Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
02.07.2012 00:18Flatey 15-22. júní 2012Nú eru myndir frá Flatey komnar inn. Vona að þið hafið gaman af. Ég leita enn eftir nýjum sjónarhornum og stöðum sem ég hef ekki myndað þó það séu kanski ekki margir staðir sem ég hef ekki séð í Flatey. Sjón er sögu ríkari.
Skrifað af Rikki R. 01.07.2012 21:00"Sprengjuárás"Ég má ti að setja þessar þrjár myndir inn þó þær séu ekki í fókus. Þær sýna hins vegar hvað getur gerst sé maður of nálægt, eða þannig. Þann 21. júní var ég staddur úti í Flatey á Breiðafirði eins og svo oft áður. Ég ákvað að prófa að ergja kríurnar svolítið. Þetta var hluti af því sem gerðist. Eftir þessa "sprengjuárás" þurfti að fara að þrífa föt og græjur. Þrátt fyrir þetta þá sakna ég þess að hafa ekki fengið gat á hausinn en ég get bætt úr því síðar því ég á eftir að fara aftur í Flatey. Þá verður líklega gerð önnur sjálfpíningarskoðun á kríunni. Venjulega fæ ég nokkur göt á hausinn í svona ferðum og kem stundum blóðidrifin í Bræðraminni. En ég er sáttur við það ef ég næ einhverjum þokkalegum myndum. Skrifað af Rikki R. 01.07.2012 16:24Strandarvík ex Sævar ÞH5499 Strandarvík ex Sævar ÞH-136 Stærð: 6,78 brl. Smíðaður af Baldri Halldórssyni skipasmiðameistara, Hlíðarenda við Akureyri árið 1970. Fura og eik. Vél 45 ha. Petter. Afturbyggður súðbyrðingur með lúkar. Báturinn var smíðaður fyrir Hörð Þorfinnsson, Húsavík, sem átti hann í átta ár. Báturinn var seldur Bjarna Sigurðssyni og Sigurði Friðbjarnarsyni, Húsavík árið 1978. Frá árinu 1998 hét báturinn Gjafar ÞH-226 og þá í eigu Kristjáns Ben Eggertssonar, Húsavík. Þann 25. júní 2012 rak ég augun í bátinn á geymslusvæðinu á móts við Straumsvík og er eigandinn skráður Jón Pétur Líndal samkvæmt starfsmönnum svæðisins. Hvort þessi bátur fari aftur á sjó er ólíklegt miðað við útlit bátsins. Eftir að hafa lesið upplýsingar um þennan bát á vef aba.is áttaði ég mig á að ég ætti gamlar myndir af þessum bát sem Sólveig ÞH 226. Það leynist ýmislegt í gömlum myndum. Upplýsingar aba.is
Skrifað af Rikki R. 01.07.2012 14:08Auðbjörg, Stokkseyri6463 Auðbjörg HF-47
Stærð: 4,32 brl. Smíðaður árið 1962 á Hofsósi. Fura og eik. Súðbyrðingur. Afturbyggð trilla. Vél 16 ha. SABB. Báturinn var smíðaður fyrir Eggert Klemenzson, skipstjóra Skógtjörn á Álftanesi og að tilstuðlan bróður Eggerts, Guðjóns Klemenzsonar, sem var héraðslæknir á Hofsósi um 10 ára skeið. Nafnið á bátnum er eftir móður þeirra sem hét Auðbjörg Jónsdóttir. Þegar Auðbjörg HF-47 kom á Álftanesið var báturinn opinn með lágum gluggalausum lúkarskappa, bogadregnum að framan og þannig var hann til 1970 að lúkarinn var hækkaður og settir í hann gluggar. Eggert seldi bátinn 02. apríl 1975 til Hafnarfjarðar, til þeirra Ólafs H. Eyjólfssonar, loftskeytamanns og Eyjólfs Einarssonar, bátasmiðs en báða þessa menn þekkti Eggert. Þeir Ólafur og Eyjólfur breyttu bátnum, rifu frambygginguna af og notuðu hann þannig opinn fyrst í stað en smíðuðu svo á hann stýrishús að aftan. Eyjólfur hafði orð á að báturinn væri einstaklega vel smíðaður, kjölur sterklegur og aldrei hafi komið að honum leki. Bátinn áttu þeir, Ólafur og Eyjólfur, til ársins 1994 en seldu hann þá Ragnari Hjaltasyni, Hafnarfirði og Hafsteini Sigmundssyni væntanlega sama stað. Allt fram til ársins 1995 hét báturinn Auðbjörg HF-47 en 04. ágúst 1995 var báturinn seldur til Húsavíkur og er þar skráður sem Auðbjörg ÞH-302 en árið 1996 er hann aðeins skráður Auðbjörg ÞH. Eigandi að bátnum á Húsavík var Jóhann Hauksson, Laxárvirkjun 2, Suður-Þingeyjarsýslu.
