Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.09.2010 23:01

Húsavík 2010

Við fjölskyldan vorum á Húsavík 8 og 9 ágúst og auðvitað í frábæru veðri.  Alltaf sól á Húsavík segir einhversstaðar.  Ég fór tvær ferðir upp á Húsavíkurfjall til að taka myndir.  Í fyrra skiptí var heiður himinn, ekki skýhnoðri á himni (mynd 1.).  Í seinna skiptið þá kom þoka inn að kvöldi.  Ég sá hvað verða vildi og tók dótturina með til að sýna henni flottheitin.  Húsavíkurfjall, sem er nú ekki það hæsta á landinu, stóð uppúr þokunni.  Svolítið sérstakt að stana á toppi Húsavíkurfjalls og þokan fyrir neðan mann og í blankalogni.  Það bærðist ekki hár á höfði þarna á toppnum.  Ekki oft sem ég hef verið á toppnum í logni.  Setti slatta af myndum í nýtt albúm, Húsavík 2010.


Húsavík 08. ágúst 2010


Húsavíkurfjall 09. ágúst 2010.  Þokan gerir tilraun til að læðast yfir fjallið en það tókst ekki.


Þokan kominn inn þann 09. ágúst 2010.  Eitt gat var á þokunni og sást niður í bæinn.


Þokan þekur Skjálfandann, 09. ágúst 2010. 


Elín Hanna pósar með fyrir ofan þokuna á toppi Húsavíkurfjalls. 09. ágúst 2010


Mastrið á Húsavíkurfjalli 09. ágúst 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 777
Gestir í dag: 172
Flettingar í gær: 1283
Gestir í gær: 349
Samtals flettingar: 353128
Samtals gestir: 33960
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 23:29:44