Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
08.05.2011 01:10Sólsetur 07. maí 2011Fallegt sólsetur í gærkveldi. Ég skellti mér út á Garðaholtið til að horfa á sólsetrið og reyna að ná myndum af því. Með því að sýna ykkur þessar myndir þá vona ég að þið sjáið aðeins smá hversu fallegt sólsetrið var í raun.
Skrifað af Rikki R. 08.05.2011 00:43Slasaðar grágæsirSmá viðbót við það sem ég skrifaði áður. Ég setti hér neðst að nú væri að sjá hvort Náttís vildi gera eitthvað í málinu. Ég var að vonast til að fá smá viðbrögð hér inn en ekkert svoleiðis gerðist. Hins vegar þá var þetta sett inn á hóp fuglaskoðara. Ég veit hins vegar að þeir sem sjá eiga um að farga dýrum er lögreglan og ég hef talað við kollega mína í Hafnarfirði vegna þessa. Ég ætlaðist ekki til að þetta rataði neitt annað en hingað og hér vildi ég fá viðbrögðin. Verð greinilega að nota aðra taktík til að fá viðbrögð. Hvað svo verður gert kemur í ljós, lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kíkja á málið og sjá hvort þeir finni gæsirnar.
Skrifað af Rikki R. 06.05.2011 13:586190 Frosti HF 320
Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Viðar Sæmundsson. Lengd 9,35,00 m, Breidd 2,83 m, Dýpt 1,57 m, Brúttótonn 7,36 Sjósettur um páska 1981. Viðar fiskaði um 40 tonn fyrsta mánuðinn. Aðspurður vildi Viðar gera frekar lítið úr fiskiríinu, en jú jú, hann hafi fiskað þokkalega fyrstu vertíðina. Í upphafi var Volvo Penta vél í bátnum. Vélin hafi ekki virkað sem skildi og skipti Viðar um vél og var sett í bátinn önnur Volvo Penta vél, 63 ha. Árg. 0-1985. Sú vél er ennþá í bátnum í dag og slær ekki feilpúst. Þá skildist mér á Ragnari, næsta eiganda, að Viðar hafi skipt um olíutank í bátnum rétt áður en hann keypti bátinn.
Skrifað af Rikki R. 04.05.2011 18:42Fuglar í snjóÞann 1. maí var allt á kafi í snjó hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tók því smá rúnt til að sjá hvernig fuglarnir hefðu það. Flestir fuglar héldu sig í fjörunum þar sem autt var. Þó rakst ég á einn og einn sem vappaði um í snjónum. Þessar grágæsir og þúfutittlingurinn voru á Álftanesinu á kafi í snjón. Hins vegar er síðasta myndin tekin sama dag úti við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þar var enginn snjór þ.e. við tjörnina. Á þessari mynd má sjá vel hvernig felubúningur þúfutittlingsins virkar. Hann er ekkert of greinilegur þó myndin sé þokkalega nálægt. Grágæs á Álftanesi, 01. maí 2011 Grágæsir á Álftanesi, 01. maí 2011 Þúfutittlingur á Álftanesi, 01. maí 2011 Þúfutittlingur við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, 01. maí 2011 Skrifað af Rikki R. 04.05.2011 18:34Harpan strengjalausaHarpan strengjalausa en ekki glerlausa varð á vegi mínum. Ég stoppaði á rauðu ljósi móts við Hörpuna og þegar ég leit í átt að henni fannst mér gluggarnir eitthvað svo flottir. Ég tók því eina mynd svona til að reyna að fanga það sem ég sá. Nú langar mig að leyfa ykkur að sjá það sama og ég sá. Ekki vantar að þetta gluggaverk er flott en ég segi kanski ekki það sama um húsið sjálft. Ég ætla svo á tónleika í Hörpunni fljótlega, það er annað mál. Gluggarnir í Hörpunni. 01. maí 2011 Skrifað af Rikki R. 04.05.2011 18:241. og 3. maíHef verið í vandræðum með tölvuna mína og er ennþá. Ætla samt að prófa að setja hér inn smá fréttir. Myndaði eitthvað að bátum bæði 01. og 03. maí hér í Hafnarfjarðarhöfn. Hér er smá sýnishorn. 6309 Tildra að koma af fuglaveiðum, 01. maí 2011 Þróttur siglir inn í Hafnarfjarðarhöfn, 01. maí 2011 Bravo tekur stökkið, Hafnarfjarðarhöfn 03. maí 2011 Skrifað af Rikki R 29.04.2011 00:02Íslendingur eða Litla GunnaÞessir var í Reykjavíkurhöfn 29. mars 2011. Þessi árabátur sem málaður er í íslensku fánalitunum og "fóðraður" að innan með gulri málningu hefur verið í Reykjavíkurhöfn lengi. Ég hef alltaf verið að skoða það að mynda þennan bát en aldrei gert það fyrr en nú. Fannst speglunin í sjónum koma vel út, minnir mig á útlönd einhvern vegin.
