Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2010 September27.09.2010 21:01ViðbæturVar að átta mig á að ég átti einhverjar myndir í viðbót af þessum litlu bátum sem ég tók um Mærudagana á Húsavík 2008. Þá voru Vinfastur, Ólafur og Björkin á Húsavík. Bætti inn myndum í albúmin Björk og Ólafur, nýtt albúm fyrir Vinfast og nýtt albúm fyrir Sæbjörgu sem var þarna með. Vantar upplýsingar um Vinfast og Sæbjörgu.
Skrifað af Rikki R. 25.09.2010 23:01ÞyturBreiðfirðingurinn Þytur var sjósettur 17. júní 2009 eftir endurbætur undanfarin ár. Það voru Gunnlaugur Valdimarsson Rúfeyingur og Erlendur mágur Þórarins Sighvatssonar núverandi eiganda sem gerðu bátinn upp en Þórarinn sá um efniskaupin. (Viðtal við Gunnlaug Valdimarsson jan. 2011) Skrifað af Rikki R. 25.09.2010 22:26Vantar aðstoðÉg ákvað, í samráði við Hafþór Hreiðarsson að setja inn allar myndir af þeim gömlu bátum sem ég hef tekið og hafði jafnframt hugsað mér að finna sögu þeirra. Slóðin á myndir af þessum bátum er að finna hér hægra megin á síðunni undir Gamlir bátar. Ef þið þekkið sögu þeirra þætti mér vænt um að fá smá aðstoð. Reyndar veit ég að sögur sumra þeirra eiga eftir að skila sér til mín en samt sem áður ef þú veist eitthvað endilega póstaðu þeim upplýsingum til mín, t.d. hvað þeir heita, hver er eigandinn o.s.frv. svo ég komist af stað. Þessir bátar sem ég leita eftir núna eru:
Skrifað af Rikki R. 23.09.2010 23:01Húsavík 2010Við fjölskyldan vorum á Húsavík 8 og 9 ágúst og auðvitað í frábæru veðri. Alltaf sól á Húsavík segir einhversstaðar. Ég fór tvær ferðir upp á Húsavíkurfjall til að taka myndir. Í fyrra skiptí var heiður himinn, ekki skýhnoðri á himni (mynd 1.). Í seinna skiptið þá kom þoka inn að kvöldi. Ég sá hvað verða vildi og tók dótturina með til að sýna henni flottheitin. Húsavíkurfjall, sem er nú ekki það hæsta á landinu, stóð uppúr þokunni. Svolítið sérstakt að stana á toppi Húsavíkurfjalls og þokan fyrir neðan mann og í blankalogni. Það bærðist ekki hár á höfði þarna á toppnum. Ekki oft sem ég hef verið á toppnum í logni. Setti slatta af myndum í nýtt albúm, Húsavík 2010.
Skrifað af Rikki R. 20.09.2010 23:3419. september 2010Fór og kíkti sérstaklega eftir bátum. Tel mig hafa verið nokkuð heppinn því þegar ég ók við Sundahöfn sá ég hvar Gustur SH 172 var á siglingu í átt að Snarfarahöfninni. Ég komst í veg fyrir Gust og tók myndir, þær má sjá í myndaalbúmi Gustur og þá er kominn inn frásögn um Gust. Ætla ekki að setja mynd af Gusti hér enda honum gerð góð skil hér á síðunni. Ég rakst á aðra trillu sem ég þarf smá hjálp við. Kópur AK 46 er í eigu Karls Benediktssonar og hef ég fengið smá upplýsingar hjá honum og held að hann sé enn að leita fyrir mig. Mig vantar meiri upplýsingar um bátinn ef einhver þarna úti þekkir til væru upplýsingar vel þegnar. Þessi gæti hafa heitið Teista áður og gerður út í Hafnarfirði þar sem hann var jafnframt smíðaður um 1970. Það sem ég hef núna er eftirfarandi: Mig grunar að báturinn hafi verið smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði upp úr 1970. Hann hafi verið gerður út þaðan fyrstu árin og hafi þá borið nafnið Teista. Þetta sögðu mér tveir menn sem ég rakst einhvern tímann á þar sem þeir voru að dytta að samskonar bát við Hafnarfjarðarhöfn. Ég lýsti mínum fyrir þeim og þeir þóttust kannast við hann. Hef ekki fengið þetta staðfest. Og annar mannanna ("Helgi bátasmiður") taldi sig meira að segja hafa breytt skutnum á sínum tíma. Fleiri voru á ferli m.a. Ýmir en greinilegt var að honum lá eitthvað á blessuðum skippernum, en þrátt fyrir hraðann þá gat ég fryst hann líkt og Kóp sem fór talsvert hægar. Hvalaskoðunarbátar komu og fóru og voru myndaðir. Þá voru einhverjir bundnir við bryggju sem náðist að kubbsetja. Fleiri myndir í myndaalbúmi Skip og bátar 2010 nr. 2
Skrifað af Rikki R. 20.09.2010 22:47Gustur SH 172Sigurður Bergsveinsson, einn af eigendum Gusts, sendi mér eftirfarandi upplýsingar um sögu Gusts og myndir sem ég setti inn í greinina. Ég set hér fyrst eina mynd af Gusti sem ég tók 19. september við Sundahöfn þar sem Sigurður var á ferð.
