöldinu þann 12. febrúar 2010. Ég hafði aldrei farið á þessa sýningu áður. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé eitt það flottasta safn sem ég hef séð, ef ekki það flottasta. Fígúrurnar eru mjög raunverulegar. Þá voru inn á milli lifandi fólk í víkingabúningum og stóð það eins og styttur. Þegar fólk átti síst von á þá stukku þeir fram öskrandi og þvílík óp sem heyrðust. Setti nokkrar myndir í albúm sem ég tók þarna svo þið getið séð. Fyrir ykkur sem ekki hafið farið mæli ég með þessu. Það tók tvö ár fyrir eigandann að koma þessu á legg og þeir voru 6 saman sem unnu að þessu. Það tók 3 vikur að setja hárið í hvern haus svo vinnan var mikil. Elín Hanna fékk að prófa ein herklæði og sagði hún þetta vera þungt. Hún stökk ekki hæð sína í loft upp í fullum herklæðum eins og sumir gerðu um árið.
Skrifað af Rikki R. 14.02.2010 00:21Skip og bátar 2010Setti inn nýtt albúm, skip og bátar 2010. Ég fór í smá ferð s.l. miðvikudag 10. febrúar og kíkti á Reykjavíkurhöfn. Hér er afraksturinn frá þeirri ferð. Fyrstu myndirnar eru komnar inn í albúmið.
Skrifað af Rikki R. 11.02.2010 21:085079 - Fleygur ÞH 301Að undanförnu hef ég verið að safna upplýsingum um 5079 Fleyg ÞH 301. Setti inn skrá með þessum upplýsingum og ef þið smellið hér \files\5079 Fleygur ÞH301.docx þá opnast skráin um Fleyg ÞH301.
Skrifað af Rikki R. 02.02.2010 22:26Ung og sæt, nú bara sætEins og glöggir hafa kanski séð þá er hún Magga frænka mín alltaf að biðja um gamlar myndir. Ég held að ég slái til og setji hér inn mynd af "ungri" lítilli frænku minni sem átti afmæli í janúar s.l. og varð ....................................................................................... gömul. Frænka það er bannað að senda mér sms vegna þessarar myndar en þú mátt segja allt sem þú vilt hér á síðuna. Ég get alltaf eytt því út er mér líkar það ekki, haahahahhahahhah. Til hamingju með daginn um daginn:-) Þarna á myndinni er frænka mín ung og sæt, nú í dag er hún baaaaaara sæt:-) MGÞ ég elska þig líka. Skrifað af Rikki R. 24.01.2010 23:47Brói og BaldurÉg fékk sendar þessar þrjár myndir og verð bara að setja þær hér inn. Ég veit að Magga frænka mín hefur verulega gaman af þessu. Baldur Sigurgeirsson æskuvinur minn sendi mér þessar myndir. Ég man ekki eftir að hafa séð þær áður en það gæti nú samt verið. En sem sagt hér erum við félagarnir.
Skrifað af Rikki R. 24.01.2010 23:00Fuglar í Hafnarfjarðarhöfn í dagKíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn, við kvíarnar var mikið fuglalíf. Tugir af skörfum, toppöndum og æðarfugli. Einn selur var þarna líka. Þegar ég var þarna á ferð þá var farið að skyggja lítillega og ég setti vélina á 1600 iso. Það gékk þokkalega, myndirnar svolítið grófar en allt í lagi held ég. Þegar fuglarnir flugu af stað þá var ekki séns að ég gæti náð þeim en þessi mynd hér fyrir neðan kemur nokkuð skemmtilega út finnst mér. "Farinn" myndin hreyfð. Svo ég vitni í menn sem hafa deilt um fuglamyndir þá myndu þeir líklega segja að þessi mynd lýsi atferli þessa fugls nokkuð vel. Neðsta myndin er af dílaskarfi, hann situr þarna á landfestingunni frá stóru kvínni.
Skrifað af Rikki R. 07.01.2010 10:40Að hugsa uppháttVerð að leiðrétta það sem ég hef sagt hér að neðan. Haffi leiðrétti mig og efsta myndin er ekki af 162 heldur 1291. Læt hitt standa en leiðrétti líka undir myndinni. Svona er það nú, ekki er ég nú betri í þessum bátum en þetta.:-)
Skrifað af Rikki R. 07.01.2010 10:072660 Arnar SH1572660 Arnar SH157 er gerður út frá Stykkishólmi. Báturinn var smíðaður 2004 hjá Seiglu ehf og er af gerðinni Sigur 1500. Var sjósettur 13. desember 2004 og bar þá nafnið Happasæll, þá sagður stærsti plastbátur á Íslandi. Önnur nöfn: Happasæll KE94. Samkvæmt aflatölum frá 12. nóvember til 12. desember 2009 hefur Arnar SH aðallega verið að veiða skötusel, en á þessum tíma veiddu þeir 5.277 kg. af skötusel. Heimldir: Skip.is - http://skip.vb.is/frettir/nr/5634/ Sax.is, skipaskrá - http://sax.is/?gluggi=skip&id=2660 Myndir af bátnum á fullri ferð má sjá hér - http://skipamyndir.123.is/album/Default.aspx?aid=69651&lang=en
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is