29. apríl 2011 náði ég sambandi við Gunnar Snorrason eiganda bátsins. Gunnar kvað þetta vera færeying og hann hafi fengið Jón Samúelsson á Akureyri til að smíða fyrir sig þennan bát. Það hafi líklega verið um 1980 en báturinn væru um 30 ára gamall. Skrifað af Rikki R. 27.04.2011 00:36Hafnarfjarðarhöfn 26. apríl 2011Af bátum er það helst að Sigurborg II var sett aftur á flot í dag. Ólafur Gíslason eigandi hefur líkast til verið að ditta eitthvað að bátnum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá þurfti Ólafur að setja nýtt sink undir bátinn. Þá kom Hafsúlan siglandi inn í Hafnarfjarðarhöfn.
Skrifað af Rikki R. 27.04.2011 00:14Fuglar á ÁlftanesiLeit við á Álftanesinu í dag og smellti myndum af því sem kallað er kviðdökk margæs eða austræn margæs en þær flokkast til flækingsfugla. Þessar kviðdökku margæsir sjást hér nánast á hverju ári, ein og ein. Hér sjáiði vel muninn á þessum margæsum og hvers vegna hún er kölluð kviðdökk.
Þá er blessuð lóan líka komin til landsins og ég náði að smella einni af henni líka. Þessi er merkt en því miður næ ég ekki að lesa á merkið.
Skrifað af Rikki R. 25.04.2011 22:53Maðkavík í StykkishólmiMagga mín, hér er mynd af maðkavíkinni í Stykkishólmi. Talsverður munur er á að sjá þetta svæði á flóði eða fjöru. Set hér inn tvær myndir sem ég á af þessu svæði sem sýnir bæði hvernig þetta lýtur úr á fjöru og svo á flóði. Mjög fallegt svæði. Ég veit hins vegar að þú ert ekki hrifin af nafninu en fegurðin er áhrifameiri en nafnið, það get ég staðfest. Neðsta myndin sýnir staðsetningu maðkavíkur betur, sem sagt neðan við kirkjuna, fyrir ykkur sem ekki vitið.
Skrifað af Rikki R. 24.04.2011 12:26PáskarGleðilega páska allir mínir menn! Ég vaknaði eins og í gamla daga og þá var þetta líka flotta páskaegg á náttborðinu. Auðvitað braut ég það og las málsháttinn: ALLIR MENN EIGA TVÆR ÆTTIR. Þetta mun rétt vera, föðurættin og móðurættin. En meðan ég las málsháttinn var útvarpsmessan í gangi og þar var verið að segja frá Jesú. Mér var því hugasð til hans, eingetinn og allt. Hann átti því ekki tvær ættir blessaður maðurinn. Eftir þessa hugsun þá missti þessi málsháttur marks.
Skrifað af Rikki R. 24.04.2011 00:38Unga fólkiðFjölskyldan á Breiðvangi fór og heimsótti fjölskylduna úr Sólarsölum í sumarbústað. Það voru frábærar móttökur sem við fengum. Ég smellti nokkrum myndum af ungviðinu en sleppti fullorðna fólkinu. Fyrir ykkur sem hafði áhuga þá smelliði á myndirnar og þá sjáiði fleiri myndir.
Skrifað af Rikki R. 23.04.2011 02:16Bátur Hildibrands í BjarnarhöfnÞessi var í Maðkavíkinni í dag, 22 apríl 2011, þegar ég átti leið þar um. Hef ekki séð þennan áður en ég festi hann á kubb og svo er bara að sjá hverjir geta leiðbeint mér með þennan. Eigandi bátsins er Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn. Gunnlaugur Valdimarsson var að gera við bátinn fyrir Hildibrand í vetur. Báturinn var smíðaður af Rögnvaldi Krisjánssyni skipasmið kringum 1940-41. Báturinn var seldur á Reyðafjörð. Var búinn að standa eitthvað þegar Hildibrandur eignaðist bátinn fyrir um 15 árum síðan (kringum 1996). Sumarið 2011, er báturinn orðin garðskraut í Garðabæ og eigandinn heitir Ágúst, sagði Gulli mér. Ekki vitað hvað báturinn heitir. Heimildir: Gunnlaugur Valdimarsson, munnlegar upplýsingar.
