Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.03.2014 14:47

Mangi Hauganesi

Magni Hauganesi

MANGI var líklega smíðaður á Akureyri um 1975-6.  Ekki vitað af hverjum, en bátalagið vilja þeir meina að sé frá Akureyri. Mangi er ekki skráður enda stuttur, fimm og hálfur metri að lengd.  Þarf því ekki að skrá hann. 
Talað er um að báturinn hafi upprunalega verið julla sem var smíðuð í Bátalóni, Hafnarfirði.  Báturinn borðhækkaður um tvö borð og smíðað stýrishús framan á bátinn.

Eigendasaga:
Fyrsti eigandi, ekki vitað nafn....................
Bræður kaupa bátinn af upprunalegum eiganda, en þeir bjuggu upp í sveit.
Elvar Þór Antonsson Dalvík, kaupir bátinn árið 1999 hélt hann.  Vann í honum og báturinn fór á flot árið 2000.  Þegar Elvar keypti bátinn var hann komin hálfur í naust á Hjalteyri.  Það var maður á Hjalteyri sem átti bátinn. Sá vann í slippnum og gerði bátinn upp.  Báturinn var búinn að vera uppi á landi í ein þrjú ár.
Selur bátinn til Akureyrar vorið 2007.  Feðgar sem keyptu bátinn, man ekki nöfn þeirra.  Sá eldri var skipaskoðunarmaður hjá skipaskoðun á Akureyri.
Seldur í febrúar 2013 Erni Traustasyni og Guðmundi Jónssyni, núverandi eigendum.  Þeir sigla bátnum frá Akureyri til Hauganess þar sem báturinn er núna.  Örn sagði bátinn hafa verið gerðan upp fyrir um fjórum árum síðan (2010), þá saumaður allur upp o.fl.

Ég var á ferð fyrir norðan í ágúst 2013 og renndi við á Hauganesi.  Þar tók ég mynd af bátnum við bryggju.  Engar upplýsingar voru á honum aðrar en að það stendur Akureyri á skutnum á bátnum.

Meira síðar............................Allar upplýsingar vel þegnar....................

Upplýsingar:
Hjalti, sjá umsögn.
Örn Traustason eigandi bátsins, munnlegar upplýsingar.
Elvar Þór Antonsson fyrrverandi eigandi bátsins, munnlegar upplýsingar.


Mangi við bryggju á Hauganesi, 06. ágúst 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 278
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347894
Samtals gestir: 32371
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 17:07:17