Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2011 Maí31.05.2011 00:44KvöldsólÞað er gaman að glíma við sólina. Stundum gengur manni ekki of vel að taka myndir móti sól en ég náði þessari. Þetta er einhver rússi að ég held, var ekkert að taka niður nafnið á honum. Seinni myndin er tekin úti á Álftanesi. Vona að þið hafið gaman af þessu.
Skrifað af Rikki R. 31.05.2011 00:36Hafnarfjarðarhöfn 30. maí 2011Þessir tveir voru að leika sér í Hafnarfjarðarhöfninni í gærkveldi. Skiptust á að vera á þotunni. Þá var hópur stráka að æfa fyrir sjómannadaginn og var takturinn nokkuð góður en sýndist úthaldið ekki uppá það besta. Þeir hafa nokkra daga ennþá til að ná þessu strákarnir.
Skrifað af Rikki R. 25.05.2011 23:08Löndun í GrindavíkÞessi mynd er tekin í Grindavík þann 22. maí 2011. Mikið líf á bryggjunni þarna, löndun úr þremur bátum á sama tíma, fólk að fylgjast með og sílamáfarnir í tugatali að næla sér í bita. Þetta er lífið.
Skrifað af Rikki R. 25.05.2011 21:23Tónleikar til styrktar orgelsjóði StykkishólmskirkjuÉg skrapp á tónleika í Guðríðarkirkju, Grafarholti þann 23. maí s.l. Þessir tónleikar voru til styrktar orgelsjóði Stykkishólmskirkju en það er verið að kaupa pípuorgel og kemur það í haust og vonast er til að það verði komið upp fyrir jól. Það má segja að þema þessara tónleika hafi verið að það hafi einhver í hverjum hópi tengst Stykkishólmi. Tónleikarnir voru mjög góðir og fjölbreyttir. Hér má sjá nokkrar myndir af hluta þeirra sem komu fram og svo er mikið af myndum í albúmi. Smellið á myndirnar og þið sjáið myndaalbúmið.
Skrifað af Rikki R. 23.05.2011 17:59SamanburðurHér kemur smá samanburður. Þetta eru myndir frá því askan var að steypast yfir höfuðborgarsvæðið og svo sama sjónarhorn í dag. Engin aska er hér í dag en skítakuldi í staðinn.
Skrifað af Rikki R. 23.05.2011 00:25RauðbrystingarÍ öskuferðinni minni í dag og kvöld vakti furðu mína mikið magn rauðbrystinga sem ég sá. Í Villingaholtshreppnum sá ég rauðbrystingana koma upp úr fjörunni og setjast á tún og fínna sér þar eitthvað að borða. Þegar ég keyrði svo út á Hlíðsnes þá flaug stór hópur rauðbrystinga upp og náði ég að smella af þegar þeir báru í sólsetrið. Ég ætla nú ekkert að geta um fjölda fugla en það eina sem ég segi er að ég gæti trúað að hóparnir hafi verið álíka stórir.
Skrifað af Rikki R. 23.05.2011 00:04Aska í Hafnarfirði og víðarSet hér inn nokkrar myndir sem ég tók núna fyrr í kvöld. Þarna má sjá öskuna nálgast Hafnarfjörðinn. Við settum út hvítan disk rétt fyrir kl. 19:00 í kvöld og um klukkustund síðar mátti sjá að aska var komin á diskinn. Ég tók nokkrar myndir út af svölunum hjá mér af öskuskýinu og þegar sólin fór að skína þá brá ég mér út á Garðaholt. Nú þegar ég sit og pikka þetta inn þá er öskuskýið komið yfir höfuðborgarsvæðið. Bílar hér á planinu við Breiðvang eru orðnir gráir. Allir gluggar eru lokaðir en samt finnum við fyrir ösku sem laumast inn og sest í gluggasillurnar. Þetta verður náttúrulega bara fjör, eða hvað?