Skrifað af Rikki R. 23.04.2011 02:08Farsæll frá EyjumÞessi bátur var fyrir utan hjá Gunnlaugi Valdimarssyni í Stykkishólmi. Ég ræddi við Gunnlaug 25.04.2011. Gunnlaugur kvað núverandi eigendur væru hann sjálfur og Erlendur (föðurnafn vantar). Þeir hafi sótt bátinn s.l. haust norður að Eyjum í Strandasýslu en þar hafi báturinn legið nánast ónýtur. Það hafi m.a. vantað efsta umfarið og borðstokkinn ásamt því að götu hafi verið víða á skrokknum. Gunnlaugur sagði svona í gríni að báturinn hafi hangið saman af gömlum vana. Gunnlaugur sagði mér að það væru skiptar skoðanir um hvar þessi bátur væri smíðaður, sumir vilja meina að hann sé smíðaður í Bátalóni en aðrir vilja meina annað miðað við bátalagið. Í bátnum er 8-10 ha. Yanmar vél. Gunnlaugur kvaðst ekkert vita meira um þennan bát en benti mér á að ræða við Eðvarð Jóhannsson. Eðvað sagði að fyrri eigandi hafi verið Benjamín Sigurðsson Eyjum. Benjamín mun alltaf hafa átt báta sem heiti Farsæll, en hann hafi verið með grásleppuútgerð. Hákon Örn Halldórsson skrifaði: Farsæll kom að Eyjum um 1970 frá Hafnarfirði. Mun vera smíðaður af bátasmið þar, Jóhanni Gíslasyni að hann minni. Farsæll hafi ekki verið smíðaður í Bátalóni. Þann 5. júní 2012 rak ég augun í Farsæl í Hafnarfirði. Ég áttaði mig ekki í fyrsu á að þetta væri Farsæll en ég hitti á eigandann eftir að hafa smellt nokkrum myndum af bátnum. Núverandi eigendur eru Sigtryggur Jónsson og barnabarn hans Sigtryggur Bjarnason. Þeir keyptu bátinn af pari, einhverjum listamönnum sagði Sigtryggur sem bjuggu á Seltjarnarnesi. Sigtryggur kvað þá vera búna að taka vélina í gegn, rifu hana stykki fyrir stykki og máluðu hana. Vélin er klár til að fara í bátinn. Sigtryggur sagði jafnframt að Sigtryggur yngri myndi koma á morgun, 6. júní, og brenna utanaf bátnum og skafa. Sá yngri vill skipta um lit og hafa borðstokkana græna og skrokkinn hvítan. Sigtryggur eldri sagði að nafni sinn fengi að ráða nafni bátsins, hvort það verður áfram Farsæll eða skipt um nafn á eftir að koma í ljós. Farsæll frá Eyjum, Stykkishólmur 22. apríl 2011 04. júlí 2012. Fór og skoðaði Farsæl til að sjá hvernig skveringunni miðar. báturinn er nánast fullmálaður. Vélin er klár, var gangsett í gær og fór strax í gang en á eftir að setja hana í bátinn. Plittina þarf að smíða upp. Vagninn sem báturinn hefur verið á hefur verið málaður í stíl við bátinn. Sigtryggur yngri sagði mér að það yrði ekki skipt um nafn á bátnum. Hann hafi heitið Farsæll og Sigtryggur kvaðst vilja láta hann heita það áfram. Farsæll er orðinn grænn. Hafnarfjörður 04. júlí 2012 Yanmarinn klár. Hafnarfjörður 04. júlí 2012 Skrifað af Rikki R. 23.04.2011 02:03Kafarar í StykkishólmiTveir kafarar voru að leggja af stað í köfun í höfninni í Stykkishólmi í dag, 22. apríl 2011. Ég tók nokkrar myndir af þeim allt frá því að þeir klæða sig, hoppa útí og synda í kafi. Fleir myndir í albúmmi, Kafarar í Stykkishólmi.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is