Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.05.2011 00:04

Aska í Hafnarfirði og víðar

Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók núna fyrr í kvöld.  Þarna má sjá öskuna nálgast Hafnarfjörðinn.  Við settum út hvítan disk rétt fyrir kl. 19:00 í kvöld og um klukkustund síðar mátti sjá að aska var komin á diskinn.  Ég tók nokkrar myndir út af svölunum hjá mér af öskuskýinu og þegar sólin fór að skína þá brá ég mér út á Garðaholt. 
Nú þegar ég sit og pikka þetta inn þá er öskuskýið komið yfir höfuðborgarsvæðið.  Bílar hér á planinu við Breiðvang eru orðnir gráir.  Allir gluggar eru lokaðir en samt finnum við fyrir ösku sem laumast inn og sest í gluggasillurnar.  Þetta verður náttúrulega bara fjör, eða hvað?


Tekin til austurs af svölunum heima hjá mér, öskuskýið á leiðinni.  22. maí 2011


Skömmu síðar skein sólin en bakatil mátti sjá öskuskýið.  22. maí 2011


Á sama tíma leit þetta svona út í vesturátt.  22. maí 2011


Öskuskýið lá yfir Reykjanesinu.  Það grillir í Keili.  22. maí 2011


Esjan í sortanum.  22. maí 2011


Keilir í öskustónni.  22. maí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 359458
Samtals gestir: 34607
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 07:38:38