Gustur, sem er breiðfirskur súðbyrðingur, er teiknaður um 1975 af Bergsveini Breiðfjörð Gíslasyni, skipa- og bryggusmið.
Upphaflega húsið og umgjörðin(borðstokkurinn) var orðið það illa farið að rétt fyrir árið 2000 rífur Bergsveinn, sem þá var aftur orðinn einn eigandi bátsins, það og smíðar minna hús á bátinn. Mynd 3 sýnir hvernig báturinn leit út með það hús.
Við andlát Bergsveins árið 2002 eignast Freyja dóttir hans og maður hennar Guðlaugur Þór Pálsson bátinn og áttu hann til 2009 er Sigurður sonur Bergsveins og Helga Bárðardóttir kona hans kaupa helminginn í bátnum á móti Freyju og Guðlaugi.
Skrifað af Rikki R. 16.09.2010 21:111743 Sigurfari GK 138Það eina sem ég sá til að mynda í dag, þegar ég skrapp til Grindavíkur, var þessi bátur að koma inn, Sigurfari GK 138. Ætlaði að mynda einhverja fugla en sá enga til að mynda, enda var ég frekar seint á ferðinni, myndin er tekin um kl. 18:30. Fleiri myndir af Sigurfara í myndaalbúmi, skip og bátar 2010 2.
Skrifað af Rikki R. 12.09.2010 23:49BjörkSigurður Bergþórsson sendi mér þessa mynd af Björk, en myndin er úr safni afa hans Sigurðar F. Þorsteinssonar sem var bróðir Gunnar frá Litlu Hlíð sem báturinn var smíðaður fyrir. Myndin er tekin á Litlu Hlíðar árum bátsins. Mig langar til að þakka Sigurði fyrir myndina og set hana hér inn.
Um 1970 eignaðist Guðbjartur Þórðarson frá Patreksfirðir bátinn. Næsti eigandi var Aðalsteinn Guðmundsson frá Patreksfirðið sem átti Björkina í smá tíma. Núverandi eigandi, Eggert Björnsson eignaðist bátinn fyrir um 10 árum síðan. Í upphafi var sett í bátinn 1 cyl. Sleipnir vél og var hún í bátnum til 1970 er hún var tekin úr bátnum. Margar vélar hafa síðan verið í bátnum en gamli Sleipnirinn var gerður upp. Þegar Eggert eignaðist Björkina þá setti hann upprunalegu vélina í bátinn aftur og er hún enn í honum og slær ekki feilpúst. Í dag er verið að laga Björkina á Reykhólum. Eggert talaði um að í raun væri nánast ekkert eftir af upprunalega bátnum nema eitt þverband.
Skrifað af Rikki R. 12.09.2010 23:04Elín HannaMá til með að setja hér fleiri myndir af Elínu Hönnu frá því í sumarfríinu. Önnur tekin í júlí og hin í ágúst. Eins og ég hef áður sagt þá má segja að hún sé fyrirsætan mín. Ég hef alltaf jafn gaman af að taka myndir af henni, þá á ég við svona myndir í fjölskyldualbúmið. Ég er ekki stúdíókarl.
Skrifað af Rikki R. 11.09.2010 19:119. septemberSögufrægur dagur í dag en ég lét það ekki á mig fá og kíkti á Reykjanesið í dag. Kíkti eftir fuglum við Garðskaga og Sandgerði, sá mikið af þúfutittlingum, steindeplum, vaðfuglum og máfum. Náði að taka myndir af steindeplum. Í Sandgerði var sama upp á teningnum hvað fugla varðar. Þá sá ég Sæljós GK 2 koma siglandi inn og náði að festa það á kubb. Nýjar myndir eru inni í myndaalbúmum, skip og bátar 2010, Steindepill og Ísland.
