Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Mars

23.03.2014 10:04

5368 Dögg ex Skíði EA

5368 Dögg ex Skíði EA

 

Smíðaður á Akureyri 1961.  Eik og fura.  2,3 brl. 8 ha. SABB vél.  Hét Skíði EA 96.  Eigandi Jóhann Sigurðsson Dalvík, frá 25. september 1961.  Jóhann seldi bátinn 5. nóvember 1963 Baldvini Þorvaldsyni Dalvík.  Seldur 4. desember 1971 Sigmundi Sigmundssyni Dalvík.  Seldur 23. júní 1979 Kristni Sigurðssyni, Ingibjörgu Kristinsdóttur, Sigursteini Kristinssyni og Karli Kristinssyni Akureyri.  Frá 12. desember 1981 voru skráðir eigendur Kristinn Sigurðsson Dalvík 50% og Ingibjörg Jóhanna Kristinsdóttir og Sigursteinn Kristinsson Akureyri, með 25% hvort, en frá 4. mars 1986 var Ingibjörg ein skráð eigandi.  Báturinn var tekinn af skrá 17. nóvember 1986 en endurskráður 29. ágúst 1990, sami eigandi.  Báturinn hét Skíði EA 696.  Seldur 28. desember 1995 Gunnari Antoni Jóhannssyni Dalvík.  Báturinn heitir Helga í Garði EA 574 og er skráður sem skemmtibátur á Hauganesi frá 30. september 1997.

 

20. október 2013 tók ég nokkrar myndir af bátnum þar sem hann var við bryggju í Reykjavíkurhöfn.  Þá ber báturinn nafnið Dögg.  Tveir menn voru að vinna við bátinn og greinilegt að annar þeirra var ekki sáttur við að ég væri að fylgjast með þeim og taka myndir.  Hann tók myndir af mér og bílnum mínum, en ég hef reyndar ekki orðið fyrir neinum vandræðum vegna þessa.

Samkvæmt Skipaskrá Fiskifrétta hét báturinn Lögg SU, með heimahöfn á Eskifirði, eigandi Einar Sveinn Þórarinsson.  Þar er sagt m.a. frá því að það er SABB vél í bátnum, 8,16 ha. árgerð 2000 svo það hefur verið skipt um vél í bátnum.

 

Nöfn bátsins: Skíði EA 96, Skíði EA 696, Helga í Garði EA 574, Lögg SU og Dögg.

 

Upplýsingar

Íslensk skipt, bátar.  Bók 1, bls. 159.  Skíði EA.

Skipaskrá, Fiskifrétta.


5368 Dögg ex Skíði EA í Reykjavíkurhöfn, 20. Október 2013

23.03.2014 09:31

Grátt skal það vera

Smellti þessari mynd af í einnig hafnarferðinni minni.  Fannst þessi mynd ekkert sérstök, enda er hún það ekki.  Mér er hins vegar farið að finnast hún vinna talsvert á, nóg til þess að ég set hana hér inn.  Eigum við að segja, ÞRJÁR STÆRÐIR AF GRÁU.


Grátt, grátt og meira grátt........... 28. september 2013

23.03.2014 09:05

Þúfa

Úti á Granda var sett upp þetta listaverk, Þúfa eftir Ólöfu Nordal.  Veit að Ólöf varð hlutskörpusti í einhverri samkeppni um umhverfislistaverk sem HB Grandi og Faxaflóahafnir héldu.  Hvort þetta er rétta verkið á þessum stað veit ég ekki því ekki sá ég hin verkin í samkeppninni.  Hitt veit ég að þetta verk var valið, það er komið upp og það gæti orðið skemmtilegt ef grasið nær sér og verður grænt.


Þúfa eftir Ólöfu Nordal.  02. mars 2014

16.03.2014 14:47

Mangi Hauganesi

Magni Hauganesi

MANGI var líklega smíðaður á Akureyri um 1975-6.  Ekki vitað af hverjum, en bátalagið vilja þeir meina að sé frá Akureyri. Mangi er ekki skráður enda stuttur, fimm og hálfur metri að lengd.  Þarf því ekki að skrá hann. 
Talað er um að báturinn hafi upprunalega verið julla sem var smíðuð í Bátalóni, Hafnarfirði.  Báturinn borðhækkaður um tvö borð og smíðað stýrishús framan á bátinn.