Árið 2001 fór báturinn til Stokkseyrar og hét þar Auðbjörg ÁR. og var í eigu Ólafs Auðunssonar, sem breytti honum í frambyggðan bát í gamla frystihúsinu á Stokkseyri. Frá Stokkseyri fór báturinn 2002 til Reykjavíkur þar sem hann hét Auðbjörg RE. og var í eigu Böðvars Markan, pípulagningarmeistara í Mosfellsbæ og er hann seinastur manna skráður fyrir bátnum á skipaskrá. Báturinn hét Auðbjörg RE. er hann var tekinn úr rekstri og felldur af skipaskrá 21. febrúar 2008. Böðvar átti bátinn í það minnsta í þrjú ár en gaf hann þá til niðurrifs manni, sem Hörður hét en af Snarfaramönnum er kallaður Galdri. Hörður gaf síðan ónafngreindum manni bátinn til niðurrifs.
Í hverju það niðurrif var fólgið er ekki vitað en árið 2012 er bátinn að finna á geymslusvæði, sem er á móts við Straumsvík og er nokkuð víst að báturinn hefur farið í sína seinustu sjóferð. Heimildir: http://aba.is/?modID=1&id=64&vId=101 Eins og fram kemur í lok þessarar færslu hjá Árna Birni þá er Auðbjörg núna á geymslusvæðinu móts við Straumsvík. Í samtali mínu við starfsmann Geymslusvæðisins vita þeir ekki hver er eigandi bátsins í dag. Segja Auðbjörgu hafa dagað þarna uppi og það virðist ekkert bíða bátsins annað en kurlarinn. Það var nú ekki auðvelt að komast að bátnum til að mynda hann en hann er á kafi í drasli eins og þið getið séð. Þið getið séð fleiri myndir ef þið smellið á myndina. Skrifað af Rikki R. 01.07.2012 12:24HerdísarvíkVið hjónin skruppum í Herdísarvík í gær, 30. júní 2012, meðan á forsetakosningarnar stóðu yfir. Jói Davíðs hafði boðið þeim sem vildu að koma en hann ætlaði að vera með einhvern gjörning, ef svo má að orði komast. Veðrið var frábært og fólkið sem kom var einnig frábært. Myndavélin var á lofti svo og fimm kallar á sviffallhlífum eða hvað þetta heitir en þeir svifu með fjallinu. Fyrir þá sem ekki vita þá bjó Einar Benediktsson skáld m.a. í Herdísarvík og gaf hann Háskóla Íslands Herdísarvík 28. september 1935. Mikil saga er á bak við þennan stað og fengum við að heyra hluta hennar frá manni sem mætti halda að hafi lifað þessa tíma. Ég er auðvitað að tala um Jóa Davíðs. Í Herdísarvík var eitt sinn róið til fiskjar og talið að frá því það lagðist af hafi ekki verið settur bátur á flot við Herdísarvík. Ákveðið hafði verið að setja bát á flot og mæla dýpi lónsins og jafnvel renna fyrir fisk. Báturinn fór á flot og skipstjóri og vél.......stjóri fóru af stað. Smá vindur setti strik í reikningin þar sem báturinn gekk fyrir handafli var erfitt um vik. Þó náðist sá merki áfangi að prófa þær græjur sem til staðar voru og fyrsta mæling var tekin á dýpi lónsins við austurhorn á Hestaskeri, þar mældist dýpið 3,1 meter. Þar sem ekki var hægt að athafna sig á lóninu þá var ekki athugað með fiskigengd, það kemur síðar. Hugmyndin er að fara og klára þessar mælingar síðar og skrá niður á vísindalegan hátt. Eftir þennan vísindalega leiðangur var farið austurfyrir Herdísarvík, þar niður í fjöru, man ekki heitið á þeim stað. Þangað fór hluti hópsins og var slegið upp veislu til að halda uppá þennan merka árangur að bátur hafi verið settur á flot og upphaf vísindalegra rannsókna hófst. Ég vil þakka Jóa Davíðs og auðvitað öllum hinum fyrir samveruna. Þetta var frábær stund með góðu fólki. Smá myndasería hér og fleiri myndir í albúmi. Smellið á fyrstu myndina og þá getiði skoðað myndaalbúmið.
Skrifað af Rikki R. 12.06.2012 21:51Þór vs ÆgirVarð að mynda Þór þar sem hann stóð við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Þór er stór miðað við Ægi.
Skrifað af Rikki R. 12.06.2012 21:43Úr ýmsum áttumÍ fallegur veðri skrapp ég og kíkti á Reykjavíkurhöfn og nágrenni. Tók eitthvað af myndum og hér má sjá smá sýnishorn af þeim.