Skrifað af Rikki R. 09.09.2010 23:37RitaRita var smíðuð í Bátasmíðastöð Breiðarfjarðar í Hafnarfirðir (síðar Bátalón hf.) um 1950 fyrir bændur í Örlygshöfn. Var smíðaður sem árabátur. Báturinn var notaður til mjólkurfluttninga, ferja mjólkina úr eyjunum í stærri bát. 1970 eignaðist Sigurjón Árnason Patreksfirði bátinn. 1974 keypi Gestur Karl Jónsson bátinn. Gestur Karl setti vél í bátinn, Penda tvígengisvél. 1985 var skipt um vél, sett var í bátinn Albin 4-5 hestafla vél sem er í honum enn í dag. 1986 voru gerðar breytingar á bátnum. Settur var nýr afturendi á bátinn, settur hástekkur o.fl. Þá var settur seglbúnaður á bátinn sem Jón, faðir Gestar Karls útbjó. Gestur Karl er búinn að gefa vilyrði fyrir myndatöku með seglbúnaðinn uppi. Skoða það næsta sumar þegar ég verð í Flatey. Ef fleiri upplýsingar berast verður þeim bætt inní þessa frásögn. Skrifað af Rikki R. 09.09.2010 00:27SvaliSvali er smíðaður 1936. Er með Breiðfirðingalaginu. Núverandi eigendur eru Sigvaldi Þórðarson Djúpavogi og Jón Halldór Gunnarsson Hafnarfirði. Báturinn hét áður Kópur. Hann var notaður sem póstbátur milli Neskaupsstaðar og Mjóafjarðar. Eftir að hafa verið póstbátur var hann í Jökulsárhlíðinni og var notaður við selveiðar. Þegar Jón og Sigvaldi eignuðust bátinn hét hann Kópur, eins og áður hefur komið fram. Þegar þeir komu með bátinn þá var annar bátur á staðnum sem hét Kópur. Þeir skiptu um nafn. Af hverju Svali? Upphaflega átti að gera við bátinn en að endingu var hann allur gerður upp, fjöl fyrir fjöl. Svali lítur þó eins út og í upphafi, ef einhver breyting þá væri það helst vélarhúsið sem væri aðeins stærra. Við uppbyggingu bátsins var yfirsmiðurinn kallaður Stebbi svali, þaðan kom nýja nafnið á bátinn. Eftir viðgerðir var Svali sjósettur um 1994, það væru alla vegna um 14-15 ár síðan. Ný vél er í bátnum. Upphaflega var bensínvél í bátnum (?) en sett var ný vél í hann, Deutz vél, 16 hestafla og Rank gír. Ef fleiri upplýsingar koma verður þeim bætt inní strax. Skrifað af Rikki R. 08.09.2010 00:15BátarSetti inn bátamyndir héðan og þaðan. Myndaði Sedov eins og þorri borgarbúa. Tók myndir í Hafnarfjarðarhöfn og það var mjög hásjáfað. Ekki oft sem maður nær að taka mynda af miðlungsstórum bát yfir bryggjuna svo hann sjáist allur, fyrir utan botninn. Það eru helst stóru togararnir sem maður nær yfir bryggjuna.
Skrifað af Rikki R. 07.09.2010 23:512635 Birta HF 35Í dag fór ég niður að Hafnarfjarðarhöfn og tók nokkrar myndir. Einn bátinn horfði ég á nokkuð lengi, Birtu HF 35 og fannst eitthvað undarlegt við hana. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á hvað það var sem pirraði mig. Birta er útbúinn fjórum DNG tölvuvindum, þrjár á borðstokknum og ein uppi á stýrishúsi. Þetta truflaði mig svolítið þegar ég horfði á bátinn en var smá tíma að átta mig. Velti fyrir mér hvort vinnuaðstaðan við þessa fjórðu rúllu sé góð? Setti nokkrar myndir í myndaalbúmið Skip og bátar nr. 2.
Skrifað af Rikki R. 06.09.2010 23:57Færeyingur á BíldudalFékk þessar myndir sendar frá Gunnari Th. í sumar með fyrirspurn um hvort þetta gæti verið Óli Sofus FD 151. Gunnar var reyndar búinn að átta sig á að svo var ekki, en hann kvaðst hafa tekið myndirnar á Bíldudal. Ég hins vegar hafði uppá eiganda bátsins. Samkvæmt upplýsingum frá núverandi eiganda, Jóni Þórðarsyni sem búsettur er á Bíldudal var báturinn smíðaður í Hafnarfirði árið 2000 af færeyskum manni. Þessi bátur væri eins og sjá mætti með færeysku lagi. Jón vildi meina að þessi bátur hafi verið hjá Víkingahótelinu í Hafnarfirði, hann hafi verið notaðir við einhverja kvikmyndatöku eða eitthvað svoleiðis. Næsti eigandi var maður að nafni Haraldur á Eyri við Kollafjörð. Jón kvaðst svo hafa keypt bátinn af Haraldi. Báturinn ber ekkert nafn ennþá. Jón sagði bátinn hafa staðið stutt á landi í sumar, einmitt þegar Gunnar var þar á ferð. Fór fljótt á flot og hefur verið það í allt sumar. Jón kvað hægt að fá bátinn lánaðan til að róa honum um svæðið. Að endingu bætti Jón því við að hann kvaðst vita af einum Færeying ennþá á Patreksfirði fannst mér hann segja. Þið sem eruð á ferðinni kíkið endilega eftir honum. Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is