Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.07.2009 02:43

Kría var það heillin

03. júlí skrapp ég út á Álftanes, n.t.t. Hlíðsnes til að skoða kríurnar þar og hvernig gengi með útungun.  Skemmst er frá að segja að ég sá nokkra unga.  Vona að þeir komist allir á legg og að æti verði nóg fyrir ungana en fréttir eru þegar farnar að berast af ungadauða í kríuvörpum vegna ætisskorts.  Hér má sjá tvær kríumyndir sem ég tók.  Fyrri myndina tók ég af því að ég sá að krían var með svarta rönd neðan við hettuna og fram á hálsinn.  Hef aldrei séð þetta áður.
Hin myndin er hér þar sem ég tók hana aðeins öðruvísi en ég er vanur.  Ég vildi að krían sjálf væri úr fókus en unginn sem er í felum í baldursbránni væri í fókus.  Finnst myndin skemmtilegri svona heldur en ef allt væri í fókus.  Fleiri myndir inni í fuglaalbúminu. 


Hlíðsnes, 03. júlí 2009

Hlíðsnes, 03. júlí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 3669
Gestir í dag: 1341
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 351058
Samtals gestir: 33434
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:46:21