Eigendasaga:
Fyrsti eigandi, ekki vitað nafn....................
Bræður kaupa bátinn af upprunalegum eiganda, en þeir bjuggu upp í sveit.
Elvar Þór Antonsson Dalvík, kaupir bátinn árið 1999 hélt hann.  Vann í honum og báturinn fór á flot árið 2000.  Þegar Elvar keypti bátinn var hann komin hálfur í naust á Hjalteyri.  Það var maður á Hjalteyri sem átti bátinn. Sá vann í slippnum og gerði bátinn upp.  Báturinn var búinn að vera uppi á landi í ein þrjú ár.
Selur bátinn til Akureyrar vorið 2007.  Feðgar sem keyptu bátinn, man ekki nöfn þeirra.  Sá eldri var skipaskoðunarmaður hjá skipaskoðun á Akureyri.
Seldur í febrúar 2013 Erni Traustasyni og Guðmundi Jónssyni, núverandi eigendum.  Þeir sigla bátnum frá Akureyri til Hauganess þar sem báturinn er núna.  Örn sagði bátinn hafa verið gerðan upp fyrir um fjórum árum síðan (2010), þá saumaður allur upp o.fl.

Ég var á ferð fyrir norðan í ágúst 2013 og renndi við á Hauganesi.  Þar tók ég mynd af bátnum við bryggju.  Engar upplýsingar voru á honum aðrar en að það stendur Akureyri á skutnum á bátnum.

Meira síðar............................Allar upplýsingar vel þegnar....................

Upplýsingar:
Hjalti, sjá umsögn.
Örn Traustason eigandi bátsins, munnlegar upplýsingar.
Elvar Þór Antonsson fyrrverandi eigandi bátsins, munnlegar upplýsingar.


Mangi við bryggju á Hauganesi, 06. ágúst 2013

16.03.2014 14:38

Stubbur

Stubbur, Hauganesi

Á ferðalagi mínu um landi árið 2013 rak ég augun í þennan bát við bryggju á Hauganesi.  Báturinn heitir Stubbur.  Ég veit ekkert um þennan bát og finn ekkert.

Ef einhver hefur upplýsingar um Stubb endilega komið þeim á framfæri.  Meira síðar.................


Jóhann Hauksson keypti bátinn um 2002.  Keypti hann af Bílapartasölu Auto, en eigandi hennar heitir Sigurður en hann hafði tekið bátinn upp í bíl sem hann seldi.
Jóhann sagði að báturinn hafi verið í Hrísey og þá heitið Reynir.  Hvar báturinn var fyrir þann tíma var hann ekki viss.  Aðspurður um hvað hann hafi kallað bátinn sagði hann, það væri helst að hann hafi heitið Hanna, eftir barnabarni hans.

Ásgeir Garðarsson er núverandi eigandi Stubbs.  

Ásgeir keypti bátinn fyrir um 8 árum síðan af Jóhanni Haukssyni sem búsettur er á Hauganesi. Báturinn hafi eitt sinn verið hvítur með grænum borðstokkum.  Hann var með Volvo Penta 1 cyl. 9 ha. sem aldrei var til friðs.  Ásgeir komst yfir vél á Akureyri og setti hana í bátinn, það var 2 cyl. Bukh vél sem hefur verið til friðs.  Ásgeir kvaðst hafa farið mikið til sjós, veitt vel og vélin alltaf verið til friðs.  Hann kvaðst ekki vita hvað báturinn væri gamall en hann væri með Bátalónslaginu.  Væntanlega þá smíðaður í Hafnarfirði. 

Upplýsingar:
Ásgeir Garðarsson, núverandi eigandi, munnlegar upplýsingar.
Jóhann Hauksson, fyrrverandi eigandi, munnlegar upplýsingar.


Stubbur við bryggju á Hauganesi, 06. ágúst 2013
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24