Skrifað af Rikki R. 07.06.2012 21:325718 Svanur RE 775718 Svanur RE 77 ex Svanur BA 74 Smíðaður í Hafnarfirði 1976 af Jóhanni L Gíslasyni. Eik og fura. 4,17 brl. 24 ha. Marna vél. Eigandi Þórður Óskarsson og Einar Óskarsson, Firði, Múlahreppi frá 20. maí 1976. Seldur 20. janúar 1995 Inga Dóra Einarssyni, Kópavogi, Pétri Gíslasyni, Grindavík, Guðmundi Gíslasyni og Einari Ingasyni, Reykjavík. Báturinn heitir Svanur RE 77 og er skráður í Reykjavík 1997. .......................meira síðar Upplýsingar: Íslensk skip, bátar, bók 1, bls. 76, Svanur BA 74. Skrifað af Rikki R. 05.06.2012 23:26Náttúran að verkiÉg keyrði út á Hlíðsnes í dag og varð vitni af því hvernig náttúruöflin haga sér og geta breytt gangi lífsins ef svo má segja. Það var mikið flóð, svo mikið að allar graseyrar voru á kafi og flæddi undir veginn. Það var enn að flæða að og ég sá kríu liggja á eggi þarna á túninu sem var að flæða. Ég stoppaði við hliðina á henni, nokkuð nálægt og tók nokkrar myndir af þessu sjónarspili sem ég vissi að von væri á. Set hér inn nokkrar myndir eins og ég sá þetta gerast.
Skrifað af Rikki R. 04.06.2012 22:50Farmall CubÁ ferð minni til Grindavíkur í gær, 03. júní 2012, rak ég augun í nokkrar dráttarvélar. Tvær úr þeim hópi vöktu áhuga minn og myndaði ég þær tvær eða þá tvo en þetta voru tveir Farmall Cub. Glæsilegir. Ég er að hugsa um að leyfa ykkur að njóta þess að sjá þá þó ekki væri nema á myndum. Fleiri myndir ef þið smellið á mynd.
Skrifað af Rikki R. 31.05.2012 12:57Meira frá SnæfellsnesiÉg ferð minni um Snæfellsnes datt ég um ýmislegt sem ég myndaði. Hér eru tvær svona myndir. Fyrri myndin er af gömlu hjóli, ryðguðu og flottu. Ég reisti það upp við Fögruhlíð til að taka mynd af því. Hin myndin er af "korkkúlu" með nót yfir. Svolítið föl mynd en samt..............
Skrifað af Rikki R. 30.05.2012 21:55Vera Rut SH5467 Vera Rut ex Fáfnir ÞH 79 Smíðaður af Sigurgeir Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyr árið 1961. Fura og eik. 4,26 brl. Frambyggður súðbyrðingur. 33 ha. Sabb vél. Smíðaður fyrir Helga F. Magnússon og Ingvar Ingvarsson, Þórshöfn, þeir fengu bátinn 11. mars 1961 og áttu bátinn í eitt ár. Þeir seldu bátinn 16. ágúst Haraldi Magnússyni Þórshöfn. Seldur 20. maí 1964 Gunnari Guðmundssyni, Þórshöfn. Seldur 26. mars 1984 Steinunni Björgu Björnsdóttur, Þórshöfn, hét hann Sveinbjörn ÞH 79, Þórshöfn. Seldur 28. mars 1990 Halldóri Karel Jakobssyni, Þórshöfn, hét Silla Halldórs ÞH 79, Þórshöfn; frá 2001 Silla Halldórs ÞH 179, Þórshöfn og á sama ári Vera RE 113 Reykjavík. Frá og með árinu 2001 hét báturinn Vera Rut SH 193, Ólafsvík en 30. desember 2010 var hann strikaður af skipaskrá samkvæmt 15. grein laga nr. 1. 115 árið 1985. Þann 18. maí 2012 rakst ég á bátinn í gryfju við Rif á Snæfellsnesi. Held að það þurfi ekki mikinn speking til að sjá að þessi bátur er ónýtur. Tel betra að rífa hann og grafa heldur en láta hann grotna niður eins og hann gerir núna. Upplýsingar: íslensk skip, bátar, bók 4, bls. 121, Fáfnir ÞH 79. www.aba.is http://aba.is/?modID=1&id=44&vId=75
Skrifað af Rikki R. 25.05.2012 23:12TröllkerlingVið Íslendingar höfum alist upp með sögum af tröllum og tröllkerlingum. Ég rakst á eina tröllkerlingu á Snæfellsnesinu en það er ekki kerlingin í Kerlingarskarði. Hér eru myndir af henni sem ég náði. Hún hefur sest niður við lækjarsprænu, þreytt á ferðalagi sínu og líkast til sofnað. Ég held hún verði hissa þegar hún vaknar og áttar sig á að hún er orðin að steini:)
Skrifað af Rikki R. 25.05.2012 19:58Farmall D-217Inni í eyðibýli var þessum McCormick International Farmall D-217 parkerað inni í stofu. Húsið er opið núna og hesta leita þar skjóls m.a. við þennan Farmall. Mér skilst að þegar Farmallnum var komið þarna fyrir var hann í fullkomnu lagi. Ég er nú ekki viss um að sú sé reyndin í dag.
Skrifað af Rikki R. 25.05.2012 19:49TrabantÞessi Trabant er búinn að vera í gömlum fjárhúsum móts við bæinn Tröð þar sem við eyddum nokkrum dögum um daginn. Ég tók myndir af þessum sama bíl fyrir nokkrum árum en nú hafa einhverjir látið verða af því að brjóta allt og bramla. Til hvers að skemma þennan bíl sem er ekki fyrir neinum.
Skrifað af Rikki R. |
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is