Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.09.2010 23:34

19. september 2010

Fór og kíkti sérstaklega eftir bátum.  Tel mig hafa verið nokkuð heppinn því þegar ég ók við Sundahöfn sá ég hvar Gustur SH 172 var á siglingu í átt að Snarfarahöfninni.  Ég komst í veg fyrir Gust og tók myndir, þær má sjá í myndaalbúmi Gustur og þá er kominn inn frásögn um Gust.  Ætla ekki að setja mynd af Gusti hér enda honum gerð góð skil hér á síðunni.  Ég rakst á aðra trillu sem ég þarf smá hjálp við.  Kópur AK 46 er í eigu Karls Benediktssonar og hef ég fengið smá upplýsingar hjá honum og held að hann sé enn að leita fyrir mig.  Mig vantar meiri upplýsingar um bátinn ef einhver þarna úti þekkir til væru upplýsingar vel þegnar.  Þessi gæti hafa heitið Teista áður og gerður út í Hafnarfirði þar sem hann var jafnframt smíðaður um 1970. 

Það sem ég hef núna er eftirfarandi: Mig grunar að báturinn hafi verið smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði upp úr 1970. Hann hafi verið gerður út þaðan fyrstu árin og hafi þá borið nafnið Teista. Þetta sögðu mér tveir menn sem ég rakst einhvern tímann á þar sem þeir voru að dytta að samskonar bát við Hafnarfjarðarhöfn. Ég lýsti mínum fyrir þeim og þeir þóttust kannast við hann. Hef ekki fengið þetta staðfest. Og annar mannanna ("Helgi bátasmiður") taldi sig meira að segja hafa breytt skutnum á sínum tíma. 

Fleiri voru á ferli m.a. Ýmir en greinilegt var að honum lá eitthvað á blessuðum skippernum, en þrátt fyrir hraðann þá gat ég fryst hann líkt og Kóp sem fór talsvert hægar.  Hvalaskoðunarbátar komu og fóru og voru myndaðir.  Þá voru einhverjir bundnir við bryggju sem náðist að kubbsetja.  Fleiri myndir í myndaalbúmi Skip og bátar 2010 nr. 2


Kópur AK 46.  Sundahöfn 19. september 2010


Kópur AK 46.  Sundahöfn 19. september 2010


Ýmir.  19. september 2010


Andrea kemur úr hvalaskoðunarferð, 19. september 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 685
Gestir í dag: 151
Flettingar í gær: 1283
Gestir í gær: 349
Samtals flettingar: 353036
Samtals gestir: 33939
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:22:09