Skrifað af Rikki R. 22.05.2011 22:28Brynnið skeppnunumÉg heyrði í útvarpinu að almannavarnir voru að leggja til að bændur hugsuðu vel um skeppnurnar sínar og gæfu þeim vatn að drekka. Þessi hestur hefur heyrt þessar fréttir og bjargaði sér sjálfur. Ekki fleiri orð um það.
Skrifað af Rikki R. 22.05.2011 21:50HeimSendirinnEins og flestir vita þá var spáð heimsendi í gær, 21. maí 2011 kl. 16:00. Ofan á þetta kom svo þetta eldgos í Grímsvötnum, Vatnajökli. Konan mín kom með skýringu á þessu öllu saman, HeimsEndirinn væri ekki heimsendir heldur væri þetta HeimSendir með gosi = sendill með kemur með pizzuna og gosið til þín. Ekki er það neinn heimsendir.
Skrifað af Rikki R. 16.05.2011 21:26Svalan komin á flotFékk þessar myndir sendar í gær og sýna þær að Jón Ragnar Daðason er búinn að sjósetja Svöluna sína. Hann hefur unnið að lagfæringum á henni. Talsvert er af myndum af Svölunni á meðan á lagfæringum stóð. Ef þið smellið á myndirnar þá kemur upp það sem komið er af sögu Svölunnar og þá má smell á þær myndir og lenda þá inn í myndabankanum. Skilst þetta ekki örugglega? Til hamingju með þennan áfanga Jón Ragnar. Er það Sumarliði næst?
Skrifað af Rikki R. 15.05.2011 23:47Regnbogi 15. maí 2011Þegar ég var á Álftanesinu í kvöld þá kom smá rigning og þvílíkur regnbogi að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég hins vegar hafði bara tekið stóru linsuna mína svo ég gat ekki náð mynda af öllum regnboganum en hann var með ótrúlega sterka liti. Ég smellti nokkrum römmum og hér má sjá tvær af þessum myndum sem ég tók. Skrifað af Rikki R. 15.05.2011 23:41Fuglar á ÁlftanesiKíkti á Álftanesið í morgun og svo aftur í kvöld. Þessi álftarkarl ver Kasthúsatjörnina og fylgdist vel með mér þó hann léti sem ekkert væri. Þá sá ég eina austræna margæs, ekki sú sama og um daginn. Þessi er aðeins dekkri á hliðunum og niður á lærin. Þegar ég sá hana fyrst um kvöldamarleitið þá var ég myndavélarlaus en skrapp heim og sótti myndavélina og náði að mynda margæsina.
Skrifað af Rikki R. 12.05.2011 08:32Fleiri fleyturHér eru myndir af fleiri fleytum. Tvær litlar og tvær stórar fleytur. Það eru fleiri myndir inná skipa og bátar 2011 fyrir ykkur sem hafið áhuga.
Skrifað af Rikki R. 11.05.2011 01:01YC84, sílamáfurRak augun í þennan merkta sílamáf á bryggjunni í Hafnarfirði þann 05. maí s.l. Í ljós kom að hann var merktur fullorðinn í Hvaleyrarlóni þann 11. júlí 2008. Fuglinn hafði ekki sést aftur fyrr en núna, svo vitað sé. Fékk reyndar ekki upplýsinar um merkingarmann en finnst líklegt að það hafi verið Gunnar Þór Hallgrímsson og líklega einhver með honum. Þið sem sjáið merkta fugla, endilega reynið að lesa á merkin og láta vita af þeim hjá t.d. Náttúrufræðistofnun, þá getiði örugglega látið einhvern fuglaáhugamann vita og hann kemur þá upplýsingunum til skila. Merki sílamáfa er tiltölulega auðlesin en það þarf kíki eða eitthvað sambærilegt áhald.
Skrifað af Rikki R. 11.05.2011 00:39Trollið gert klártÞessi var að gera rækjutrollið klárt fyrir Jakob Einars á bryggjunni í Hafnarfirði. Hann kunni réttu handbrögðin við þetta. Mér láðist að spurja um nafn en hann sagðist hafa verið á sjó frá 15 ára aldri þ.e. fastur á sjó.
Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is